Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 13

Stúdentablaðið - 01.12.1944, Blaðsíða 13
STÚDENTABLAÐ 7 BÁRÐUR DANIELSSON, formaður stúdentaráðs: Verkefni framundan I Ég ;etla að nota það rúm, sem mér er ætlað hér í blaðinu, til að minnast lítillega á tvö mál, sem stúdenta varðar, og væntanlega verða tekin til meðferðar mjög bráðlega. Annað cr varðandi framhaldsnám stúdenLa, — hitt er viðvíkjandi félags- og skenrmtanalífi þeirra. Á annað hundrað stúdentar útskrifast nú árlega úr menntaskólanum hér og á Akureyri. Búast má við að þessi tala fari hækkandi, og er það sízt að lasta. Mestur hluti þessara ungu menntamanna heldur áfram námi, flestir hér heima, en nokkrir fara utan til framhaldsnáms. Það hlýttir öllum að vera ljóst, hversu mikil- vægt það er, að þessir nienn, sem að námi loknu hljóta kunnáttu sinnar vegna að standa mjög framarlega í atvinnu- og menningarh'fi þjóðarinnar, velji sér þau námsefni, sein mest þörf er fyrir á hverjum tírna. Nú er það, og hefur verið undanfarin ár, að ný-stúdentar cru margir hverjir nijög í efa um, hvað þeir eigi að leggja fyrir sig. Fáir liafa efni á að fara utan til náms, en hér heima er ekki úr mörgu að velja, þó að nokkuð hafi rætzt úr því upp á síðkastið með stofnun verkfræðideildarinnar og B. A. deildarinnar. Langfjölmennustu deildirnar við Háskóla íslands eru laga- og hagfræðideild- in og læknadeildin. Hin mikla aðsókn að þessum deildum á ekki rót sína að rekja til þess, að þjóðina vanhagi mest tun lækna og lögfræðinga, eða að áhugi stúdenta beinist s\o mjög að þessum fræði- greinum, — ástæðan er sú, að þangað leita margir stúdentar, scm ekki eiga þess kost að læra það, sem þeir lielzt kysu, og cinnig hinir, sem ekki vita, hvað þeir ættu helzt að leggja fyrir sig. Þeir sem utan fara f;i flestir einhvern styrk frá því opinbera. Um þá er sömu sögu að segja, — þeir eru margir óráðnir í því, hvaða nám þeir eigi að stunda, en ákveða að lokum eitt- hvað til þess að fá styrkinn og komast utan. Heyrzt hafa raddir um það, að ýmsir þeirra íslenzku stúdenta, sem nú stunda nám erlendis, hugsi sér að ílengjast ytra að námi loknu, af ótta við að fá ekkert að gera hér heima. Hér er alvörumál á ferðinni. Þjóðin er ekki þess um- komin að kosta menn til náms og missa svo af starfskröftum þeirra fyrir fullt og allt, eða nota ekki kunnáttu þeirra, sem fyrir hana vilja vinna. Slúdentar hafa ekki heldur efni á því að eyða beztu árum ævinnar í dýrt og erfitt nám, sem þeir hafa svo ef til vill engin hagnýt not af að námi loknu. Þetta öfugstreymi á ekki rætur sínar að rekja til þess, að ekki séu til næg verk- elni fyrir íslenzka námsmenn, heldur hins, að stúdentar vita ekki um þau. Það hefur aldrei farið fram rannsókn á þessum málum, og eng- inn aðili er til, sem leiðbeint geti stúdentum í þessum efnum. Það er að vísu til stofnun, sem Iieitir Upplýsingaskrifstofa stúdenta, en starfssvið hennar mun aðallega vera það, að gefa stúdentum upplýsingar um erlenda há-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.