Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Page 5

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Page 5
1928 STUDENTABLAÐ 3 Dauði Fausts. Brot úr „Faust“ eftlr Goethe, II. hluta, V. þætti. Magnús Asgeirsson þýddi Miðnætti. Fjórar gráklæddar konur koma fram. Hin fyrsta: Ég heiti Skortur. Önnur: Skuld er ég nefnd. Hin þriðja: Ég heiti Áhyggja. Hin fjórða: Nafn mitt er Neyð. Þrjár í einu: Dyrum er læst; hér vér ei komumst að. Auðmaður býr hér; vér girnumst ei það. Skortur: Þá verð ég að skugga. Skuld: Þá úti um mig er. Neyð: Sér andlitin dekurspilt snúa frá mér. Áhyggja: Hér ljúf ei né fær yður inngangan er. En Áhyggja um skráargat smeygt getur sér. Hvertur. Skortur: Þið, hrímgráu systur, nú hverfið af stað. Skuld: Við hlið þér ég geng, svo við skiljumst ei að. Neyð: Á hæla ykkar feta mun fylgispök Neyð. Allar þrjár: Á flótta eru skýin og sloknar hver stjama! Úr fjarska, úr fjarska, sjá þarna, sjá þaraa þeysir vor bróðir, er---------Dauði á leið. Hverfa. Faust, í höllinni: Af fjórum þrjár ég fara sá. Ég fekk ei skilning tali þeirra á. Mér var, sem heyrði ég hvíslað — neyð og hrollmyrk rímorð — dauði á leið. Það tómlegt var og vofuhljótt í senn. Úr viðjum hefi eg mig ei losað enn. Ef töfraspeki bægja af brautu minni á burt og öllum særum gleyma eg kynni, sem maður, náttúra! eg stæði öndvert þér. Svo öðlast maðurinn sitt gildi hér. Svo var ég, unz ég mændi í myrkrin forðum og mig og veröld bannsöng heiftarorðum. Nú morar loftið alt af andaher, svo enginn veit, hve skal hann forða sér. Þótt ljómi af skynsemd bros eins dýrlegs dags, í draumavef oss flækir nóttin strax. Vér ungri grund með kæti komum frá. Þá klakar fugl. Hvað var það? Slysaspá. Vér hégiljunnar eltum tjóðurtaum við tákn og sýnir, aðvörun og draum. Svo stendur maður, hræðsluhremdur, einn. I hjörum marrar, samt ei kemur neinn. Óttasleginn. Er nokkur hér? Áhyggja: Ég hlýt að tjá: Svo er! Faust: Og hver ert þú þá? Áhyggja: Ég er komin hér. Faust: Á burt og út! Áhyggja: Ég er á réttum stað.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.