Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Blaðsíða 41

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Blaðsíða 41
STÚDENTABLAÐ 33 Dimmt er Dimmt er í heimi. Drúpir himinn. Ymja i lofti ógnir norna. Svífa stormaský sólna leiðir. Þeytast naprar kyljur úr norðurátt. Siglir lítið skip svalar unnir. Leiftrað höfðu skœrt Ijúfar stjörnur. Bœgt því hættum frá og birtu veitt. Sveipað svalan mar i siguráýrð. Þrengist sortans svið. Sökkva stjörnur. Ríkir niðdimm nótt. Náhljóð gjalla. Verður bára blá blóði drifin. Heyrist heljargnýr og hrœgamms org. Skipsins dapra drótt dreyrgar unnir beitir hugarhrelld. Hlymja sjóir. í heimi Enginn eygir dag. Alltaf sortnar.. Visna vonablóm. En vizkan deyr. Halda djöflar dans. Dauðinn leikur. Hefur hörpur tvær: Hrœsni’ og lygi. Galdur vanda vel völd og auður. Sjálf slœr syndin takt með svörtum klóm. Fram hjá djöflafans fleyið líður. Verði töfrum tryllt trausta þjóðin, Vísar ekkert veg voðans brautir, þá brotnar fögur skeiö í brekans hramm. Dimmt er í heimi. Drottinn gefi vonarstjörnu blik í vetrar stormum. Helgi frelsinu fagran dag þjóðar skipið þúsundir ára. Á. upplýsinga um nám, náms- og dvalarskil- yrði erlendis, 2) aðstoði námsmenn almennt við undir- búning utanferða, samningsgerðir um náms- og skólavist o. s. frv. og 3) sé íslenzkum námsmönnum ytra til að- stoðar með atbeina erlendra upplýsinga- skrifstofa eða einstakra manna, er skrif- stofan hefir samvinnu við. En þar eð Stúdentaráöið eigi hefir annað fé til umráða í þessu skyni en þær 1000 kr., sem því eru veittar á fjárlögum vegna upp- lýsingaskrifstofunnar, er því vissulega ókleift að bera kostnað af þessu aukna starfi, nema það fái til þess fjárhagslega aðstoð annars staðar frá. Væntir Stúdentaráðið þess, aö þær stofn- anir aðrar og félög, er þetta mál varðar og bera hag íslenzkra námsmanna fyrir brjósti, leggi því lið og efli það í þessu starfi.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.