Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Blaðsíða 14

Stúdentablaðið - 15.05.1928, Blaðsíða 14
12 STÚDENTABLAÐ 1928 Fómarlambið reynir lílya að klóra í bakkann og þykir hart að bera skarðan hlut frá borði fyrir bekkjarbróður sínum, sem ekki á að vera hóti lærðari en það sjálft. Þykir mjer það fullljóst, að af þessu muni i'ísa holl keppni milli nemenda. Allir eiga það yfir höfði sjer, að vera skipaðir „kennarar“ þegar minnst varir, og þótt það sje ekki nema í 10—15 mínútur, mundi öllum þykja það ámátlega af sjer vikið, að sita eins og þvara uppi í kennarastól, öllum sínum bekkj- arsystkinum til athlægis. Jafnvel þeir, sem ekki koma í skólann til þess að læra, heldur til þess, að lifa þar letigarðslífi, myndu spjara sig, því sómatilfinningu eiga allir æskumenn og nokkurn metnað, sem glæðast mundi á hollan hátt sem fyr er sagt. Enn- fremur fengist með þessu meirí fjölbreytni en annars. Þarna er ungir menn, oft hug- myndaríkir, sem leggja sig alla fram við að skýra hin ýmsu atriði fyrir hinum og er jeg viss um að nemendur vita betur hvar skór- inn kreppir en sjálfur kennarinn. Er það ekkert undarlegt; nemandinn hefir nýlega brotist gegnum verkefnið, og veit því betur livað torveldast var sjer og sínum líkum en kennarinn, sem hefir kunnað þetta ef til vill árunum saman. Einnig mundu nemendur skilja til fulls, að þeir eru að læra fyrir sjálfa sig, en ekki kennarana. En oft lítur út fyrir, að nemend- ur sjeu á gagnstæðri skoðun. Enn er ótalinn höfuðkosturinn við aðferð þessa. En hann er í því fólginn, að ekki væri framar hægt að leggja stund á að sýnast. Nemandinn í kennarasætinu getur alls ekki svikið lit. Hann getur enga hjálp fengið frá fjelögum sínum, ekki notað „glósur“ nje „týperingar“. Hann getur ekki notað get- speki í skilnings stað. Það er því skoðun mín, að þessi aðferð mundi reynast heppileg ef upp væri tekin. Varla er hægt að nota hana við allar náms- greinar, en áreiðanlega vil mála- og stærð- fræði-kenslu, eðlisfræði, stjörnufræði og sjálfsagt fleira. Menn mundu læra að gera skyldu sína sjálfra sín vegna og sóma síns, án þess að finna til nokkurra hafta á frelsi sínu og er það mikils virði. Þeir mundu læra að hugsa skýrt og rökrjett; læra að leiða aðra, í stað þess, að vera leiddir; læra að vera sjálf- stæðir og treysta sjálfum sjer á rjettmætan hátt; læra smátt og smátt að melta, án þess að tuggið sje í þá og er það nauðsynlegt síðar er menn eru lausir við skólana, en auka sjálfir við mentun sína kennaralaust. Alt mundi festast betur í minni, því það er marg- falt lærdómsríkara að kenna öðrum, en að taka við kenslunni sjálfur. Einbeitning hug- ans er nefnilega meiri hjá þeim, sem kennir. Fleira mætti telja þessari aðferð til gildis, en hjer skal staðar numið. Sumir kynnu að ætla, að kennarinn gæti eigi komist að með að segja nemendunum alt, sem hann vildi. En slíkt má vitanlega ekki koma fyrir. Hann á að hafa orðið þegar honum sýnist og spyrja um alt, sem útundan verður hjá hin- um. Yfirleitt held jeg, að þessi aðferð taki hinni fram í mörgu, en sje henni hvergi síðri og að svo mæltu fel jeg þessa athugun mjer fi'óðari og dómbærari mönnum. Jóhann Sæmundsson. ----o----- Frá Hafnarstúdentum. Á aðalfundi „Fjelags íslenskra stúdenta í K.höfn“ var Barði Guðmundsson, stud. mag. kosinn formaður fjelagsins. — Annars hefur fielagslífið verið skemtilegt að vanda. Eftir- tektarverð er uppástunga Pjeturs Bogasonar læknis, um útgáfu nýrrar söngbókar fyrir stúdenta, hefur því máli einnig verið hreyft hjer heima á fundi í Stúdentafjelagi Reykja- víkur síðastliðinn vetur. — Isl. stúdentar hafa í vetur gert tilraun til þess að fá Garðs- vist á gamla Garði (Regensen), en verið synjað. Þessir tveir stúdentar íslenskir búa á Nýja Garði (við Tagensveg): Jakob Gísla- son og Torfi Ásgeirsson, báðir stud. polyt. ----o----

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.