Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Blaðsíða 3

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Blaðsíða 3
Blaðið og áhugamál stúdenta. 1 rauninni ætti það að vera óþarfi að skrifa þessar línur, svo sjálfsögð eru atriði þau, sem þær fjalla um. En fram hjá því verður eigi komist, að misskilningur, ef ekki verra, hefur komist inn hjá sumum mönnum, jafn- vel innan vjebanda stúdenta sjálfra, um blað þetta, tilgang þess og viðhorf gagnvart stúdentaheiminum. Meinlaus er sá misskilningur, sem lýsti sjer nýlega í greinarkorni í blaði einu hjer í bæ, þar sem Stúdentablaðsins var að nokkru getið. Hið sorglegasta við þann mis- skiining er, að öll líkindi eru til þess, að höf. sje sjálfur stúdent og gamall starfsmaður í „víngarðinum“, því er honum minni vorkun en öðrum, að rita sannar og dæma rjettar. Svo gripið sje á kýlinu, þá efast þessi háttv. (og mikilsverði höf., þó svona hafi nú til- tekist í þetta skifti) um það, hvort blaði voru sje haldandi úti sem mánaðarblaði. Honum og öðrum er auðvitað guð-velkom- ið að efast. Reynslan ein fær úr því skorið hvort blaðið getur borið sig fjárhagslega. Ef einhver hefur löngun til þess að ræða það atriði fram og aftur, þá skal honum það heimilt vera, en fetinu framar er óholt að fara, því byggi hann efasemdir sínar á því, að á h u g a m á 1 stúdenta sj eu annaðhvort svo fánýt eða svo einhliða og fá, að þau nægi ekki til þess að blása lífinu í mánaðar- blað, þá rekur hann sig á reynslu, sem þeg- av er fengin. Áhugamál stúdenta á síðastliðnum árum hafa verið mörg og margvísleg. Höf. um- rædds greinarstúfs telur upp ýms áhugamál, sem upp hafa komið meðal stúdenta og sem hann telur fjelagslífi þeirra til lofs. Honum virðist þó ekki hafa dottið í hug, að einmitt í blaði, sem kæmi út að m. k. einu sinni í mánuði, fá stúdentar betra tækifæri en á nokkurn annan hátt til þess að koma fram með og ræða áhugamál sín. Það er þá rjett að taka það frarn: að ” Stúdentablaðið er vett- vangu’r allra áhuga- og hug- sjónamála stúdenta. Þannig er til blaðsins stofnað, uppfylli það eigi þetta skil- yrði þá hættir það af sjálfu sjer að vera stúdentablað. Miklu hættulegra en veigalítill misskiln- ingur eða misgáningur er það blaðinu, og raunar öllu fjelagslífi stúdenta, ef þeir bera eigi giftu til þess að vera samtaka um fram- kvæmdir áhugamála sinna, því andvanafædd áhugamál eru öllum til tjóns og ama. En vjer heitum á alla góða menn máli voru til stuðnings: að gera Stúdentablaðið að sannarlegum vettvangi skoðana, áhuga- og hugsjónamála stúdenta. Ef þetta tækist, fyrir atbeina allra stúd- enta, hvaða skoðun eða stefnu, sem þeir að- hyllast, þá myndi blaðið ekki einasta verða þeim sjálfum til gagns og ánægju, heldur myndi það og á margvíslegan hátt geta haft áhrif út á við. Þess er a. m. k. að vænta, að stúdentar verði nú sem fyr tillögugóðir um merk þjóðmál og ekki ljelegri til fylgis en aðrir menn.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.