Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 11

Stúdentablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 11
S T Ú D E N T A B L A Ð 30 ára, eða um það bil 350 skip, sem eru yfir tvítugt. Þess vegna er ástapd fiskveiðaflotans tekið sem dæmi, að enginn vafi leikur á, að sjávar- útvegurinn er og verður aðalatvinnugrein vor íslendinga. Byggist það á nálægð liinna ágætu fiskimiða og dugnaði og framsækni íslenzku sjómannastéttarinnar, en einnig al' liinu, að land vort er snautt af skógum, málmum, kol um.og olíum, jrannig að skilyrðin fyrir fjöl- breyttum atvinnurekstri eru ekki fyrir hendi. Ástand framleiðslutækninnar í annarri aðalat- vinnugrein vorri, landbúnaðinum, er sízt bctra en ástand framleiðslutækjanna við sjóinn. Ef ekki verður breyting á ástandi íslenzkra framleiðslufækja, þá cr voðinn vís hinni fá- mennu en þrautseigu íslenzku þjóð. Nú hagar svo til, sem kunnugt er, að Islend- ingar eiga innstæður í erlendum bönkum, sem nerna 500—600 milljónum króna. I'að er hægt að vcrja þessum innstæðum á tvennan hátt: I’að cr hægt að eyða jreim til kaupa á fánýtum munum, notfæra sér innstæðurnar sem eyðslu- eyri, eða það er Iiægt að verja jreim til kaupa á nýjum, stórvirkum framleiðslutækjum, og skapa þar mcð grundvöll fyrir bættum lífs- kjörum íslenzku þjóðarinnar. Styrjöld sú, sem staðið hefur yfir undanfarin ár, en sem nú sér lyrir endann á, hefur m. a. komið því tvennu lil lciðar, að allri tækni hef- ur stórfleygt frant og að framleiðslutæki margra jrjóða hafa gersamlega verið eyðilögð. I’essar Jrjóðir jmrla að byggja framleiðsluta'ki sín að nýju — og auðvitað verður þá liinni nýju tækni beitt. Þannig má gera ráð fyrir, að fisk- veiðaþjóðir Evrópu, sem hafa verið beinir hernaðaraðilar, t. d. Norðmenn, Bretar, Belgir og Rússar, komi sér upp nýtízku fiskiflota á skönrmum tíma strax jregar styrjöldinni lýkur. Ef vér íslendingar stæðum aðgerðarlausir gagn- vart úreltum framleiðslutækjum vorum á sama tíma, sem aðrar fiskveiðaþjóðir öfluðu sér nýrra, stórvirkra lramleiðslutækja, Jrá er loku skotið fyrir jrað að vér höldum þeim sessi, sem vér þrátt fyrir allt höfum haft í fiskveiðamál- um veraldarinnar, að maður tali ekki um að hækka jrann sess vorn. Jafnframt værum vér j)á orðnir lítils megandi í hinni aljrjóðlegu verka- skiptingu, sem fyrirlniguð er eftir styrjöldina. Þetta verður enn alvarlegra ef athugað er, að engin jrjóð í víðri veröld á eins nrikið komið undir viðskiptum við aðrar Jrjóðir sem vér Js- lendingar, en jrað byggist á einhæfri fram- leiðslu vorrí, eins og áður er á drepið. Það er augljóst mál, að stjórnmálamönnum jreim, sem stóðu að myndim þriggja flokka rík- isstjórnarinnar var ljóst jrað viðhorf, sem við þjóðinni blasti í frandeiðslutækni hennar. Ennfremur var Jreinr ljóst, að nii þyrftu hendur að standa franr úr ermuin svo notað yrði jrað einstæða tækifæri, sem fyrir hendi var. Það má segja frumkvöðlum stjórnarsamvinnunnar og málefnasamningsins jrað til verðugs hróss að ]>eir skildu ah'öru líðandi stundar. Þeir skildu, að sameinaðir slöndum vér Islendingar en sundraðir föllum vér. Þeir sameinuðu ]>jóðina til átaka. 1 málefnasamningi flokkanna segir m. a.: „Það er megin stelna stjórnarinnar að tryggja jrað, að allir landsmenn geti lialt at- vinnu við sem arðbærastan atvinnurekstur. Þessu marknriði leitast stjórnin við að ná m. a. með Jressu: I. Af erlendum gjaldeyri .... sé jafnvirði eigi minna en 300 millj. ísl. kr. sett á sérstak- an reikning. Má eigi ráðstala Jreim gjaldeyri án samþykkis ríkisstjórnarinnar og eingöngu til kaupa á eftirtöldum framleiðslutækjum: a) Skijr, vélar og efni til skipabygginga o. fl., samtals a. nr. k. 200 milljónir kr. b) Vélar og jressháttar til aukningar og end- urbóta á síldarverksnriðjum, lrraðfrystilrúsum, niðursuðu, svo og til tunnugerðar, skipasmíða o. fl. —unr 50 nrillj. kr. c) Vélar og jress háttar lil áburðarverk- snriðju, vinnslu og hagnýtingu landbúnaðar- alurða og jarðyrkjuvélar og efni til rafvirkjana o. II. — um 50 nrilljónir kr...“ Útdráttur jressi úr stefnuskrá ríkisstjórnar- innar skýrir sig sjálfur. Markið er að nota inn- stæður vorar erlendis til að endurnýja franr- leiðslutæki vor, gera jrau betri og stórvirkari,

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.