Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Side 4

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Side 4
2 STtJDENTABLAÐ 1928 Geir T. Zoéga rektor. Á þessu ári hafa margir mætir menn hnig- ið í valinn, meðal þeirra rektorar æðstu mentastofnana vorra báðir, þeir Haraldur próf. Níelsson og Geir T. Zoéga. Geir T. Zoéga rektor, er andaðist 15. apríl. síðastl., mun vafalaust standa lengst fyrir hugskotssj ónum okkar lærisveina hans aí öllum kennurum okkar í skóla, ekki einasta sökum þess, að hann var rektor skólans, heldur og sökum mannkosta hans, en þar gætti mest mannúðar og mildi. Sem kennari var Geir r'ektor bæði ná- kvæmur og skýr, sjerstaklega að því er snerti málfræði og framburð tungumála. Auk kenslustarfa gegndi hann miklu og mikilvægu orðabókarstarfi og var með fremstu forystumönnum vorum á því sviði. Geir rektor var lengur kennari en flestir aðrir núlifandi íslendingar. Lærisveinar hans skifta hundruðum. Minningin um hinn aldur- hnigna rektor mun lifa lengi með þjóð vorrí, því það er ekki lítið æfistarf, að hafa haft áhrif á hugi mentamanna þjóðarinnar um nærfelt tveggja mannsaldra skeið. Norrænt stúdentamót. hjer á landi 1930. í dag fara íslensku stúdentamir utan, þeir sem ætla að sækja norræna stúdentamótið í Stokkhólmi, er byrjar 1. n. m. Það hlýtur að rifjast upp fyrir þeim stúd- entum, sem heima sitja, er þeir sjá fulltrúa sína fara til mótsins, að á undanfömum ár- um hefur hvað eftir annað verið um það talað, að þriðja norræna stúdentamótið verði haldið hjer á landi og þá helst árið 1930. 1 vetur hefur þessu máli enn verið hreyft, m. a. á fundi í „Stúdentafjelagi Reykjavík- ur“ og var þá skipuð nefnd til þess, að at- huga möguleikana fyrir því, hvort mótið yrði haldið. Er óhætt að segja, að áhuginn fyrir þessu máli sje að smáglæðast meðal stúdenta og innan stúdentafjelaganna. En það nægir ekki að einstaka menn ben þetta mál fyrir brjósti, og það nægir ekki, að eitt fjelag beiti sjer fyrir mótinu — allir íslenskir stúdentar og öll íslensk stúdenta- fjelög verða að vera samhuga í þessu máli Eitt fjelag getur þó vel tekið forystuna, til þess að koma samvinnunni á laggimar, og væri þess þá vænta, að elsta stúdentafjelag landsins beitti sjer fyrir því. Rjetta aðferðin til þess að hrinda málinu í framkvæmd, er því sú, að stúdentafjelögin (Stúdentafjelag Reykjavíkur, Stúdentafje- lag Iláskólans, Stúdentaráðið, Stúdentafje- lag Akureyrar og Fjelag ísl. stúdenta í Ilöfn) myndi með sjer samband eða banda- lag og síðan komi tillögur um mótið, fjár- hagsáætlanir og styrkumsóknir frá sjálfri stjórn sambandsins eða nefnd, sem sje þar til skipuð. Ef allir stúdentar eru samtaka um þetta mál, þá verður öllum örðugleikum rutt úr vegi. Og það verður að hefjast handa þegar í stað. Á næsta hausti verður „Samband ís- lenskra stúdentaf j elaga“ að vera myndað. L. S. o

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.