Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Page 15

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Page 15
1928 STÚDENTABLAÐ 13 Hvað verður gert við Háskólann. Ef til vill er það að bera í bakkafullan lækinn að gera Háskólann og stúdentaniður- skurðinn að umtalsefni nú, eftir allt það, sem rætt hefir verið og ritað um það mál síðastliðinn vetur. En „Stúdentablaðið" þarf að láta til sín heyra um þetta efni, bæði til þess að sýna, að stúdentar sé þess vel minn- ugir og einnig til þess að tálma misskilningi illviljaðra manna, er kynni að láta sér renna í hug, að þögn blaðsins væri kæruleysi um að kenna, eða það léti sig þetta mál engu skifta. Nokkurir stúdentar hafa ritað í lands- biöðin um þetta efni, og blöðin, að einu undanskildu þó, hafa yfirleitt tekið mjög skynsamlega afstöðu og tjáð sig einlæglega niótfallin takmörkunum stúdentafjöHdans í Háskólanum. Meðal þeirra frumvarpa, er lágu fyrir síðasta þingi voru tvö, sem snertu Háskól- ann og stúdenta að meira eða minna leyti. Annað þeirra var þess efnis að veita mönn- um rétt til þess að stunda íslenzk fræði við Háskólann og taka þar meistarapróf og doktorspróf, þó að þeir hefði ekki fengið venjulegan skólalærdóm og tekið stúdents- próf. Frumvarp þetta kom seint fram og var því eigi rætt á þinginu. Skal eg ekki fjölyrða um það hér, en á fundi í Stúdenta- félagi Rvíkur var málið rætt, að flutnings- mönnum þess viðstöddum, og var þeim þar bent á ýmislegt, sem þeir mættu gjaman at- húga, áður en þeir láta tillögur sínar kom- ast lengra. Hitt frumvarpið var um það, sem nefna mætti stýfing Háskólans, þ. e. a. s. að takmarka tölu þeirra stúdenta, er árlega mega fara í deildirnar. Komst frum- varp þetta aldrei til umræðu á þinginu, en hefir verið rætt í stúdentafélögunum og um það verið talsvert mikið ritað í blöðunum. í grein minni í Morgunbl. 27. marz síðastlið- inn skýrði eg frá því, hvemig frumvarpið var undir komið í upphafi og jafnframt reyndi eg að sýna fram á, hvílík óhæfa það væri, ef vextinum yrði kippt úr Háskólanum á þennan hátt og honum eigi leyft að taka þeim þroska, sem eðlilegur er hjá framfara- þjóð, sem fjölgar viðfangsefnum sínum með ári hverju. Það er blátt áfram að ganga aft- ur á bak að stýra æðstu menntastofnun þjóðarinnar þegar henni ríður lífið á að eig-nast vel menntaða borgai-a, sem bera ást til þjóðernis síns og virðingu fyrir því. ís- lenzka þjóðernið er í hættu statt og óvinir þess eru margir. Háskólinn á m. a. að stuðla að vemd og viðhaldi þess, sem þjóðlegt er, efla íslenzk vísindi og hefja þjóðina í augum umheimsins, svo að sýnt sé, að hún eigi skilið að vera sjálfstæð. Engin stofnun á að vera færari til þessa en einmitt Háskólinn. Og hann þarf á öllum kröftum sínum að halda til þess að geta sinnt þessu hlutverki. Iiann má ekkert missa, stúdentana ekki heldur. Þvert á móti er það mjög æskilegt þjóðinni, að sem flestir njóti háskólamennt- unar. Nóg er til af handvömmum og van- þekkingu í landinu fyrir því. Mig furðar stórlega á því, að háskólakennumnum skuli ekki vera það öllum óblandin ánægja að geta látið sem allra flesta njóta kennslu sinnar. Mótstöðumenn þessarar skoðunar segja, að löggjafarvaldið eigi að ráða stærð skól- anna á hverjum tíma. Þetta er hugsunar- háttur einvaldssinnans, harðstjórans, annað ekki. En þar sem frelsið hefir sezt að, má það heita ódrepandi. Það má því fullyrða, að hér á landi hefir löggjafarvaldið alls engan sið- ferðilegan rétt til þess að ráða stærð, þ. e. nemandafjölda Háskólans. Aðsóknin verður að ráða — og ef aðsóknin verður svo mikil, að núverandi húsrúm reyn- ist of iítið, þá verður að fá stærra hús! Þeir, sem hugsa á aðra leið eru 200 árum á eftir tímanum. Háskólinn er sjálfstæð stofnun, sem öllum er fyrir beztu, að fái að stjórna sér sjálf sem allra mest. Það var að sumu leyti skaði, að frum- varpið um stýfingu Háskólans skyldi ekki

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.