Spegillinn - 31.12.1970, Blaðsíða 13
Kristján Albertsson:
Noregur verst,
verjum ísland
Þvi gróðapúkahyski sem aö
myndinni stendur hefur hug-
1?3
vj
Hin eitrað'a men.gun af er-
lendum toga sem nú herjar á
ísland hlýtur að breyta okkur
í aðra þjóð, ef við ekki veit-
um viðnám — í verri og
vesælli þjóð, lítilmótlegri og
spilltari. Meginhvatar þeirrar
helvízku þróunar (svo notuð
séu snilliyrði Helga Péturss)
eru, auk eiginlegra eiturlyfja,
en í ætt við þau, viðbjóðsleg
dægurtónlist, kvikindislegar
bókmenntir eftir fyrirmynd-
um erlends plebba-skáldskap
ar, innfluttningur klámmynda
og klámbóka, en þó öllu öðru
framar sorpmyndir kvik-
myndahúsanna.
Ekkert er torskildara í sam
tíð okkar en að skepnulegt
blygðunarleysi í kynferðisefn
um skuli hvergi eiga hægara
um vik að vaða uppi en hjá
tveim af frábærustu menning
arþjóðum heims, Svíum og
Dönum.
Ótal skítapeyjar með glæpa
manns innræti þutu upp til
handa og fóta við að skipu-
leggja risavaxinn klámiðnað.
Svo að segja á svipstundu var
hin fagra, indæla borg Kaup-
mannahöfn orðin að andstyggi
legasta klámmyndabæli sem
til hefur orðið. Síðan héldu
þorpararnir, og auglýstu um
allar jarðir, fyrstu sýnihgu á
þessum ófögnuði. Nágranna-
lönd urðu að herða á toll-
gæzlu til að verjast óþverran
um.
Nú hefur Hafnarbíó hafið sýn
ingar á sænskri „h'ispura-
lausri,, ,,fræðslumynd“ um
kynferðismál, sem nefnist
Táknmál ástarinnar (Karlek-
ens sprák), og fullyrt í aug
lýsingum að hún sé sýnd við
metaðsókn víðsvegar um
heim. Mér þótti réttara að
sjá að þessu sinrui með eigin
augum, hverju væri haldið að
íslenzkri æsku sem heppilegri
fræðslu í þessum efnum.
í stytztu máli er af mynd-
inni að segja, að óhugsandi er
að jafnvel í Svíþjóð og Dan-
mörku hafi nokkru sinni sézt
á filmtjaldi viðlíka andstyggð.
kvæmzt það sniðuga bragð,
að gera hana að „fræðslu-
mynd“, þá yrði hún hugsan-
lega lgyfð frá 12 ára aldri —
En „fræðslumynd" verður
sorpfilman með því móti að
tvær mannverur af hvoru
kynd eru látnar sitja í hægind
um og ræða kynferðismál,
Þær ræða um nauðsyn
á „fræðslu" og „frjálsræði“,
og öllum hugsanlegum ráðum
til holdlegrar æsingar og fjöl
breytilegrar kynlífstækni, en
milli samtalsþáttanna skella
svo á dæmisögur úr lífinu:
allsnakið fólk að eðla sig með
öllu hugsanlegu móti, og ekki
sízt dvalið við ýmiss konar
óeðli, eða perversitet.
Það er í rauninni ekki hægt
að skrifa um svona mynd,
ekki svo að lesandi fái nokkra
hugmynd um allan þann ó-
geðslega óhroða og alla þá vit
brjálun, sem hér er á ferð-
inni. (Kunningi minn, sem
með mér var, fór í hléinu, gat
ekki hugsað sér að horfa á
meira). En það má heimta að
ég tali skýrar, vegna þess hve
áfellisdómur minn er harður.
Eitt dæmi verður aö nægja.
Vitsmunaverurnar fjórar eru
prýðilega sammála um, að
kyiiferðileg sjálfsfróun (on-
aní) sé meðmælaverð, „góð
og holl æfing“, eins og segir í
íslenzkum texta myndarinnar.
sýnd er nakin kona við þessa
meðmælaverðu æfingu, frá
byrjun og þangað til hún hef
ur lokið sér af.
Það er allt annað en
skemmtilegt að þurfa að tala
um svona kvikmynd. En ég
lít svo á að sýning hennar, og
annarra slíkra mynda, sé sví
virðilegt tilræði gegn islenzku
þjóðarheilbrigði og íslenzkri
siðmenningu, og bein ættjarð-
arsvik. Ef ég þegði, og allir
aðrir, myndi mér alla ævi
finnast ég hafa gerzt samsek-
ur ættjarðarsvikurum, með
því að láta undir höfuð leggj
ast að kæra glæpi þeirra.
I einum kalla henn.ar er
vesalings sænska kennslukon
an að fræða, að því er virðist
12—13 ára stúlknabekk um
getnaðarvarnir, — nei, kenna
þeim slíkar varnir, með nauð
synlegum kennslutækjum.
Það eru mjög fallegar og
mjög sakleysilegar telpur
sem horfa feimnar og furðu
lostnar á kennslukonuna,
skilja ekki hvernig hún get-
ur fengið þetta af sér — þær
eru börn. Eða meinar hún að
nú sé .tími til kominn að þær
. . . ?
Á að leyfast að þessi
„fræðslufilma" læði sama
grun inn hjá íslenzkum böm
um? Eftir síðustu blaðafrétt
um að dæma virðist sem
strákar, gjörspilltir af ame-
rískum glæpafilmum og
dönskum og sænekum klám-
filmum, þurfi enn að beita
valdi til að koma fram
vilja sínum við 12 ára telp-
ur, og allt í óvissu um
hvort takist. En hvað verður
ef kynslóð af kynslóð á eftir
að komast á legg við uppeldia
áhrif blygðunarlausra klám-
filma — og i þokkabót eggj-
an nautheimskra félagstræð-
inga, kennslukvenna og lækna
um kynlífi frá blautu barns-
beini, og með öllu hugsanlegu
móti?
— Ef ákvæði gildandi laga
um bann gegn mannispillandi
klámi hafa yfirleitt nokkra
merkingu, þá getur ekki leik-
ið á tveim tungum, að yfir-
völdum er skylt að banna
mynd Hafnarbíós, sem geingur
undir hinu ósanna, lævísa
nafni Táknmál ástarinnar.
Norðmenn vita, eins og
raunar allur heimur, hvernig
ævinlega hefur farið fyrir
þjóðum sem létu nautnsýki og
spillingu magnast og merg-
sjúga kynið.
Þeir vilja halda áfram að
vera sterk og heilbrigð þjóð.
Þeir verja Noreg.
Við eigum að fara að for-
dæmi þeirra — og vet'ja ís-
land.