Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Page 21

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Page 21
STÚDENTABLAÐ 13 um vandkvæðin í félagsmálum stúdenta, er húsnæðisleysið. Félagsmál stúdenta, eldri sem yngri, komast aldrei í gott horf, fyrr en þeir eignast aðgang að góðu húsi, t. d. í líkingu við hús það er hin danska Studenterforening hefir til umráða í Höfn. Þetta mun viðurkennt af öllum, sem um það hafa rætt. Hitt er svo annað mál, að eins og sakir standa, er heldur lítil von um að nokkur lausn verði á þessu máli í bili. Kemur þar fyrst til fæð stúdenta, fátækt og samtakaleysi, og ekki siður full- komið skilningsleysi valdhafanna á öllum málefnum stúdenta. Að lokum eru hinar fjárhagslegu ástæður stúdenta, einn versti þröskuldurinn fyrir fjölbreyttu félagslífi. f fyrsta lagi geta stúd- entar ekkert af mörkum lagt til félaganna, og geta þau því ekki hreyft sig sökum fjár- skorts. í öðru lagi er það, að þeir stúdentar, sem þurfa að sjá sér farborða með allskonar aukavinnu samfara náminu, og munu vera nokkuð margir, hafa ekki mikinn tíma aflögu til annarra starfa, ef þeir eiga að ljúka námi á hæfilega löngum tíma. Mín skoðun er sú, að námstíminn sé of stuttur. Eins og nú standa sakir, koma kandidatar frá prófi sæmilega lærðir í sínu fagi, en ég þori að fullyrða, að fyrir almennri menntun þeirra margra hverra, fari ekki mikið, þegar þeir eru komnir út í lífið, og farnir að starfa. Þá þurfa þeir að fara að afla sér fróðleiks um eitt og annað, sem þeir hfa áhuga á. En eins og nú er ástatt, þá flýta menn sér eins og þeir geta að ljúka prófi, meðfram vegna þess, að líf fjölmargra stúdenta, sem engu hafa úr að spila, nema sjálfsaflafé, er engin sæla, og munu fæstir hafa löngun til þess að búa lengi við þau kjör. En hinu verður ekki neitað, að það getur verið þjóðfélaginu vafasamur ábati, að em- bættismenn þess séu ungir, óreyndir, tiltölu- lega illa menntaðir, þótt lærðir séu í sinni grein, og með fremur þröngan sjóndeildar- hring. • Kröfum stúdenta um aukin og bætt skil- yrði til menntunar og menningar, hefir lítið eða ekkert verið sinnt til þessa. En það er mál, Qústaf E. Pálsson: Studentagarðurinn fimm ára Stúdentagarðurinn, eða Garður eins og hann er venjulega nefndur, hefir nú starfað í fimm ár og þykir því tilhlýðilegt að. gera stutta grein fyrir æviferli hans þessi fyrstu ár. Þegar Garður tók til starfa, var hann nýtt fyrirbrigði í íslenzku þjóðlífi hér heima fyrir, þó að íslenzkir stúdentar byggju um mörg ár á Garði í Kaupmannahöfn. Gerðu menn sér misjafnar vonir um alla afkomu Garðs í byrj- un, og voru spár manna ýmist góðar eða vond- ar. Yfirleitt var það nokkuð almenn skoðun, að vart gæti vel farið, að láta svona marga unga stúdenta búa saman tiltölulega sjálf- ráða um allt sitt framferði. Þvi skal ekki neitað, að ýmsir smávægilegir örðugleikar hafa orðið á vegi þessa óskabarns íslenzkra stúdenta fyrstu árin. En þetta eru barna- sjúkdómar, sem hverfa með aldrinum og gefa þroska eins og öll reynsla. Stúdentar, sem búa á Garði, eru á vissu þroskastigi og verður hugsanagangur þeirra í samræmi við það nokkuð sérstakur. Sjálfs- traustið er ótakmarkað og nýir heimar hafa opnazt að stúdentsprófi loknu. Þeir eru laus- ir undan oki menntaskólanna, að þeim sjálf- um finnst, og eru nú frjálsir menn. Þessu fylgir talsverð sjálfselska, sem lýsir sér eink- um í því, sem annars er talsvert einkennandi fyrir íslendinga yfirleitt, að þeir eiga erfitt með alla tilhliðrunarsemi við náungann. Þessi einkenni koma eðlilega og tiltölulega greini- lega i ljós þegar margir búa saman innan sömu veggja og verða þannig hver öðrum háðir í sambýlinu. í fyrstu fannst því Garð- búum þær reglur, sem settar voru um Stúd- entagarðinn, skerðing á persónulegu frelsi og sem er fullkomlega þess vert að rita og ræða um, þótt hér verði látið staðar numið.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.