Spegillinn - 01.07.1960, Blaðsíða 15

Spegillinn - 01.07.1960, Blaðsíða 15
S PEQ I LLI N N 159 is efni, jafnvel þó það geri ekki nema spara slitið á einni tólfta- septemberplötu. Ekki er statusinn svo góður, hvort sem er, að þeirra eigin sögn. — Alltaf eru þeir nú samt að lengja prógrammið. — Já, með skemmdum plötum, og veiztu til hvers það er gert? — Ætli það sé ekki til þess að fóðra verðhækkanirnar ? — Nei, kunnugur maður þessum málum hefur sagt mér, að það sé vegna þess að enginn komist að með aðfinnslur, ef aldrei er gert hlé. — Jæja, það er nú alltaf verið að skamma útvarpsgreyið, en mér finnst nú líka mega nefna það, sem vel er gert. Einstöku sinnum birt- ir það nú góðar dánarfregnir. — Já, satt er það, en meðan það ekki birtir þá beztu, er ég ekki ánægður. En ástæðan mun vera sú, að hana yrði það að birta fyrir ekki neitt. En finnst þér ekki Flug- félagið ætla að fara að slá sér upp? — Nú, það væri náttúrlega tími til kominn. En hvað áttu við. — Það sér á, að þú lest ekki blöðin. Ég var að Iesa í mínu blaði, að það ætli að fara að flytja prinsessur. — Það hefur nú áður flutt feg- urðardrottningar, svo að mér finnst þetta heldur afturför en hitt. —Þú misskilur þetta alltsam- an, maður. Þetta eru vaskegta al- vöruprinsessur, sem búið er að panta far fyrir núna í þessum mánuði. Og það alla leið frá Kaup- mannahöfn til Glasgow. — Kannske Siggi hafi þá náð í þær frá Glasgow aftur? — Nei, það var nú ekki svo vel; hann missti víst alveg af þeim. Hann kom hérna inn um daginn og var eitthvað sorrý og ég spurði hann, hverju það sætti; hann sem alltaf er svo kátur, og þá sagðist hann vera búinn að missa prinsess- urnar út úr höndunum á sér, en væri nú að fara í Naustið með heilan hóp af gestum, á kostnað Loftleiða. Hann var eitthvað að tala um, að hann hefði brætt úr sér . . . ég skildi það annars ekki almennilega, því að honum var svo mikið niðri fyrir. — Hver veit nema þetta lagist allt fyrir honum, ef flugmennirnir gera alvöru úr strækunni? — Já, strækunni! Mér finnst það nú annars helvíti hart, ef þeir hæstlaunuðu ríða á vaðið með kauphækkanirnar. En þeir bera sig afskaplega aumlega, og segja, að allir hafi betra kaup en þeir, úti í löndum og smúlið sé hreinasta örreiti, og yfirleitt allt í grænum sjó hjá þeim, vesalingunum. — Þetta segja listamennirnir líka. Það er nú meira havaríið út af þessum listamannalaunum. — Þú segir nokkuð. Mér finnst það nú bæði ótrúlegt og leiðinlegt, að þau skyldu þurfa að valda svona uppistandi. Það var þó óvenju vel til nefndarinnar vandað — að þessu sinni — svo að ég bregði nú einusinni fyrir mig útvarpsís- lenzku. — Hvernig þá það? Jú, sérðu til. Hingað til hefur oftast verið einhver í nefndinni, sem einhverja nasasjón hefur haft af listum, í þess orðs teygjanlegustu merkingu, og svo hefur auðvitað allt farið í háaloft á fundunum. Vitanlega mátti þetta ekki svo til ganga, svo að í þetta skipti voru „nefndarmenn valdir með það fyrir augum, að þeir væru nógu hlut- lausir um listir“, en það þýðir á venjulegri íslenzku, að þeir hafa ekki vit á neinu slíku fremur en kötturinn á sjöstjörnunni eða Hall- grímur Pétursson á Atlas flug- skeyti. Næst á að koma með ennþá meiri idíóta, svo að listamennirnir trénist alveg upp á að gera sér nokkrar vonir, og þeir heppnu af- þakki algjörlega sæmdina. Og þá á að nota aurinn í viðreisnina . . . Rakarinn minn komst ekki lengra, því að í þessu vetfangi rak Helgi Sæm. inn höfuðið úr gætt- inni. — Gerðu svo vel, þú ert næstur í stólinn. Ja, það má segja, að oft kemur góður þá getið er. Ég var einmitt að reyna að bera blak af úthlutunamefndinni ykkar . . . . Tuttugu og fjórar, takk. HA pwf íj-j kgma i ntt/, austu^tr/VT/

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.