Spegillinn - 01.07.1960, Qupperneq 5
7. TÖLUBLAÐ
JLJLÍ 1960
85. ÁRGANGUF
GLEÐIFREGAI - en þó aó vissn leyti - SORGARFREGIU
Það hlessaða blað, Þjóðviljinn, birti
á laugardaginn var, viðtal við Jón tón-
skáld Leifs, sem telja má með sanni
æsifregn helgarinnar og getur valdið
straumhvörfum í listalífi voru og þjóð-
lífi öllu. Um leið fæst skýringin á því,
að Jón gat ekki mætt í Keflavíkur-
göngunni, en þar var hans almennt
saknað.
Það er upphaf þessa máls, að Jón
mætti — að sjálfsögðu — sem fulltrúi
Islands á aðalfundi Alþjóðasambands
nútímatónskálda, sem haldinn var í
Köln, en varð þar fyrir sárum vonbrigð-
um, þar eð ekki var þar annað flutt en
kapítalistisk tólftónamúsiík, sem eftir
nafninu að dæma hlýtur að vera vondur
samsetningur. Hefði verið aumt að
þurfa að fara beint heim af þeirri sam-
kundu, en sem betur fór kom það ekki
til greina .
Næst var haldið til Austur-Berlínar,
og þar var dálítið annað uppi á teningn-
um, og þar þurfti ekki að eyða sextán
árum í að læra að segja „Herr Profess-
or“ í réttum tón, eins og í gamla daga,
því að nú takast bara allir í hendur og
skælbrosa hver framan í annan. Sá
varð árangur af Berlínarför þessari, að
eftir hana getur skáldið nógsamlega
niður kveðið þá áragömlu lygasögu, að
menn séu alltaf að stinga af vestur fyrir
tjald, því að það er alveg öfugt: straum-
urinn liggur einmitt austur, vegna þess
hve listamenn eru þarna stríðaldir og
frjálsir. Var ekki seinna vænna að
heyra það. 1 veizlu einni, sem þama
var haldin, var skáldinu sýndur sá sómi,
að íslenzki fáninn var settur á borðið
hjá honum, en þann fána hafði einn
forstöðumaður fengið að gjöf hjá ein-
um festívalsfélaga í fyrra, en hitt er
bara lýgi, að Jón hafi sjálfur lagt hann
á borð með sér .
En nú er fyrst komið að aðalefninu:
Eystrasaltsvikunni í hinni fomfrægu
bjórborg Rostock, en slík vika er haldin
þegar þurfa þykir. Var listamanninum
fyrst fengin gisting í Hrafnistunni þar
í borg, en það er einskonar hvíldar-
heimili uppgefinna togarasjómanna, og
er Jón komst að því, flýtti hann sér
að fullvissa sigurjóninn á staðnum um,
að hann hefði aldrei trillumaður verið.
Þama var hverskonar lúxus: tvö her-
bergi með sérbaði, en sjálfur varð lista-
maðurinn að bursta skó sína, þar eð
enginn þarna staddur þóttist þess verð-
ur að leysa skóþvengi hans, auk heldur
bursta sjálfa skóna.
Nú kom fyrst að kjama allrar ferð-
arinnar, þ .e. uppfærslu íslandsforleiks
listamannsins, sem hátíðin hófst á, því
að þarna er ekki það bezta geymt þang-
að til seinast. Varð þetta ein sanafelld
sigurganga, frá fyrstu til síðustu feil-
nótu .
En að lokum komu afleiðingarnar af
þessu og þar er það, sem gleði vor get-
ur hæglega snúizt upp í sorg. Strax
eftir hátíðina streymdu í Hrafnistuna
allskonar agentar, sem heimtuðu fleiri
tónverk til meðferðar. Sá listamaðurinn
brátt, að hér þurfti hafln ekki að vera
billegur, og heimtaði auk annarra fríð-
inda næðissaman bústað í sæluríkinu.
Eru mestar horfur á, að það verði auð-
sótt, og þá fer nú gleðin að snúast í
sorg hjá okkur, sem eftir sitjum. Að
nú ekki sé talað um, ef fleiri fara á
eftir, en á því er ekki eins mikil hætta,
því að þá væri úti um næðið, sem lista-
maðurinn er að sækjast eftir.