Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Blaðsíða 6

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Blaðsíða 6
4 STÚ D ENTABLAÐ 1928 Faust: í fyrstu ofsareiður, en sefast og segir við sjálfan sig: Hér engra særa neyttu, mundu það. Áhyggja: Þótt mig næmi ekkert eyra, óp mitt skyldi í brjósti heyra. Enginn veit, í hvaða ham hermdarvald mitt kemur fram. Jafnt um höf sem velli víða veld eg mönnum eilífs kvíða. Ávalt fundin, aldrei þráð, óbæn hrjáð og smjaðri dáð. Hvort mætti Áhyggja aldrei þér? Faust: Ég æ um heiminn flýtti mér. Ég henti á sporði hverja nautnargleði, lét hjá það fara, er nægði ei geði og eiga sig, hvað undan slapp. Ég gerði ei nema óska og framkvæmd fá og fyllast þrá að nýju; lífsbraut á svo fram ég geysti, fyrst með afli og valdi, nú fara vizka og gætni að koma að haldi. Um þenna heim mér hlítir þekking mín, en hinumegin alt er dulið sýn; sá fávís er, sem þangað beint vill blína og bak við skýin dreymir líka sína. Hann standi fast og útsýn hafi hér. Vor heimur nýtum dreng ei þögull er. Hvaða erindi í eilífðina á hann? Það, er hann þekkir, höndla má hann. Svo þreyti hann áfram ævidagsins skeið, þótt andar sveimi, haldi hann sína leið. Á framhaldsbrautu finni ’hann sælu og kvöl, en fullnað samt ei minstu stundar dvöl! Áhyggja: Þeim, sem ég hefi yfirbugað, allur heimur fær ei dugað; svartnætti eilíft yfir sígur, aldrei sólin rís né hnígur. Þótt sjái hann og heyri og finni, húmið býr í sálu inni. Þótt hann alla þekki sjóði, það er honum enginn gróði. Gæfu og óláns glapsýn villir, gnægtaborð ei hungur stillir; yndi jafnt sem ógn á vegi — alt hann geymir næsta degi, öllu stund í framtíð finnur, fullnað starf hann aldrei vinnur. Faust: Nei, hættu að lesa! Hér þér vinst ekki á. Mér hugnar þvílík fíflska illa. Far burt! því píslarpistill sá og prédikun má jafnvel speking trylla. Áhyggja: Á að skunda? Á að dvelja? Ekki má hann kostinn velja, tvístígur á brautum beinum, bifar fótum skrefaseinum. Sífelt meiri villa ’hann vefur, veröld rangsýnna auga ’hann gefur, sér og öðrum ama veldur, eigin hugar martröð seldur. Hvorki lífs né aldauða er hann. örvænting né fögnuð ber hann. Einn hann hrekst í öldum tíða, ógerð verk og nauðug svíða, af þótt brái, er bölið nærri, l)lundur hálfur, værðin smærri — alt að punkti einum víkur, unz í Víti ferðum lýkur. Faust: Þér, armar vættir! Þannig bölvun búið þér og bruggið þúsund vélráð kyni manna, svo jafnvel daga atviksneydda snúið þér í snöru og flækjudróma þjáninganna. Við anda eg veit oss reynist ráðafátt, því rammur tengir þáttur heima tvenna. Þó — Áhyggja — þinn slæga myrkramátt, hann mun ég ekki viðurkenna. Áhyggja: Þá finn til hans, er frá ég sný, með formælingu burtu skunda! Menn reika blindir alla ævi, því svo einnig, Faust, njót hinstu stunda! Hún andar á hann og fer.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.