Stúdentablaðið - 31.10.1959, Page 4
4
StúdentablaS
ell week" ganga „rússar" f
r
i
sfrigapoknm
Rcett við Pétur Snczland, stud. jur.:
um háskólanám í Bandaríkjunum
Brittingham hinn bandaríski
er íslenzkum stúdentum að
góðu kunnur, en hann hefur
nokkur næstliðin ár, stutt stúd-
enta til náms við háskóla í
Bandaríkjunum árlangt. Fyrir
nokkru hitti STÚDENTABLAÐ
að máli, einn þeirra er þessa
styrks hafa orðið aðnjótandi,
Pétur Snæland, sem lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík vorið 1958.
Pétur stundaði nám við há-
skólann í Wisconsin og tók
fyrir hinar margvíslegustu
greinar, svo sem hagfræði,
listasögu, amerískar bókmennt-
ir, ræðumennsku, og auglýs-
ingatækni.
— Hvað geturðu sagt okkur
um námsfyrirkomulag í Banda-
ríkjunum ?
— Ef við tökum t.d. hag-
fræðina, segir Pétur, þá er þess
fyrst að geta, að taka verður
nokkurs konar undirbúnings-
kúrsa í henni sem og öðrum
greinum, áður en hið eiginlega
nám hefst. Fyrirlestrar eru
tveir á viku, og sóttu þá 300 til
400 manns. Þriðja tímann var
hafður annar háttu á, þá var
bekknum skipt niður í smá hópa,
10 manns eða svo, síðan tók hver
Pétur Snæland.
hópur ásamt kennara fyrir ein-
hver þau atriði, torskilin, sem
fram höfðu komið í fyrirlestr-
unum áður, ræddi þau fram og
aftur og reyndi að komast að
einhverri niðurstöðu. Þetta
fyrirkomulag tekur nota bene
aðeins til byrjenda, þeir sem
lengra eru komnir, hlusta
á fyrirlestra, en verða
jafnframt að skila ritgerðum
um ýms efni, t.d. er þeim gert
að lesa ákveðnar bækur, og
skrifa síðan um þær greinar.
— Hvernig er með tíma-
skyldu?
— Tímaskylda er svo til al-
gjör, það er að visu erfitt að
hafa nákvæmt eftirlit með 400
manna hóp, þó er stundum tek-
ið fullkomið manntal, annars
aðeins stikkprufur, og einnig
kemur fyrir að manntal er tek-
ið öllum að óvörum. Sé maður
fjarverandi þrjá tíma í röð, fær
hann bréf, frá sínum „adviser“,
en við háskóla í Bandaríkjun-
um hefur hver nemandi sinn
sérstaka ráðunaut. Nemandan-
um er gcrt að koma til fundar
við þennan ráðunaut og standa
þar fyrir máli sínu.
— Próf ?
— Þau eru höfð á sex vikna
fresti, sem gerir það að verk-
um, að maður veit sjálfur bezt
hvar á vegi maður er staddur,
annars er einkunnarfyrirkomu-
lag þannig, að fleiri komast í
gegn þar en hér. Einkunnirnar
eru A,B,C,D,E,F fái maður F
er maður fallinn, annars er
enginn raunverulegur greinar-
munur gerður á hinum einkun-
unum, það skiptir litlu máli
hvort maður fær A eða E.
— Hvort fellur þér nú betur
við það fyrirkomulag, sem hér
ríkir, eða úti?
— Ja, þetta er náttúrulega
mikið þægilegra hérna, en á
hinn bóginn er auðveldara að
komast í gegn í Bandaríkjunum.
Þar er hægt að ná prófi með
sáralitum lestri, og má kannske
segja að það sé ekki til fyrir-
myndar.
— Félagslíf?