Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Page 28

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Page 28
20 STÚDENTABLAÐ Sigurður Einarsson: Á meðan hinum blæðir Styrjaldar-þjóðirnar þrjár, Þýzkaland, Bret- land og Prakkland, hafa hver um sig gert grein fyrir stríðsmarkmiðum sínum. Þar er í raun og veru ekki um neitt að villast. En á hinu liggur miklu meiri vafi, hverjar eru vonir og óskir helztu hlutlausu ríkjanna, Sovét-Rússlands, Ítalíu, Bandaríkjanna og Japan, sem aftur á móti þýðir sama sem það, hvar og hvernig þessi riki leggi sitt lóð á vog- arskálina, jafnvel þó þau grípi ekki til vopna. En þetta er spurning, sem vert er að gefa gaum, af því að á þessu atriði koma úrslit styrjaldarinnar sennilega til að velta í eins ríkum mæli, eins og aðgerðum sjálfra styrj- aldarlandanna. Hinsvegar er mjög torvelt verk og vandasamt, að draga upp línur fyrir afstöðu þessara hlutlausu stórvelda, af því að þau hafa ekki látið markmið sín jafn hispurslaust uppi eins og styrjaldarríkin sjálf. Ég hefi undanfarið verið að safna mér um þetta mál gögnum þeim, sem ég hefi talið áreiðanlegust. Og þetta eru í stuttu máli niðurstöðurnar. Sovét-Rússland óskar öllum þremur styrj- þokkað starf. En ég held, að við getum ekki undan þeim vanda skorazt, og þó að það verði illa þokkað verk að gera upp á milli manna, þá getum við því síður skellt því á aðra. Okkar litla þjóðfélag þarf að fara eins vel með sína krafta og mögulegt er, og það væri því sannarlega í þjóðfélagsins þágu, að reyna að sjá fyrir því, að hver maður gæti notið sinna hæfileika, að ekki þyrptust miklu fleiri inn í eina stétt en nokkur þörf er fyrir, og að hver maður fái notið sín sem bezt. Nemendur, kennarar og allur almenningur væri áreiðanlega langbezt farinn með því, að við þyrftum aðeins að útskrifa góða og dug- andi menn, sem þjóðfélagið hefði síðan full not fyrir. aldaraðilunum ósigurs og ófara. Þrátt fyrir allan stuðninginn við Þýzkaland, og þrátt fyrir margyfirlýsta vináttu, er það ósk Sovét- Rússlands, að Þýzkaland tapi á endanum. Bretland á einnig að tapa frá sjónarmiði Rússlands, en þó ekki nema að það sé tryggt um leið, að Bretland verði kommúnistiskt ríki. Þar sem nú engar minnstu líkur eru til þess í fyrirsjáanlegri framtíð, má brezka heimsveldið frá rússnesku sjónarmiði hanga uppi fyrst um sinn, þar sem það gerir sitt gagn, sem vótvægi á móti Japan. Rússland hefir óendanlega mikið að vinna á löngu og eyðileggjandi stríði milli höfuðstórvelda Ev- rópu, þar sem það getur sjálft að minnsta kosti á yfirborðinu haldið sér utan við. Þess vegna er það nokkurn veginn, áreiðanlegt, að Sovét-Rússland veitir Hitler gætilegan stuðn- ing þangað til að möguleikar sýnast vera á byltingu í Þýzkalandi með rússneskri aðstoð og undir rússneskri yfirstjórn. Sovét-Rúss- land hefir þegar til muna bætt stórveldis- aðstöðu sína síðan styrjöldin byrjaði. Þessa bættu aðstöðu notar Sovét-Rússland til þess að færa út yfirráð sín í Mið-Asíu og Norð- vestur-Kína nema því aðeins, að einhverjir þeir hlutir gerast í Evrópu, sem neyða Sovét- Rússland, til þess að hafa allar gætur á vestur-

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.