Spegillinn - 01.07.1960, Síða 19
SPEGILLINN
163
Megrunarkúrinn
Það er ekki um að villast, að buxna-
strengurinn minn er að smáþrengjast Qg
ekyrtukraginn líka, svo að stundum er ég
í vandræðum á morgnana að koma hnapp-
inum í.
Þetta getur ekki þýtt annað en það,
að ég sé farinn að fitna, og leiðinlegt til
að vita -— eins og ég lief þó verið íþrótta-
mannlega vaxinn, frá því ég man fyrst eftir
mér.
Þessi óviðráðanlega tillineiging til aukins
gildleika — því ekki vil ég kalla það fitu,
og heldur engin ástæða til —- er mér ekki
lengur nein hugarlirelling. Ef út í það
er farið, er ég ekki svo sérlega ungur leng-
ur og hættur öllum íþróttaiðkunum hvort
sem er. Það er bezt að taka slíku sem
þessu eins og sannur heimspekingur.
En það er ekki ýkjalangt síðan að ég leit
allt öðruvísi á þessi mál.
Sumt fólk hefur ofnæmi fyrir miklum
hæðum, annað fyrir geltandi hundum eða
einveru í myrkri. Mín sérgrein á þessu
hræðslusviði var offita.
Þegar ég var fyrst var þessara þrengsla,
sem getur í uppliafi þessa máls, varð mér
hroðalega bilt við. Þegar maður er pipar-
kall og verður að öllu leyti að sjá sjálfur
um sínar daglegu þarfir, þreyskist maður
við það í lengstu lög að færa til hnappa
eða hnappagöt, eða setja auka — eins og
það er víst kallað — aftan í buxurnar sín-
ar, eða þá að öðrum kosti fá sér beinlínis
ný föt — og allir vita, liversu ódýrt það
er eða liitt þó lieldur.
Það var bersýnilegt, að hér var ekki
annað fyrir en taka málið föstum tökum
og liefja raunliæfar aðgerðir. Og svo kom
tímabil, þegar þetta megrunarspursmál lá
á mér eins og mara.
Ég reyndi ýmsar beyginga og teyginga
æfingar. Fór að ganga langar leiðir í stað
þess að taka strætó.
Ég hætti alveg að smakka bjór. Skar
niður brauð- og kartöfluneyzlu. Ég fór að
reykja aftur, og hámaði í mig allskonar
pillur með jafnmörgum torskildum nöfn-
um.
En ekkert þessara örþrifaráða bar
minnsta árangur. Ég hélt áfram að fitna.
Og áhrifunum á sálarlífið ætla ég ekki að
reyna að lýsa.
Og þá bar það við einn daginn, að Malla
kom fram á sjónarsviðið.
Ég hafði aldrei séð liana áður og liún
líklega ekki mig heldur. Og ákafi minn í
að kynnast henni nánar stafaði alls ekki af
þessum ástæðum, sem menn þekkja bezt —
og var þó stúlkan vel séleg, hvar og livem-
ig sem á hana var litið — heldur stafaði
liann af því, að liún hafði einhvemveginn
fundið ráðninguna á þrautinni, sem ég átti
við að stríða. Hiin var sem sé að megrast!
Forlögin höguðu því þannig, að við átt-
um leið með sama strætóinu (því að nú
var ég farinn að nota strætóin aftur), og
ég sat það nærri henni, að ég mátti heyra
mál hennar.
Oftast var henni samferða einhver vin-
stúlka hennar ,sem ég man nú ekki lengur
hvað hét, og sú hin sama þreyttist aldrei
á því að tala um, hvað Möllu gengi vel að
slanka sig, eins og hún orðaði það. Og
Malla viðurkenndi, að þetta væri ekki
nema satt. — Já, ég hef losnað við eitt
pund . . . Eða stundum tvö og stundum
þrjú.
Það var alveg augljóst mál, að Malla
hafði liitt á einhverja forskrift, sem mér
hafði ekki tekizt að rekast á. En það versta
var, að liún lét aldrei uppskátt, hver sú
forskrift væri ,en ég hinsvegar alveg æstur
að komast að því, hver liún væri.
Fljótt sagt: Hér var ekki annað að gera
en komast í kynni við Möllu. Og til þess
varð ég að sitja um hana og fá þannig
tækifæri. Nú, þetta er ekki annað en gengur
og gerist í njósnastarfinu um allan heim.
Fyrst elti ég hana þangað sem hún vann;
það var heildsalaskrifstofa í stóram hús-
kassa, og ég sá mér til gleði, að liúsdymar
vora í sjónmáli frá skrifstofunni þar sem
ég vann. Með því að kíkja út um gluggann,
gat ég smásaman fundið út, hvenær hún
fór í liádegismat. Það var klukkan hálfeitt.
Gott var nú það sem komið var.
Malla var falleg stúlka með eirrautt hár
og Ijósrauða hörandslitinn, sem því fylgir
oft. Ég fór að brjóta heilann um, til hvers
hún væri eiginlega að megra sig, jafnfalleg
og mér þótti liún í vextinum eins og hún
var fyrir. Eiginlega var það lireinasta
skemmdarstarfsemi.
Þar fyrir óskaði ég ekki, að hún hætti
við allt saman, þar eð tilgangur minn með
kynnum við hana (og eini tilgangurinn,
fannst mér þá) var að komast eftir þessari
ágætis megrunaraðferð hennar.
Einu sinni í hádeginu rákust við heift-
arlega á fyrir hom — og satt bezt að
segja, var það ekki óviljandi af minni
hálfu.
— Guð minn góður! hrópaði hún og
MUNIÐ
BIFREIÐIR
O G
DRÁTTARYÉLAR
útvegum vér með stuttum fyrirvara.
Verð við allra hæfi.
Sveinn Egilsson hf.
F 0 R D-U M B 0 Ð
Laugavegi 105 — Sími 22466 — 5 línur
VERKFÆRI
BLIKKSMÍÐA-
VORUR
BYGGINGAVÖRUR
FJÖLBHEYTT ÚRVAL
J.B. PÉTURSSON
BUKKSMIOJA • STALTUNNUGERÐ
jArnvoruverziun
SlMI 1 53 00