Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 31.10.1959, Side 2

Stúdentablaðið - 31.10.1959, Side 2
2 Sttídentablað BRAGI KRISTJONSSON stnd. jur.: Ofurstutt ágrip helztu lærdoma MOSKVUFERÐAR Stúdentaráði Háskóla Is- lands barst digurt boð frá rússneskum félögum sínum: Að senda stúdent til að sitja nám- skeið um æðri menntun í Sovét- ríkjunum. Stúdentaráð þekkt- ist boðið og þar sem enginn almennilegur maður fékkst til fararinnar, hélt ég í Austur- veg hinn 5. sept. s.l. Skyldi þátttakandinn kosta ferð sína sjálfur, nema lestarferð á 2. farrými með „Rauðu örinni“ frá Leningrad til Moskvu og uppihald skyldi verða að kostn- aðarlausu. Stúdentaráð tjáði sovézkum komutíma þátttak- andans, sömuleiðis hafði ég samband við sendiráð Sovét- ríkjanna og allt skyldi klárt í Leningrad. I Helsinki hafði ég samband við eina voldugustu stofnun borgarinnar, sovézka sendiráðið og lofuðust þeir enn til að ábyrgjast öryggi einmana Islendings. Þegar „Rauða ör- in“ nam staðar á sótugri járn- brautarstöðinni í Leningrad, hélt ég því standa viðbúna mót- tökunefnd með tilheyrandi blómvendi og umfram allt, far- miða til Moskvu. Enginn, ná- kvæmlega enginn, vissi nokk- urn skapaðan hlut um þetta smáa ,,seminar“, og var því að- eins um tvennt að velja: Gista í Leningrad um nóttina og koma of seint til námske:ðsins eða halda áfram með lestinm, löglega eða ólöglega. Ég kaus að halda áfram með lest’nni, labbaði mér í tóman klefa og settist þar að með föggur mín- ar. Nokkru síðar komu rúss- neskir lestarverðir og kröfðust farmiða og sá ég þá mína sæng út breidda. Ekki skal sú harm- saga rakin lengra, en áfram komst ég með lestinni og á hádegi daginn eftir rann lestin inn á Leninjárnbrautarstöð'na í Moskvu. Móttökunefndin var þá heldur ekki komin á stað- inn og því hafði ég skjótlega samband við íslenzka sendiráð- ið og hlaut þar slíka fyrir- greiðslu, að innan tveggja klukkustunda frá komu, hafði mér verið búin hvíla á 10. hæð í feiknhárri háskólabygging- unni á Leninhæðum. Sömuleiðis fengið afhenta matarmiða og 2 rúblur til persónuþarfa dag hvern (sem næst 5 krónur). Bar ég óðara fram skeleggar kvartanir við forráðamenn námskeiðsins, vegna meintrar vanrækslu á gefnu loforði og skyldi það mál þegar athugað, en engin niðurstaða fengin, þegar ég hélt 9 dögum síðar frá höfuðborginni. I II nií/i Krisljónssoii. tJr skýrslu vara-ráð- herrans. Hinn 10. september hófst svo námskeið þetta „Um æðri menntun í Sovétríkjunum" í þokkalegasta sal á 21. hæð há- skólans. Mættir voru 77 þátt- takendur frá 42 þjóðum. Enn- fremur varaforseti I. U. S., gæðalegur Kýpurbúi, f jölmargir sköllóttir atvinnu- og eilífð- arstúdentar, blaðafólk og nauð- synlegir fylgifiskar og fræðing- ar, sem hafðir voru til taks. Var þátttakendum raðað þannig niður, að Austur- Evrópear eða hagnýtir Asíu- menn sátu við hlið Vestur-

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.