Spegillinn - 01.07.1960, Side 10
154
SPEQI LLI N N
(janyan tnikla
timbri búið er að saga niður í
uppsláttinn. Vér viljum enga af-
stöðu taka til kirkjunnar að svo
komnu máli, en leyfum oss þó að
geta þess til, að hún sé teiknuð
með það fyrir augum að hún geti
bergmálað sem allra bezt tóma-
hljóðið, sem áreiðanlega kemur til
með að ríkja þar.
„ólafur benti samráðherrum sínum
á sígilt bjargráð allt til þessa dags.
— Þið skuluð taka hár úr hala
mínum,
hókus, pókus — og viðreisnin
kemur strax.
Frábær kviðlingur, sem engra
skýringa þarf með.
„Skúrir í dag og skúrir í gær,
skúrir alla daga.
Af ávöxtunum þekkjast þær,
en það er nú önnur saga“.
Þetta látlausa vers um tíðarfarið
verður síðasti kviðlingurinn að
sinni, þar sem vér erum önnum
kafnir við að vinna að stórmerkri
ritgerð um áhrif v-hljóðvarps á
kennimyndir sterkra sagna í forn-
(eða frum-) norrænu, og væntum
þess að fá styrk úr hugvísindasjóði
við næstu úthlutun.
Flatrímarinn.
BtJSÁHÖLD
Jón Jóhannesson & Co. h.f.
Ég snaggaði mér í brækurnar
klukkan sex að morgni sunnudag-
inn 19. júní sl. Nú er þetta alls
ekki hinn venjulegi fótaferðartími
minn, en hér stóð mikið til. Ég
ætlaði nefnilega að taka þátt í
spásérstúrnum mikla, Keflavíkur-
göngunni svonefndu, og þess vegna
fór ég í reimaða strigaskó, sem ég
var svo heppinn að ná í á gamla,
góða verðinu. Síðan þaut ég eins
og tundurskeyti í bílinn; og segir
ekki af því meira fyrr en suður við
flugvallarhlið. Þar safnaðist hópur-
inn saman, 250 manns; (ég taldi
fólkið nú reyndar ekki nákvæm-
lega, en þessi tala er áreiðanlega
mjög nærri sanni, auk þess sem
þetta er rúnn og góð tala). Einar
Bragi, atómskáld og Jónas Árna-
son, sem nú er ekki kommúnisti
lengur, fylktu liðinu, og Einar
flutti smáhvatningarávarp til að
örva göngufólkið áður en þrammið
hófst. Helgi S. var á gægjum
þarna, auðvitað að njósna um okk-
ur fyrir Moggann! hann taldi hóp-
inn, en þið megið ekki taka mark
á tölunni hjá honum, hann nefni-
lega taldi bara annan hvern þátt-
takanda. Nú svo drattaðist allt
draslið af stað. (Hér er notuð bók-
un lögreglunnar á vellinum, auð-
vitað væri miklu tígulegra mál að
segja; t. d. nú seig hin mikla fylk-
ing íslenzkra ættjarðarvina af stað,
hægt en ákveðið. En maður getur
varla ætlazt til, að lögregluþjónar
kunni skil á slíku orðavali; þeir
eru nú einu sinni bara lögreglu-
þjónar). Þeir sem aftastir fóru,
sögðu, að formaður Natóvinafélags-
ins og gjaldkeri þess, hefðu gægzt
út fyrir hliðið og gefið göngunni
langt nef, er það og vel líklegt að
félagsskapurinn hafi ekki látið
þetta tækifæri til að treysta vin-
áttubö.ndin við Nató sér úr greip-
um ganga. Var nú þrammað sem
leið liggur yfir Vogastapann, síðan
farið beint af augum í Vogana
og borðað í hermannatjaldi í
Kúagerði. Til hátíðabrigða gæddi
sumt af göngufólkinu sér á kók og
jórturleðri auk tollsvikinna vindl-
inga sunnan af Velli. Mig dauð-
langaði í kók og tyggjó, en þorði
ekki að smakka það, af því að
Jónas Árnason horfði svo nístandi
fyrirlitlega á þá, sem voru að jórtra.
(Það á nú víst að segja: mér dauð-
langaði . . . á nútíma íslenzku, en
ég held mig við eldri málvenjuna).
Jæja; svo var nú haldið af stað
frá U.S.A.-tjaldinu og þrammað
í áttina til Hafnarfjarðar. Alltaf
voru fleiri og fleiri að bætast í hóp-
inn og þetta var orðinn voðalegur
fiöldi, þegar til Hafnarfjarðar kom.
Þegar við fórum um Strandgötuna,
tók einhver í hópnum eftir striga-
poka úttroðnum uppi á hamars-
svllu. Forvitnir náungar ruku til
og vildu ná í pokann, en hann
forðaði sér bá með því sem í hon-
um var. (Síðar kom \ liós að það
hafði verið steinn í nokanum. meira
að segia hersteinn). Áður en við
fórum úr Hafnó vildu sumir telia
hóninn nákvæmlega. en þegar til
kom, nennti bví enginn. svo að
Finar Bragi áætlaði bara að við
værum sex hundruð, og hringdi
niður í útvaro svolátandi frétt af
göngunni: Þátttakendur í Kefla-
víkurgöngunni komu til Hafnar-
fiarðar klukkan fimm. og voru þá
orðnir um 600 að tölu. Nú gerðist
lítið markvert fyrr en kom niður á
Miklubrautina, nema hvað í Kópa-