Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Qupperneq 10

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Qupperneq 10
8 STÚDENTABLAÐ 1928 Síúdentagarðurinn. í haust eru 6 ár liðin síðan fyrst hófst fjársöfnun til þess að koma upp Stúdenta- garði í Reykjavík. Hefir verið starfað.ó- sieitilega að framgangi málsins síðan, og er nú loksins svo langt komið, að byrjað verður á byggingu garðsins í sumar að öllu forfallalausu. Hefst þá nýr kafli í sögu Carðsins og þykir því rétt að líta snöggvast yfir það, sem liðið er. Menn fundu fljótlega til þess eftir stofnun Háskólans 1911 og þó einkum eftir það er vér höfðum afsalað oss réttindum stúdenta til Garðsvistar við há- skólann í Kaupmannahöfn 1918, að eigi mátti það lengi dragast, að hér kæmi upp stúdentagarður, sem bæði gæti verið heim- ili fyrir stúdentana sjálfa og eigi síður eins- konar skjólgarður fyrir þann litla vísi til fé- lagslífs stúdenta, sem að vísu var til og lifði, en átti sér litla viðreisnarvon ef ekki breyttust kjör stúdenta sjálfra til batnaðar. Það verður nú með sanni sagt að baráttan i'yrir stúdentagarðsmálinu hafi flestu frem- ur vakið stúdenta til þess að vinna saman og verið þungamiðjan í öllum félagsfram- Kvæmdum þeirra á síðari árum. Ilitt er jafn- víst að garðurinn sjálfur verður miðstöð ís- lensks stúdentalífs á ókomnum tímum og eitt traustasta vígi þjóðmenningar vorrar. Þetta hefir mikill fjöldi landsmanna séð og játað og sýnt það drengilega í verki að þeim var þetta alvara, og að þeim stóð ekki á sama hvernig um garðinn færi. Það eru engar ýkj- ur, ]?ótt sagt sé að Stúdentagarðurinn sé vinsælasta og alþjóðlegasta fyrirtæki, sem stofnað hefir verið til hér á landi síðan Eim- skipafélag Islands hófst. Haustið 1922 tók Stúdentaráðið að sér stúdentagarðsmálið; hafði það þá legið í dái í 5 ár. Með bréfi lögreglustjóra dags. 30. nóv. 1922 veitti landsstjómin leyfi til út- gáfu 100,000 happdrættisseðla. Var þá stofn- að til happdrættisins. Seðlasala og almenn

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.