Spegillinn - 15.12.1971, Blaðsíða 12

Spegillinn - 15.12.1971, Blaðsíða 12
 til að svara loðið, og vera laus við Batta. Annars skil ég ekki þessa breyt- ingu, sem varð á mér í sumar, sérstak- lega eftir að helvítis Herforingjaráðið kom til sögunnar. Ég var ekki svona. Mér er sérstaklega minnisstæð hin röggsamlega og ákveðna afstaða mín gagnvart viðskiptamönnum Samvinnu- bankans og mér er þá að sjálfsögðu efst í huga viðskipti mín við Rúnka greyið í Malbikun og Guðbjart Páls- son, hinn þolinmóða fylginaut minn, heiðarlegan og launafrekan. Annars sný ég ekki aftur með það, að Runólf- ur var helvítis ósku duglegur strákur, t.d. hvernig hann brunaði um landið þvert og endilangt og alltaf í tal- stöðvarsambandi við vinnuskúrinn sinn. Hvar skyldi Rúnki annars vera? Einhver sagði, að hann hefði orðið að fara til Suður-Afríku. Þangað þyrfti ég að fara og líta á friðarmálin. Þar gæti ég örugglega látið eitthvað að mér kveða. Jæja ekki fékk ég að vera lengi í friði fyrir karlinum honum Ólafi, skyldi hann nú ætla að láta mig taka vítamínsprautu rétt einu sinni. Undar- Ieg þessi afskipti hans af okkur Hall- dóri, þetta skyldi þó ekki vera Bacter- íum JáNeiis, sem hann er að sprauta í okkur. Ég veit, að hann er orðinn þessu svo ansi háður sjálfur. Ólijó fullyrðir, að við fáum hið reisnarlega og hofmannlega yfirbragð hans, ef við tökum þessar sprautur. Það komi sér sérstaklega vel í sjónvarpsupptökum. 12 ,,Þrífóíurinn“

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.