Stúdentablaðið - 01.12.1939, Blaðsíða 35
STÚDENTABLAÐ
27
málsins og annarra aðstæðna. — En það, sem
mest var talað um í sambandi við þessar
umræður, var hin heiftarlega árás, sem fram-
sögumaður Svía gerði á Danmörku vegna
ekki-árásarsáttmálans við Þýzkaland. Pórust
honum orð eitthvað á þá leið, að með þessu
hefði Danmörk rofið norræna samvinnu o. s.
frv. Urðu af þessu harðar umræður og gætti
jafnvel nokkurs kala eftir þetta. En ég held
mér sér óhætt að fullyrða, að Svíar voru einir
um þessa skoðun, og hinar norðurlandaþjóð-
irnar fylgdu Dönum að máli. En oftar en einu
sinni skaut þessu deiluefni upp og skapaðist
af þessu úlfúð, sem segja má, að hafi haldizt
allt til loka mótsins. Enda birtu Kaupmanna-
hafnarblöðin ítarlegar frásagnir um um-
ræðufund þennan, og þótti súrt í broti að
verða fyrir aðkasti á mótinu. —
Um kvöldið var hátíðasýning í þjóðleikhús-
inu og var leikin óperettan „Grevinne Mar-
itza“ eftir Emerich Kálmán. Ég fór að
vísu ekki í leikhúsið, en þeir, sem sáu leik-
ritið, fannst heldur lítið til þess koma. Síðar
um kvöldið hófst svo aðal skemmtun móts-
ins á veitingahúsinu ,,Humlen“ og þá átti að
fara fram hin margumtalaða gáfnakeppni
(Interskandinavisk intelligenskonkurranse).
Salarkynni á ,,Humlen“ eru gríðarstór og öll
hin vistlegustu. Var hvert sæti skipað og
„stemningin“ mikil með stúdentunum. Stutt-
ar ræður voru fluttar og talaði undirritaður
af okkar hálfu. Síðan léku norsku stúdent-
arnir leikþátt (sketch), þar sem gert var gys
að öllu skrafinu um norræna samvinnu. Leik-
urinn var á þá leið, að fimm persónur, með
stúdentahúfur Norðurlandanna fimm, þuldu
ræður og voru allar ræðurnar eins. Var þeim
tíðrætt um „nordisk samarbeide, skandinav-
isk samarbeide, interskandinavisk samar-
beide“. Ræðurnar voru allar fluttar á máli
þeirrar þjóðar, sem í hlut átti og vöktu mik-
inn fögnuð. Var það og eftirtektarvert, að is-
lenzka ræðan var sögð fram með mjög sæmi-
legum framburði.
Svo hófst gáfnakeppnin, sem raunar er
rangnefni, því aðalatriðið í keppninni er eng-
Pokahlaupið.
an veginn skarpar gáfur, heldur hnittin og
skjót svör við ólíklegum og frumlegum spurn-
ingum. Slík keppni mun algeng á Norður-
löndum en við höfðum aldrei heyrt getið um
þetta áður. Við urðum því mjög ánægð með
okkar frammistöðu, en við sigruðum Norð-
menn, en töpuðum fyrir Svíum og urðum nr.
2. En þó var ekki laust við að Danir yrðu dá-
lítið móðgaðir yfir tveim spurningum, en þær
voru svona: „Getið þér nefnt 4 danska í-
þróttamenn, þér hafið hálfsmánaðarfrest til
svarsins?“ En hin var: „Nefnið 4 danska vís-
indamenn, frestur til svars, hálfur mánuður."
Þessar spurningar áttu að vera fyndnar, en
Dönum fannst sér misboðið, sem von var.
Annars var hóf þetta hið ánægjulegasta, en
mönnum fannst því lokið full-snemma, nefni-
lega kl. hálf tvö. — Yfirleitt vildi það brenna
við, að hátíðir og hóf hættu fulltímanlega,
að minnsta kosti á mælikvarða okkar íslend-
inga. T. d. hætti lögfræðingahófið kl. 1 og
hafði verið hið ánægjulegasta. Þótti öllum
afleitt að þurfa að slíta hófinu þá, en það
varð þó að vera svo, þvi sporvagnar hættu að
ganga kl. 1, en ekki hafði verið séð fyrir öðr-
um ökutækjum. Hófið var nefnilega haldið
nokkuð fyrir utan borgina á Holmenkollen. Við
það tækifæri flutti ræðu af okkar hálfu Þór-
ólfur Ólafsson cand. jur. —
Annars vorum við íslendingarnir ekki aðeins
slyngir í gáfnaraunum og öldrykkju, því að við
sigruðum glæsilega í pokahlaupi. Rann Hauk-