Spegillinn - 31.12.1970, Blaðsíða 7

Spegillinn - 31.12.1970, Blaðsíða 7
hefði nú getað gleymt hon- um á verri stað. Hvaða snepill er nú þetta þræddur upp í gírstöngina ? Æi, þetta er víxiltilkynning frá Iðn- aðarbankanum, ég hef stein- gleymt að borga fjandans víxilinn. Ég verð að reyna að fá eitthvað fyrirfram á rnorgun og bjarga þessu. Góðir strákar, Bragi og Pét- ur á Brunastöðum. Ég er nú strax farinn að kvíða fyrir morgundeginum. Undarlegt að vera að gera rekistefnu, þótt maður komi tíu eða tuttugu mínútum of seint. Hvað eru nokkrar mínútur til eða frá? Hvaða andskot- ans máli skiptir, hvort ein- hver fundur með tómum vit- fyrringum byijar kortérinu fyrr eða seinna ? Hvaða máli skiptir það, hvort eitthvert lélegt prógramm byrjar hálf- tímanum fyrr eða seinna? Jafn andskoti vitlausir eru áhorfendurnir. Hvað er þetta? Á hverju stakk ég mig? Sit ég ekki á bévítis gafflinum, sem ég át með um daginn. Ég hélt ég hefði tekið hann úr sætinu, þegar lögginn stakk sig á honum. Líklega hef ég gleymt því. Til hvers límdi ég þetta ópal fyrir lykilgatið á svissinum? Eitthvað hlýt ég að hafa átt að gera áður en ég kem heim. Hvað skyldi það nú vera? Varla merkilegt, fyrst ég man það ekki. Nú, ekki í gang. Hvað er nú að ? Hver skoll- inn, gleymdi ég nú að taka benzín rétt einu sinni. Ég verð bara að skilja bílfjand- ann eftir og taka leigubíl. //IS/SjL/!#///// 7/S Skyldi ég geta logið gjald- kerann til að greiða nótuna ? Þá hefst ein yfirheyrslan. Það verður að fá nótuna uppáskrifaða af ritstjóra og framkvæmdastjóra, hvert er ekið og hvaðan, hvernig var skyggnið, vindhraðinn. Hve- nær skyldu Þjóðverji og Gyð- ingur fara að heimta nafn- númerið mitt í hvert skipti, sem ég mæti í vinnunni. Vonandi fá þeir sveppi á milli tánna. Réttast væri, að ég semdi revíu um þessi svín. Það ætla ég að gera. Eða sjálfsævisögu. Hana gæti ég kallað: Harmsaga ævi minn- ar, hvernig þeir brutu mig niður. Svona í Birkilandsstíl. Helvíti væri það snjallt hjá mér. Mátuleg hefnd á Þjóð- verjann og Gyðinginn. Hvaða nöldur er þetta í hús- eigandanum, veit hann ekki, að ég er rithöfundur? Og hvaða ofsi er þetta í stelp- unum, þótt ég hefði lofað einhverju upp í ermina. Barn hér og barn þar. Því eru allir að ofsækja mig? Af hverju fæ ég aldrei að vera í friði? Ég má ekki sofa í friði, þá kemur ritstjórinn heim til mín með derring og spyr, hvort hann eigi að hjálpa mér í fötin úr Karnabæ. Ég má ekki vaka í friði heldur, þá þarf ég að gera þetta og gera hitt og fæ samt tómar skammir fyrir. Svo er það húseigandinn og stelpurnar. Ég er orðinn hundleiður á þessu þrasi. Ef menn fara ekki að sjá að sér og láta mig í friði, þá segi ég mig bara úr þessu déskotans samfélagi og fer að lifa á tímaritinu. Þá kemur nú betri tíð með blóm í haga. 7

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.