Spegillinn - 31.12.1970, Blaðsíða 30
FÆÐINGADEILD
FÁTÆKRAR ÞJÓÐAR
Hvað er þetta kvenfólk að kvarta?
Veit það ekki, að í undirbúningi er,
meira að segja í hraðundirbúningi, ný
tegund fæðingardeildar? Sú deild á að
vera svo hraðvirk, að ekki eiga að líða
nema 15 mínútur, frá því að komið er
með kvenmann til afgreiðslu og þar til
hún heldur á fullburða barni sínu.
Eruð þið hissa á þessum hraða? Þið
verðið það ekki, þegar við höfum lýst
þessu snjalla fyrirtæki.
Síðan sögur hófust, hafa ýmis ráð verið
notuð til að flýta fæðingu. Hægt er að
setja kvenmanninn á hestvagn eða í
fjaðralausan bíl og velja síðan þann
holóttasta- og hroðalegasta veg, sem
fyrirfinnst í öllum Kópavogi, aka síð-
an nokkrum sinnum fram og til baka
hraðar og hraðar, og þá líður aldrei á
löngu, þar til jóðsóttin elnar.
Með þessa einföldu aðferð í huga, jafn-
framt því sem tekið er tillit til hins
hörmulega fjárhagsástands þeirra, er sjá
eiga kvenfólki okkar fyrir fæðinga-
deildum, þá kom þessi bráðsnjalla
lausn í góðar þarfir.
Munið þið eftir Tívolí ? Jæja, gerið þið
það. Þá ættuð þið líka að vita, að þessi
tæki, sem þar voru, hafa verið keypt
og kaupandinn er Fæðingardeild
Landsspítalans.
Aðferðin er þessi:
1. Komið er með konuna í vælandi
sjúkrabifreið.
2. Konan er tekin og látin í ra'iettu-
brautina (10 hringir).
3. Konan er studd yfir í parísarhjólið
(5 hringir).
4. Konan er studd skjálfandi í rúsí-
banann (1 umferð). Hafi jóðsótt eigi
hafizt, þá:
5. Tekinn er einn umgangur í áttfótn-
ungnum (8 hringir).
6. Farið aftur í rakettubrautina (20
hringir).
7. Konan er látin róa hjólabáti á sér-
stakri tjörn (10 mín.).
8. Teknir eru 10 hringir í skjálfta-
hringekjunni.
Nú á að vera öruggt, að jóðsótt hafi
hafizt. Eftir þetta er hin væntanlega
móðir látin á færiband, er hefst í and-
dyri deildarinnar. Færibandið er tengt
við öflugan víbrator, svo að engin hætta
sé á, að jóðsótt falli niður.
Eftir því sem færibandið gengur lengra
inn eftir göngum deildarinnar, því
ákafar skelfur færibandið. Á hinum
ýmsu fæðingarstöðvum (herbergjum)
er þrautþjálfað hjúkralið til taks og
annast sín störf með mikilli prýði.
Við hinn enda færibandsins bíður síðan
leigubifreið, er flytur þá kvenmenn aft-
ur heim til sín, er þolað hafa þessa með-
ferð, enda verður að telja vafasamt, að
slíkar konur hafi yfirleitt verið þung-
aðar.
Með þessari aðferð þarf ekki að stækka
fæðingadeildina. Hún ætti að geta dug-
að i önnur 30 ár til viðbótar.
Hverjum datt þetta í hug?
Auðvitað múrara.
■; (_(úr ^sntDflVVA
Blaðið hefur engan frið haft fyrir
nöldri kvenna um, að aldrei birtist
kvennaþáttur í blaðinu. Við höfum því
ákveðið að venja þær af þessu nöldri í
eitt skipti fyrir öll, og því birtist:
Jólabakstur Spegilsins
- EKTASANDKAKA —
20 kíló af sandi
13 lítrar af smurolíu
2 kíló af dýnamíti
7,5 kíló af sagi
2 vanilludropar
Sandurinn er sigtaður vel og þurrkað-
ur við vægan hita í nákvæmlega 10
mínútur. Áríðandi er, að smurnings-
olían sé gömul og óhrein og að henni
sé bætt út í sandinn vandvirknislega.
Verði blandan dökk á litinn, er það ekki
nema eðlilegt (Við hverju bjóstu?).
Saginu verður að strá gætilega í smá-
skömmtum yfir hina girnilegu blöndu,
og nú er gott að standast þá freistingu
að háma þetta í sig. Aðalatriðið er svo
auðvitað dýnamitið, — það gefur kraft-
inn. Þessa blöndu á auðvitað ekki að
baka, heldur að henda henni. Þetta er
nefnilega óætt, nema notaðar séu rúsín-
ur.
30