Spegillinn - 15.12.1971, Blaðsíða 6

Spegillinn - 15.12.1971, Blaðsíða 6
Úr gömlum Spegli: VOR Nú finn ég vorsins yl í anda. Ennþá mjólkar gamla Branda. - Brandur sér um sína menn. - Vetrar hverfa vondar skemmdir. - Verðlags- mjólkur- sátta- nefndir - hanga sízt til sóma - enn. Bjart svo langt sem augað eygir. Alt er rétt sem Vísir segir - um eitrað mjöl við Eyjafjörð. - Skafnings lýkur skœðri sennu. Af skíðum dettur Helgi í Brennu. - íllt er að fást við auða jörð. - Sólin himinhvolfin gyllir. Hambro vora sjóði fyllir. - Eysteinn, skyldi' hann þekkjaþig ? Svanir hátt með fjöllum fara. Jeg fœ hjá Zimsen korktrekkjara, - töppunum þykir þröngt um sig. - Sœr og jörðin sofna í kossi. Sigurjön á Alafossi selur mönnum sól og bað. - Fram til dala daggir glitra. Hjá Daníeli hrossin titra - af því þau vilja ólm af stað. - Vekjaraklukkur vorsins hringja. Vilmundur kann ekki að syngja, - yfir því grcetur engin sál. - Kvakar fugl við kyrrlátt sefið. Kristín Hagbarð, gefðu í nefið, - cetli það sje ekki oröið mál ? Grcenkar hlíð og gil og hjallinn. Góðtemplarar stinga út hnallinn. - Hjá Ham esi er alltaf ös - Við fiskinn vinnur fólk á mölum, en flestir vinna í einkasölum. - Siggi er enn þá seriös. - Börð og hagar baða' í rósum. Beljum hleypt úr öllum fjósum. - Rauðka er úti, minnir mig. - Þúsund skepnur þúfur kroppa. Þinggemsarnir kátir hoppa, - nagar hver fyrir sjálfan sig. - Far vel þú gamli grái vetur. Hvor Gunnan skyldi reynast betur - Norðan-Gunna ‘ eða Gunnan hér ? Afbragðs konsúll er Þormóður, Ástvaldur er líka góður. - Síld og trúboð, - sama er mjer! Þá ncetur dvína' og daga lengir, daprast vilja sumir strengir, - syndin spilar öllum í. - Með nautnir hverfur nóttin svarta, en Nína, þú átt viðkvœmt hjarta, - ogfinnur mig jafnt fyrir því. - (Apríl 1935)

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.