Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Page 13

Stúdentablaðið - 01.12.1939, Page 13
STÚDENTABLAÐ 5 greiddar eru 5.00 kr. fyrir hvern tíma, yrði allt kennslugjaldið kr. 9450.00. Hér frá má draga eitthvað af þeirri kennslu, sem nú- verandi lektorar í ensku, þýzku og frönsku annast, en nú fara 13 tímar af 35 á viku í kennslu í þessum málum og þykir því hæfi- legt að áætla kennslugjald á ári kr. 9000.00. Geta má þess, að nú eru aðeins greiddar kr. 4.00 pr. tíma. 2. Verkfræðinám til fyrra hluta prófs. Kenndar eru eftirfarandi greinir: stærð- fræði, Mekanik, deskriptiv Geometri, teikn- ing, eðlisfræði, efnafræði og jarðfræði. Ef gert er ráð fyrir átta króna kennslugjaldi pr. tíma, yrði allur kennslukostnaður við verk- fræðikennslu árlega kr. 8380.00, samkvæmt þeim útreikningi, sem birtur er í árbók há- skólans 1930—31, bls. 89, en hér frá má þó draga efnafræðikennsluna, þar eð eðlilegt virðist og sjálfsagt, að núverandi kennari í efnafræði annist þessa kennslu án aukaþókn- unar, en hún nemur samtals 1372.00 kr. og verður þá allur árlegur kostnaður við rekstur þessarar undirbúningsdeildar ca. kr. 7000.00. 3. Náttúrufrœðinám til fyrra hluta prófs. Kenndar eru eftirfarandi greinar: dýrafræði, grasafræði, jarðfræði, stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði. Kostnaðurinn við þessa kennslu er áætlaður 9840 kr., en hér frá má draga kennslu í dýrafræði, því að sjálfsagt er að núverandi starfsmenn atvinnudeildar- innar, þeir Árni Friðriksson og Finnur Guðmundsson, taki þessa kennslu að sér, og auk þess kostnað við kennslu í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði, sem að verulegu leyti gæti farið saman við kennslu í verkfræði og þyrfti því árlegur kostnaður við náttúrufræði- nám ekki að fara fram úr 6000.00 kr. 4. Hagfrœðinám. Þar eru kenndar eftirfarandi greinar: Hag- fræði, borgararéttur, talfræði og stjórnmála- saga, og er allur árlegur kostnaður 3584.00 kr. en hér frá má draga kennslu í hagfræði, sem nú er komin á í lagadeild, og er hún 1536.00 kr. og auk þess verður að gera ráð fyrir að prófessorar í lagadeild annist kennsluna í borgararétti, án aukaþóknunar. Verður þá allur kostnaður við hinar nýju deildir eins og hér segir: 1. Viðskiptaháskóli í þrem deildum kr. 9000.00 2. Verkfræðinám............... — 7000.00 3. Náttúrufræði............... — 6000.00 4. Hagfræðinám ............... — 2000.00 Samtals kr. 24000.00 Ad. 2. í fyrra voru við verkfræðinám erlendis 45 stúdentar og ef gert er ráð fyrir 5 ára námi, myndi árleg viðbót vera 9 stúdentar, eða 18 stúdentar á 2 árum. Þessir stúdentar gætu flestir bætt við sig einu ári á íslandi, því að í flestum greinum verkfræðináms fer 1 ár í verklega vinnu á verkstæðum, við smíðar, vélgæzlu eða aðra vinnu. Ad. 3. Við nám í náttúrufræði og skyldum greinum voru í fyrra 17 stúdentar erlendis. Samsvarar það 3—4 nýjum stúdentum á ári, eða 6—8 á 2 árum. Ad. 4. í hagfræði voru við nám erlendis í fyrra 16 stúdentar, og samsvarar það 4 á ári eða 8 á tveim árum. Ef þessum undirbúningsdeildum yrði komið á, yrði stúdentafjöldinn í þessum nýju deild- um að 2 árum liðnum: 30 í viðskiptadeild, 18—20 í verkfræði, 6—8 í náttúrufræði, 8 í hagfræði, eða samtals nál. 65 stúdentar, og væri þá auðveldara að takmarka tölu stúdenta i laga- deild og læknadeild allverulega. Hagnaður við þetta fyrirkomulag væri: 1. Sparnaður á erlendum gjaldeyri nál. 130000 kr. árlega. 2. Efling háskólans, en það verður að telja skyldu hvers þjóðfélags, er hefir sinn eigin háskóla, að veita stúdentum kennslu í öll- um þeim greinum, er þjóðfélaginu megi að gagni verða, ef þess er nokkur kostur. 3. Margbreytni í námi, sem beinir nýjum stúdentum inn á fleiri brautir en nú er kostur á.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.