Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Page 15

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Page 15
STÚDENTABLAÐ 7 nákvæmlega hnitmiðuðu landamæri, eftir fjallgörðum, árfarvegum og þjóðernum, sem tiðkast í Evrópu. Ég vissi einnig að Ameríku- menn hafa einkennilega tilhneigingu til að byggja há hús og leggja bein stræti, og að glæpamannaflokkar og barnaræningjar ganga þar ljósum logum. Átta mánuðum síðar var ég aftur borð á hafskipi. Það sigldi niður Hudson-ána og stefndi til hafs. Skýjakljúfar New York borgar hurfu einn eftir annan inn í heitt sólstafað mistrið. Ég var eins og áður næsta ófróður um flest, sem viðkemur amerísku þjóðlífi. En hinar stóru borgir, hin háu hús, hin beinu stræti og hinar víðlendu byggðir höfðu þó smátt og smátt skýrzt í huga mínuir Á þessum stutta tíma hafði mér gefist tæki- færi til að tala við menn af öllum stéttum víðsvegar um Bandaríkin. Allt frá Atlantshafi til Kyrrahafs, frá Canada til Mexico. Ég hafði vaðið snjó í Nýja Englandi, baðað mig í sól- skini vestur á Kyrrhafsströnd og etið ný- sprottin jarðarber í aprílmánuði suður við Mexico-flóa. Hin beinu landamæri sköpuðu enn rammann um mynd mína af Ameríku. En glæpamanna- hóparnir og barnaræningjarnir voru horfnir. í stað þeirra var komin stórbrotin þjóð, iðandi af lífi og nýsköpun. Þjóð, sem ræður yfir auð- ugu landi og tekið hefir nýjustu tækni í þjón- ustu sína. Ung þjóð, sem er að leysa ýms þjóð- félagsmál, sem hún er staðráðin í að leysa á sinn sérkennilega hátt, því að hún trúir því, að stjórnskipulag sitt sé betra en nokkurt annað, sem fundið hefir verið upp. Námfús þjóð, sem byggir stóra skóla, þar sem eldri kynslóðin réttir æskunni sjóð þekkingarinnar og miklir meistarar, sem of þröngt er um í hinum gamla heimi, færa nemendum sínum ný sannindi. En umfram allt vakandi þjóð, sem teygar að sér fræðslu hvaðanæfa að og greypir inn í þá menningu, sem hún er að skapa. Þjóð, þar sem unga fólkið er hávaxn- ara en foreldrar þess. Frjáls þjóð, sem hefir efni á að veita flóttamönnum víðsvegar að griðland. Þangað koma Gyðingar og frjáls- lyndir menn frá þýzkalandi. Hertogar og greif- ar frá Rússlandi. Og fram til síðustu tíma fá- tæklingar frá öllum löndum. Það er einn meginmunur á þeirri kynslóð, sem nú byggir Ameríku og þeirri, sem ræður í Evrópu. Ameríkumenn njóta meiri lífsgæða og öryggis en foreldrar þeirra og forfeður gerðu. En það er því miður ekki hægt að segja um allar þjóðir Evrópu. Ef til vill er það þess vegna, að Ameríkumenn hafa meiri trú á framtíðinni og gæðum síns eigin lands en Evrópubúar. Ef til vill er það þess vegna, að þeir eru umburðarlyndari og frjálslyndari. Ef til vill er það þess vegna, að landsbúar hafa leyfi til að hafa hvaða pólitiska trú eða skoð- un, sem þeir óska, svo lengi, sem þeir raska ekki líkamlegum friði meðborgara sinna. Ef til vill eru Ameríkumenn þess vegna að rækta og hlúa að þeirri menningu, sem Evrópubúar virðast ætla að drekkja í blóði sona sinna Fyrir þúsund árum snéru Norðurlandabúar skipum sínum til vesturs. Þeir færðu ógn og styrjöld yfir hinar svipþýðu og fögru brezku eyjar. en þeir færðu þeim líka nýjan þrótt í blóði norrænna manna, sem settust þar að. Þeir héldu áfram lengra til vestur. Til íslands. Til Grænlands. Til Vínlands hins góða. Seinna fúnuðu skip þeirra í naustum. Landnemarnir á Grænlandi og á Vínlandi hinu góða urðu úti á helvegi gleymskunnar. ísland varð út- vörðurinn til vesturs. Fyrir þrjú hundruð ár- um hrintu Englendingar skipum sínum fram og opnuðu Norður-Ameríku fyrir hinn hvíta kynstofn. Hinn gamli útvörður var þá lam- aður af langri baráttu við harðlynt haf. Fyrst fyrir þremur aldarfjórðungum hafði hann aftur kraft til að snúa skipum sínum í vestur. ísland sendi þá drjúgan hóp af fátæklega klæddu, en þróttmiklu fólki, til að taka þátt í byggingu hinna nýju þjóða og menningar í Vesturheimi. Við erum hættir að senda innflytjendur. En augu ýmsra virðast vera að opnast fyrir því, að íslenzkt þjóðlíf hafi meira að sækja vestur yfir hið breiða haf en okkur hefir órað fyrir um stund. Við erum aftur á vesturleið.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.