Spegillinn - 31.12.1970, Blaðsíða 5

Spegillinn - 31.12.1970, Blaðsíða 5
Æi, hvaða déskotans frekja er þetta? Hver leyfir sér að hringja svona um hánótt, þegar maður er nýsofnaður? Nú, þetta er vekjarafjandinn. Bezt að lúra dálítið lengur. Bara í fimm mínútur. Nei, það er líklega ekki þorandi. Gæti sofnað, og þá eins víst, að ritstjóraskrattinn komi með látum og sæki mig, eins og um daginn, þegar ég ætl- aði að svindla mér út einn veikindadag eftir fyllirí. Þann andskota hætti ég ekki á aftur. það er þokkalegt þrælapískirí, sem maður vinnur við, hjá hálfvitlausum ritstjóra og alvitlausum framkvæmdastjóra. Annar týpiskur Þjóðverji og hinn týpiskur Gyðingur. Þokka- legur kokkteill það. Enda starfsfólkið allt orðið að tómum róbottum. Hvað meinti maðurinn? Ég að taka verstöðvarnar. Undar- legt að setja mig alltaf í físk- inn. Ég fer að halda, að það sé slorlykt af mér. Hvers vegna má ég ekki skrifa um eitthvað skemmtilegra en fisk? Aldrei kann ég al- mennilega við að láta skamma mig innan um allt pakkið. Það er eins og mað- ur sé bla bla imbi. Og svo segir skepnan, að ég gleymi öllu heima og skili aldrei neinu á réttum tíma. Veit mannasninn ekki, að ég er rithöfundur? Ég verð ein- hvern veginn í andskotanum að komast heim fyrir há- degisfundinn og ná í frétt- ina sem ég skrifaði í gær eftir fundinn hjá húsameistara. Beinasni var ég að láta mér detta í hug, að ég mundi nenna að betrumbæta þetta eitthvað hjá mér. Hann tekur æði, ef ég segist hafa gleymt þessu heima. Sími, sími, já, hvað er nú ? Þar fór í verra. Að ég skyldi nú fara að bjóða í þessa ólukkans íbúð. Hvernig á ég að redda mér út úr því? Ég hélt bara, að ég gæti keypt mér íbúð eins og hver annar. Fer þá ekki helvítis framkvæmdastjórinn að rífa niður fyrir mér dæm- ið og segja, að ég sé lúnetikk. Hver getur ætlazt til, að ég kunni að reikna út íbúðir? Það er nú óþarfi að vera að móðga mann. Svo sagði skepnan, að hann gerði ráð fyrir, að menn gætu lifað á loftinu uppi í skýjaborgum, þeir yrðu bara að passa að detta ekki niður á jörðina aftur. Þeir átta sig ekki á því blessaðir, að ég fer að verða múltimilli á prívatútgáfunni minni. Ha, ha, þessi var góð- ur hjá mér. Þennan þarf ég að segja teiknaranum. Hann dettur í það af hlátri. Bezt að skrifa hjá sér þennan brandara, ég get kannski notað hann í næstu revíu. Hvað sagði nú aftur hann Svafár: „Eftir dúk og disk dró ég úr honum fisk“. Fín frétt, sagði fréttastjórinn, þetta með gamalmennið, sem missti fótinn í flokkunarvél- ina í Grindavík. Ég sé nú ekkert fínt við það. Undar- legt er mat þessara manna á fréttum. Og í gær henti svín- ið í ruslakörfuna fréttinni um, að Ólafsvíkingar hefðu gefið honum Arngrími lækni bíl. Það kalla ég hins vegar frétt. Að stela af Arngrími lækni alla hans aumu ævi og gefa honum svo bíl, þeg- ar hann er kominn með kalk- aða mjöðm og getur ekki keyrt. Skyldi ég fá hlutverk í sjónvarpsleikritinu ? Það 5

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.