Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Blaðsíða 14

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Blaðsíða 14
6 STÚDENTABLAÐ Ragnar Ólafsson: Á vesturleið í fyrrahaust á björtum septemberdegi, sigldi hafskipið Montrose upp St. Lawrence- fljótið. Farþegarnir, sem dögum saman höfðu þreytt augun við hið endalausa gráa haf, hvíldu sig við að horfa á hinar mjúku línur Quebec-hæðanna og hina vingjarnlegu bónda- bæi og tvíturnuðu kirkjur í Franska-Canada. Skipið nálgaðist óðum Montreal. Flestir far- þeganna fóru í klefa sína að pakka niður. Ég rölti fram eftir skipinu. Augun voru þyrst í að sjá meira af hinu fagra landi. Fremst á skipinu var ys og þys. Þar voru undarlegir farþegar. Mennirnir voru flibbalausir í mó- rauðum vaðmálsbuxum eða verkamannaföt- um. Konurnar voru vafðar dökkum sjölum um herðar og brjóst. Sumar héldu á ungbörnum, sem hjúfruðu sig upp að þeim eða teygðu fram illa þvegin andlitin og litu feimnislega á hinn nýja, ókunna heim. Fötin voru velkt. Allt bar vitni um, að fólkinu hafði liðið mis- jafnlega yfir hafið. Nú var það í óða önn að taka sman pjönkur sínar. Það glamraði í tré- kistum, skrínum og koffortum. Þetta var ólíkt hinu vel klædda fólki, sem var að fylla blett- lausar leðurtöskur aftur á tourist class. Fólkið talaði látlaust á máli, sem var mér óskiljanlegt. í miðri þvögunni var ungur, Árlega útskrifast um 80 nýir stúdentar, og leita margir þeirra til erlendra háskóla, þótt engan utanfararstyrk fái, ef aðstándendur þeirra er þess megnugir, og er því engin leið að hindra framhaldsnám þeirra við háskóla, enda verður það að teljast ógerlegt að stöðva framalöngun ungra og efnilegra stúdenta. Til þess að standast kostnað við hinar nýju deildir, mætti verja þeim 20000.00 kr., sem nú eru á fjárlögum til viðskiptaháskóla, en gera má ráð fyrir, að háskólinn gæti sjálfur lagt fram 4000.00 kr. úr almanakssjóði til kennslu í eðlisfræði og stærðfræði. hvatlegur maður. Hann virtist vera túlkur eða fararstjóri. Jú, þetta fólk var frá Mið- og Austur-Evrópu, frá Póllandi, Rúmeníu, Tékkó- slóvakíu. Sumir voru að koma úr kynnisför frá gamla landinu. Sumir voru að flýja undan óveðrinu og leita hælis í landi hinna miklu vona. Degi síðar var ég á járnbrautarstöðinni í Montreal að kveðja fjóra Vestur-íslendinga, sem verið höfðu mér samferða frá London. Þetta var vel búið fólk, háttprútt og djarflegt í framgöngu, eins og þeir, sem vita sig standa jafnfætis hverjum, sem er af samferðafólki sínu. Ánægjulegri ferðafélaga var ekki hægt að kjósa sér. En fyrir aðeins hálfri öld hafði ef til vill þetta fólk eða foreldrar þess verið á leið vestur yfir hafið í svipuðum hópi og þeim, sem ég hafði hitt daginn áður á skipinu. Þetta minnti mig á, að ekki eru nema rúm- lega þrjár aldir siðan fyrstu ensku landnem- arnir neyddust til að eta fallna Indíána og lík dáinna ættvina, til að verjast hungur- dauða. En af þeim litla vísi til þjóðfélags, sem þessir landnemar lögðu, hefir síðan vaxið voldug og auðug þjóð. Stærsta greinin á hin- um engilsaxneska meiði. Tveimur tímur síðar lagði ég af stað með lestinni til suðurs. Framundan voru hin ó- þekktu Bandaríki Norður-Ameríku. Þegar ég fór suður yfir landamærin, vissi ég lítið annað um Ameríku, en að landamæri hennar að norðan og sunnan eru tvö fárán- lega bein strik, sem ekkert eiga skylt við hin

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.