Stúdentablaðið - 01.12.1939, Blaðsíða 19
STÚDENTABLAÐ
11
„ykkur“, þ. e. a. s. eiginhagsmunum lækna-
og lögfræöinga skal þjónaö á kostnað jafn-
réttis manna og frjálsræöis til menntunar.
Hingað til hefir þótt illt afspurnar og hæpið
mjög að hrófla við grundvallarreglum lýð-
ræðisins, vegna eiginhagsmuna tiltölulega
fárra manna, og svo verður einnig að líta á
þessa fyrirhuguðu ráðstöfun.
En setjum svo, að tilgangur takmörkunar
væri réttur og brýnn. Hvaða leið á að fara til
þess að framkvæma hana? Það er um allmargt
að velja. Stúdentsprófseinkunnir, sérstakt
inntökupróf, þyngd embættispróf, eða hluta
af þeim, gáfnapróf og „vottorð“ um eðlis-
gáfu, hegðun og innræti viðkomanda.
Því miður vinnst ekki rúm til að segja annað
um allar þessar leiðir en að þær séu hver
annarri fráleitari.
Það vill svo vel til, að próf. Alexander Jó-
hannesson, núverandi háskólarektor, sagði á
almennum stúdentafundi, að hann væri and-
vígur gáfna- og inntökuprófum, og taldi að
stúdentspróf og þyngd embættispróf væru
heldlur ekki góð, en þó aðgengilegust. Hins-
vegar taldi próf. Niels Dungal, fyrrverandi
háskólarektor, á fundi læknadeildar, stúd-
entspróf og þyngd embættispróf eða hluta
þeirra óhæf, en hallaðist helzt að inntöku-
prófum og þó sérstaklega að gáfnaprófum.
Þessir menn eru báðir gáfaðir og mikil-
hæfir og hafa báðir athugað þessi mál gaum-
gæfilega. En hvorum á að trúa til þess að
velja, þótt ekki sé nema það skársta af mörgu
slæmu?
Það mætti ef til vill í þessu falli beita hinni
alkunnu jesúitareglu: tilgangurinn helgar
tækið. En mér skilst að það þurfi nokkuð harð-
bakaða jesúíta, til þess að beita henni, þegar
umdeilt er, hvort tilgangurinn sé réttmætur
ef á allt er litið.
Hér hefir aðeins verið drepið á helztu atriði
þessa máls, meira til þess að vekja menn til
umhugsunar um það, heldur en að reynt væri
að gera því full skil. Til þess er hér ekkert
rúm og verður því við þetta að sitja að sinni.
III. Félagsmál stúdenta.
Innan Háskólans munu nú vera starfandi
11 — ellefu — félög. Þetta má heita vel af
sér vikið, þegar þess er gætt, að í Háskólanum
eru innritaðir um 270 manns. Vitanlega stunda
þeir ekki allir nám og enn síður, að þeir taki
þátt í félagslífi stúdenta.
Þrjú þessara 11 félaga eru pólitísk. Hið
stærsta þeirra, félag lýðræðissinnaðra stúd-
enta, „Vaka“, starfar allmikið meirihluta há-
skólaársins. Félag frjálslyndra stúdenta er
nýstofnað. Klofnaði það á s. 1. vori úr Félagi
róttækra stúdenta og kveður skiljanlega lítið
að því ennþá. Á orði var haft í haust, að sam-
komulag vinstri aflanna í Félagi róttækra
væri ekki sem bezt og mundi það skiptast í
annað sinn, en sá orðrómur hefir ekki rætzt.
En vegna þessarar langvinnu „borgarastyrj-
aldar“ hefir starfsemi félagsins legið mjög
niðri.
Aðalstarf þessara félaga er í sambandi við
hinar árlegu stúdentaráðskosningar. Engin
þörf er á að lýsa þeim, því þar er um að ræða
smækkaða útgáfu af kosningum til Alþingis.
Þá er vínbindindisfélag til í Háskólanum,
en á heldur litlu gengi að fagna meðal stúd-
enta. Ekki vegna þess, að stúdentar séu sér-
lega vínhneigðir eða andvígir bindindi. Þvert
á móti mun áfengisnautn vera mjög í rénun
með stúdentum. Hitt mun sanni nær, að stúd-
entar vilja vera frjálsir að því að bragða vín,
ef svo ber undir.
íþróttafélag Háskólans á heldur erfitt upp-
dráttar, af ástæðum, sem ég skal síðar nefna,
en þó hefir það starfað töluvert. Hefir það
staðið að hinum árlega knattspyrnukappleik
milli Háskólans og Menntaskólans, keppni í
handbolta milli skóla, beitt sér fyrir kennslu
í leikfimi og hnefaleikum og ásamt með Stúd-
entaráðinu, staðið að boðsundskeppni milli
skóla í Reykjavík.
Stúdentafélag Háskólans heldur Rússagildi.
Um hin félögin, félag laganema, „Orator“,
Félag læknanema, Taflfélagið, Kristilegt stúd-
entafélag og „Farfuglana" er það að segja,