Spegillinn - 15.12.1971, Blaðsíða 15
Kveðja til M. J.
Mestur allra
þjóðarsómi
Matthías stýrir Morgunblaði,
mun það gott í alla staði -,
mönnum sé það minnisstœtt:
Landsmál eru laus í reipum,
lýðveldið í heljargreipum,
sigurmerkið sundurtœtt.
Matthías er svo ,,mikill andi“,
mestur einn á voru landi,
eins og hann á œttir til.
Honum er það heilög skylda,
hugarfarið sitt að milda,
þegar kalinn þráir yl.
Matthías þykir myndarlegur,
mun hans ennþá greiðast vegur,
frómt er horfir fram á leið.
Ekki þarf hann eymd að kvíða -,
orðrómurinn flýgur víða
um hans glæsta œviskeið.
Matthías reynist mörgum góður,
margra styrkir andans gróður,
án þess nokkurn undri slíkt.
Hugsjúkum oft hollráð gefur -,
hann er enginn klœkjarefur,
œttarmótið er svo ríkt.
Matthías er að mínum dómi
mestur allra þjóðarsómi,
œttjörðin sem á í dag.
Stœði hann við stjórnartauminn,
styrkjast mundi trú á drauminn
um að bœta allra hag.
Matthías viróist maður Ijúfur -,
mörgum finnst hann nokkuð hrjúfur,
Undir niðri ylur býr.
Óska vil ég alla daga,
að hans verði lífsins saga
eins og fagurt œvintýr.