Spegillinn - 31.12.1970, Blaðsíða 24
SAL FELLDI SÍN ÞÚSUND
HAFSTEINN FELLDI SÍN
Guð hefur gefið okkur góða
leiðtoga, líkt og hann gaf
ísrael forðum. — Hafsteinn
ræðst nú til atlögu við sinn
Golíat og er víst engu betur
vopnaður en Davíð á sínum
tíma.
Mikil er stærð þessa ógur-
lega risa. Spekingar okkar
hafa setið uppi nætur og
daga og reiknað út vöxt
hans og allan hag og virð-
ist hann með ólíkindum.
Þessi digra skepna hefur
ævinlega tútnað út i öfugu
hlutfalli við þá, sem hann
afétur. Það er víst honum að
kenna, hversu mikið hverf-
ur af brauði fátæka manns-
ins. Hann hefurdrýgt hroða-
legar syndir.
Landsfeðurnir hafa raunar
hvíslað því í eyrun, að þessi
skratti væri allra versti ó-
vinur þjóðarinnar. Og líka
kannski hennar eini óvin-
ur ásamt með Kínamönnum.
Og landsfeðurnir benda okk-
ur oft á hann, þegar við
erum óþæg. Þá grettir hann
sig, helvízkur. Börn hræðast
hann meira en nokkra grýlu.
Óþægir strákar verða eins og
lúpur, þegar þeir eru minnt-
ir á hann. Hann er undirrót
allrar okkar ógæfu. — Og
nú á að stúta honum. Lof
sé Gylfa, lof sé Hafsteini og
Mánga.
Það vill til, að við eigum á
hverjum tíma baráttumenn,
sem henda steinum í götu
þessa risa og hefta för hans.
— Fyrir það hefur þjóðin
aldrei verið nógsamlega
þakklát. — En svo kemur
líka þetta óeðli upp hjá sum-
um, sem ekkert geta, að þeir
byrja að tína steinana úr
vegi risans og greiða götu
hans á allan hátt. — Auð-
vitað reyna þessi dusilmenni
að tefja Hafstein, sem nú
heldur af stað með sínar
sjö völur í mal til þess að
slöngva í ófétið. — Þurfa þá
TIUÞUSUND
ekki þessir eymingjar að fara
að kveina og emja eins og
kennslukonur, — af tómri
öfund náttúrlega. Allir vilja
þeir fá að leika hlutverk
hjarðsveinsins. Svona endur-
tekur sagan sig. Hetjur eign-
ast ævinlega óvildarmenn,
jafnvel meðal sinna eigin
bræðra. Svo var um Davíð,
svo er um Hafstein — og þá
Gylfa báða.
Þjóðin hefur fært þessari
verðbólgnu ófreskju marga
fórn gegnum árin. Hún hef-
ur reist henni viðreisn, kast-
að í hana krónum sínum og
fengið aðrar miklu minni
aftur. Hún hefur fórnað
henni mörgu sínu dýrasta
hnossi. Hvað stoðar að fórna
víni fyrir mjólk? Magnús
minn, það er eins og að
kasta krækiberi í helvíti. —
Þessar eilífu brennivíns-
hækkanir gætu líka leitt til
þess, að berserkirnir hættu
að drekka. — Hvar yrðum
við þá stödd ?
Nú verðum við, bræður, að
létta á okkar mal á undan-
haldinu. Hreyta einhverju í
hann helvízkan, svo að hann
staldri við á hraðferð sinni
og mauli í sig. Búum vel að
honum í vetur, bræður, svo
að hann verði birgur til vors.
Þetta ætti að takast með elju
og sparsemi. Við höfum nú
haft það gott núna svo lengi.
Allt þetta Mallorkurennerí,
mest fyrir ekki neitt hjá
honum Guðna, álgróðinn og
Slagurinn við
verðbólgurisann
Golíat
lf 4/
57;;« r-iil'vf
; 'o
aflasældin. Okkur ætti ekki
að verða skotaskuld úr því
að fórna einhverju smáræði.
Við verðum, bræður, að
fylkja liði móti þessum eina
óvini og sigrast á honum, ef
við eigum að halda sjálf-
stæði okkar og frelsi. Raun-
ar uggir okkur, að þegar
þeir fylkja liði, Gylfi og
Hafsteinn, að þá muni ýmsir
okkar manna villast yfir í
búðir filistanna og snúast
gegn okkur. Eða eru þar
nokkrir Hannibalar og Birn-
ir — ellegar jafnvel Ebbar,
Lúllar og þeirra nótar heimt-
andi blóð og vísitölu.
En við munum sigra, bræð-
ur. Við munum halda sigur-
hátíð með þeim Hafsteini í
vor. Þá munu konurnar
syngja á götunum og dansa
líkt og ísraelsmenn forðum:
Davíð felldi sín tíu þúsund
og Hafsteinn sín tíu þúsund.
— Vonandi gægist Golíat þá
ekki afturgenginn á glugg
og grettir sig.
24