Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Blaðsíða 9
STÚOENTABLAÐ Reykjavik, 1. desembep 1939 Bjarni Benediktsson: Konungssamband íslands og Danmerkur mál, jafnrétti, landhelgisgæzlu o. fl., og val’ gert ráð fyrir, að ákvæði hans giltu einungis um sinn. Á þetta vildu Danir ekki fallast, enda mun af þeirra hálfu hafa komið fram, að þeir teldu sér lítinn hag af sambandi land- anna, ef það væri um konunginn einan. Endirinn varð sá, að einungis einn samn- ingur var gerður, og tók hann ekki til kon- ungs, þó að konungssambandið að vísu væri grundvöllur hans og forsenda, enda var það með honum tryggt, meðan hann héldi gildi. Af þessu leiðir aftur það, að uppsögn sam- bandslaganna og brottfall þeirra hefir engan veginn í för með sér brottfall konungssam- bandsins. Það helzt eftir sem áður. En eftir brottfall sambandslaganna er konungssam- bandið ekki lengur samningum bundið milli íslands og Danmerkur. Og það voru einmitt í sjálfstæðisbaráttu sinni véfengdu íslend- ingar aldrei rétt konungs til landsins. Þvert á móti héldu þeir því fram, að þeir ættu viö hann einan að eiga um málefni sín, en dönsk- um stjórnarvöldum kæmu þau ekki við. Þeir álitu, að þegar konungur afsalaði sér einveldi því yfir íslandi, er honum var fengið með Kópavogssamþykkt 1662, bæri honum að fá hinni íslenzku þjóð það, alveg eins og hann 1848 afsalaði einveldinu yfir Danmörku í hendur dönsku þjóðarinnar. Dönsk stjórnarvöld vildu ekki á þessa skoð- un fallast, heldur tóku þau sér rétt til að hlutast til um íslenzk mál, svo sem t. d. kom fram í setningu stöðulaganna 1871 og yfir- leitt í stjórn landsins. íslendingar urðu um þetta að lúta valdinu, og þegar þeir loks fengu fullveldi sitt viðurkennt 1918 var það fyrir samninga við dönsk stjórnarvöld. í samræmi við skoðanir sínar vildu íslend- ingar 1918 gera tvo samninga. Annan um konungssambandið, og átti hann að vera óuppsegjanlegur, nema um samningsrof væri að ræða. Hinn var um hæstarétt, utanríkis-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.