Spegillinn - 15.12.1971, Blaðsíða 7

Spegillinn - 15.12.1971, Blaðsíða 7
SMÁAUGLÝSINGAR Munið víxladag Bústaðakirkju. Sr. Ólafur Skúlason. Þetta er ljóta puðið, maður. Ólíó forsætiss. -Við skákum Strandhóteli, þegar við opnum Grandhótel í Laugar- ásnum. Kleppur. Morgunblaðið vill ráða aðstoð- armann við bókmenntakennslu í Háskólanum. Þarf að geta af- greitt í fatahengi. Árvakur. Þeir þekkjast, sem drekka kræki- berjalíkjörinn. Jón í Ríkinu. Ráðgert er, að Félag íslenzkra bifreiðaeigenda verði nú senn raunverulegt félag bifreiðaeig- enda. Ný stjórn FÍB. Takið mátulega mikið mark á ofangreindu. Hagtryggingarfeðgar. Framsóknarmenn yfir þrítugt eru verstu bolar og illmenni, sem við þekkjum. Fráfarandi fuffarar. Lúsin hefur haldið innreið sína í æðri skóla. Lýkur brátt magi- stersprófi. Borgarlæknir. Áfram íslendingar gegn kyn- þáttamisrétti. Burt með svert- ingja af Vellinum. Segi drykkjusögur af Agli sterka og Hattímasi í næsta fyrirlestri mínum. Hagalín. Munið, að víxlar yðar falla á vígsludaginn. Sr. Ólafur Skúlason. Höfundur hægri-umferðar frí- merkisins er beðinn að hafa sam- band við ÁTVR vegna fyrir- hugaðra miða á krækiberjalíkjör. Jón í Rikinu. Kennslubók í lestri óskast handa Birni Jónssyni. Ólíó forsætiss. Rússar nir eru að koma. Jóhann. Það er alrangt, að við séum að stofna tryggingafélag til að ná aurum okkar af Sunnlendingum. Við ætlum að setja félagið á hausinn og reka það síðan fyrir sunnlenzkt ríkisfé. Akureyringar. Leitum Hannibals. Lág fundar- laun í boði. Ríkisstjórnin. Benzinn minn er fallegri en benz- inn þinn, Magnús minn. Magnús. Húsfélagið fellst á að sleppa fjármálaráðherra við að sjá um öskutunnurnar í næstu viku. Húsfélagið Safamýri 46. Ég hef aldrei sagt það, sem ég hef sagt. Einar Ágústsson, Ég meinti að minnsta kosti það, sem ég meinti ekki. Sami. Enginn maður frýr þér einfeldni né ólæsi, Einar minn. Lúðvík. Alþýða manna er beðin um að hafa samúð með okkur. T ry ggingafélögin. Smáfiskar eru beðnir að hafa samúð með okkur. Hákarlarnir. Mikil lifandis ósköp er mikið til af vondum mönnum í Fram- sóknarflokknum. Jónatan Þórmundsson. Ríkisstjórninni er vinsamlega bent á, að þeir sletta skyrinu, sem eiga það. Látið okkar skyr í friði. Seðlabankinn. Jæja eða neia, sagði Ólíó, þegar hann vaknaði. Jón i Brokey. Enginn leggur sig niður við að henda steinum í þá, sem í gler- húsum búa. Höfum við ákveðið væntanlegar byggingafram- kvæmdir í trausti þess. S.V.R. og bræðurnir. Hver er sinnar gæfu smiður, því miður. Afréttarinn. Kennslubók í Iestri óskast handa Einari Ágústssyni. Lúðvík. Safnritið: „Hinar ýmsu túlkan- ir á stjórnarsáttmálanum“, kem- ur senn út í 12 bindum. Ríkisstjórnin. Það tilkynnist hér með, að verð- bólgan hefur verið stöðvuð, og verður hér eftir ekki tekið mark á öðru. Ólíó. Jólavíxlabeiðendum er bent á að tala við ríkisstjómina, spariskír- teinadeild. Bankarnir. Den tid, den sorg. Útlát og Óli. Hæ, tröllum á meðan við tórum. Sömu. Lifi rikisstjómin. Spegillinn. Tíminn.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.