Spegillinn - 15.12.1971, Blaðsíða 26

Spegillinn - 15.12.1971, Blaðsíða 26
Úr gömlum Spegli: Tvennir tímar Nú eru vígin hans Tryggva míns töpuð, í tanngörðum Hriflunga voðaleg skörð. Jónasar stjarna af himninum hröpuð, Hrifla ‘ekkert skárri en hver önnur jörð. Engan Vermouth og Doggbranda dreymir, menn drekka ‘ekki lengur að templara sið. Kraumgóður landinn um kverkarnar streymir og kallana hressir, þó Blöndal sé við. Á meðan að dagur að dökkvanum rennur og Daníel ríður af lífi og sál, verða þcer heimsfrcegar Saurbœjar sennur og sopin að eilífu Höskuldar skál. Nú fcer víst enginn hjá Útvarpi' að skrifa allskonar ferðalög konfekt og dót. Jónas minn Þorbergsson, þungt er að lifa; um þesskonar Dalamenn vissu‘ ekki hót. Þrátt fyrir góðœri, og guðsorðalestra grammófónmúsík og rafurmagnsljós, eru þó rotturnar ráðandi í Vestra, en Rúnki í Mýrinni hœttur til sjós. Já - rotturnar vita, hvað hámenning heitir, nú hafa þœr Vestra til snattferðalags. Rotturnar landföstu lœðast um sveitir, lceðast og smala til kosningadags. Þó jeg hjer mörgu og misjöfnu sleppi, minnist jeg hnugginn á atvikið það, þegar þeir hvíuðu Helga á Kleppi og hnuðluðu doktor í Lárusar stað. Þarna var járnkalt að Jónasi vegið og Jónas er lamaður -því er nú ver. Heyrst hefur ekki' að hann hafi þó legið, og helvítis furða hvað maðurinn er. Bolsar og Nasistar storma nú strœti og stassanisera hvert einasta torg. Jeg kýs mjer Friðsemd og forðast öll lœti, og flý eins og Möller til kappans á Borg. Áður, þá Fjallkonan fór hjer með völdin, fullvel á stundum í kolunum brann. Nú er það White Star, sem vefur á kvöldin voðfelldu skinni um konu og mann. Þeir hœstu sjer margskonar meiningar temja um menningarskortinn og framfarastand. Við Norðmenn og allskonar illþýði semja til ágcetis fyrir vort þrautpínda land. Ólar og Jónar nú ágœtið frömdu, eiga því sjálfsagt í hyggindum met. Áður fyrr kvinnur í síldinni sömdu við sjóara norska um gcerur og ket. Fyrri á tíð þóttu Frónbúar skástir og föðmuðu kvenfólkið drjúgum að sjer, nú bíða konur með óhemju ástir ítalskra flugmanna ‘á ströndinni hjer. Allt er hjer nýtt og með nýtízku bragði, nýmóðins kreppa til sjávar og lands. Jeg held jeg kysi' eins og Sigríður sagði: ,,Símon minn gamla og aðferðir hans“. (Júlí 1933) 26

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.