Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 31.10.1959, Síða 11

Stúdentablaðið - 31.10.1959, Síða 11
StúdentablaB 11 1‘élur Snuilund fyrir utun hús þcss félags, scm Iiann var mcölinmr í. í „HELL WEEK“ ... (Framh. af bls. 5) bils, tekur við svokölluð hell week, þá flytur maður inn í hús félagsins, og verður að þola ýmis konar píningar, en það eru nú hlutir, sem maður talar varla um, t.d. var einn stúdent drepinn í þessu nýlega. Við fá- um svo til ekkert að sofa, og yfirleitt enga frístund, verðum að fara á fætur eldsnemma, lesa í nokkra klukkutíma, fara í hina og þessa leiki, og gera allan ands........sem okkur er skipað. Allan þennan tíma verðum við að ganga í strigapokum, fara allra okkar ferða í strigapokum, hvort sem það er á fyrirlestra eða eitt- hvað annað. Það fyrsta, sem maður gerir, er venjulega að klippa göt á pokann, svo að hægt sé að fara í jakka og buxur utan yfir. Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram samkvæmt framansögðu, að eitt af skilyrðunum fyrir að komast inn í ,,fraternity“, er að maður hafi læknisvottorð um hestaheilsu. Þegar svo hell week er lokið, getum við hagað okkur alveg eins gagnvart nýliðunum og gert var við okkur. — Er nokkuð fleira, sem þú getur sagt okkur um skóla- lífið? — Nei, það held ég tæplega, það má þó kannski geta þess, að nemendur búa annað hvort í heimavistum eða húsum fé- laganna, það er að vísu líka hægt að leigja sér íbúð eða hcrbergi annars staðar, en allt slíkt fer um hendur skólayfir- valda, sem veita leyfi til að leigja húsnæði utan skólans. Kvenþjóðinni er skylt að koma inn kl. hálf ellefu á kvöldi, nema laugardögum kl. hálf eitt. Hins vegar megum við strák- arnir vera eins lengi úti og okkur sýnist. KOMA ARTHUR MILLER OG MARILYN MONROE TIL ÍSLANDS? BANDARlSKA leikritaskáldið heimsfræga, Arthur Miller er á förum í fyrirlestrarferð til Norðurlandanna. Til mála liefur komið, að Miller komi liér við, sömu erinda, á veg- um stúdentaráðs og Stúdentafélags Reykjavíkur. Eiginkoua Millers, hin kunna kvik- myndaleikkona Marilyn Monroe verðnr í fylgd með manni sínum. Sigurður A. Magnússon blaðamaður hefur haft milligÖngu um þetta heimhoð. Þegar þetta er ritað, er enn ekki vitað, hvort úr heimsókn þeirra hjóna hingað til lands getur orðið.

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.