Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Blaðsíða 13

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Blaðsíða 13
1928 STÚDENTABLAÐ ll Þrenn eru sinnaskiftin: hvernig andinn verður að úlfalda, og að ljóni úlfaldinn, og ljónið seinast að barni. Svo mælti Zaraþústra. Og >á dvaldi hann í borg þeirri, sem nefnist: Kýrin skræpótta. E. Ó. S. þýddi. ----o---- Kensluaðferðir. Þær eru sjálfsagt margar aðferðirnar, sem notaðar eru við kenslu í heiminum. En ef dæma má eftir reynslunni hjer á landi, er sú aðferðin sennilega almennust, að kennar- inn tekur nemendurna upp sem kallað er, þ. e. hann lætur einn nemanda í einu gera grein fyrir kunnáttu sinni í því verkefni, sem um er að ræða í það og það skiftið. Leggur hann síðan spurningar fyrir nemandann, sem auð- vitað reynir að svara sem rjettast; oft hepnast það, en oft giskar hann líka á, stundum rjett, stundum rangt. Þetta hefir þann ókost, að nemandinn gerir sjer meira far um að sýnast lærður, en vita rjett. Hann er hræddur um að falla í áliti kennarans, hræddur við grýlu þá, er einkunnir nefnast. En það er ekki holt að venjast á það árum saman — að sýnast. Venjast á það, að villa á sjer heimildir. En það er tilgangslaust, að halda um þetta siðferðisprjedikun, það á að venja menn á að koma til dyra eins og þeir eru klæddir, undanbragðalaust. Því auk þess, sem það er siðspillandi, er til lengdar lætur að skríða fyrir svipunni af þrælsótta, hvort sem svipan heitir einkunn eða öðru nafni, þá grefur slíkt grunninn undan sjálfstæði mannsins bæði í hugsun og verki, ef hann venst á að fálma eftir því sem hann á að vita og kunna. Einnig má geta þess, að ávalt slæðast inn í skólana menn, sem ekkert erindi eiga þang- að, menn, sem ekki hafa neinn þekkingar- þorsta, en ef til vill auraráð. Þeir leggja litla rækt við nám sitt og taka ekki nærri sjer að falla við próf. Dæmi eni til þess, að menn sækist eftir því að falla, ef verið gæti, að þeir fengju þá leyfi til þess að hætta námi. Hvaða ráð eru til, er gætu komið í veg fyr- ir þetta? Gæti breytt kensluaðferð ráðið bót á þessu? Jeg þori ekki að svara því ákveðið, en mjer hefir dottið í hug, að nota mætti nokkuð aðra aðferð, er um sæmilega þroskaða nem- endur er að ræða, t. d. í lærdómsdeildum mentaskólanna, kennaraskólanum og víðar. Hún er í stuttu málí þessi. Kennarinn kemur ekki fram sem kennari eingöngu, heldur og sem dómari og gagnrýnandi. Nemendurnir skiftast á um að vera kennarar. Nú kallar kennarinn einhvern upp, úr hópi nemenda. Skal hann setjast í kennarastólinn og hlýða yfir þeim, er kennari tiltekur. Skal hann að cllu leyti haga sjer sem kennari, leggja spurningar og gildrur fyrir þann, er hann hlýðir yfir og skýra verkefnið eftir föngum. En kennarinn hlustar á, leiðrjettir allan mis- skilning hjá nemanda og getur að lok- um bætt við frá eigin brjósti öllu því, er hann vildi sagt hafa. Fær hann með þessu glöggt yfirlit yfir kunnáttu og þroska þess, sem „ljek“ kennarann og er það skoðun mín, að einkunnir yrðu gjörsamlega óþarfar sem svipa, ef þetta kæmist á. Kennarar játa að 'þær sjeu neyðarúrræði og nemendur hata þær og — óttast. En það eru aðrir kostir og meiri, sem þessi aðferð hefir til að bera. í fyrsta lagi eru tveir nemendur ávalt uppi í einu, nefnilega sá, sem situr í kennarastólnum — og víkur þaðan strax og hann er búinn oð hlýða ein- um yfir — og hinn, sem var í klónum á honum. Er óþarfi að geta þess, að báðir muni gera sitt ítrasta. „Kennarinn“ reynir vitanlega að vera sem allra nákvæmastur og hættir sjer ekki að gamni sínu út á þann hála ís, að kenna hinum neina vitleysu, þar eð hæsti- rjettur, hinn raunverulegi kennari, er við hlið hans og vegur hvert orð á gullvog.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.