Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Side 4

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Side 4
Séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, dr. tlieol. f. 21.10. 1881, d. 19.11. 1965 Þegar Háskóli fslands átti hálfrar aldar afmæli haustið 1961, hafði aðeins einn maður gegnt trúnaðarstarfi við háskólann frá stofnun hans og til þess dags. Það var dr. theol., séra Bjarni Jónsson, sem var prófdómari við guðfræðideild. Var hann því samgróinn stofnun- inni. Það gætti samhengis í :Störfum hans á sérstæðan hátt. Hverri stofnun, sem vill fylgjast með tímanum og bylta við starfsháttum að kröfum nútíðar, er það hollt að huga jafnframt að fortíðinni. Öllumíþeim háskólamönnum, sem kynntust sr. Bjarna, var að því mikill fengur að uppfræðast af honum um þann anda, er ríkti í stofnuninni á fyrstu árum hennar, sem í mörgu tilliti hafa verið gullöld háskólans. Þessum fróðleik miðlaði sr. Bjarni í því formi, sem var honum eiginlegt, með anekdótunni. Kunni hann frá mörgu skemmtilegu að segja af kennurum og stúdentum liðinna ára og hafði sérstakt lag á því að draga með örfáum dráttum skýra mynd manna og atburða. Sjálfur var sr. Bjarni mótaður af þeim frjálsa, akademíska anda, sem ríkti við Kaupmannahafnarháskóla, en þaðan lauk hann kandi- datsprófi vorið 1907. Hann taldi, að allt stúdentalíf ætti að vera frjálsmannlegt og karlmannlegt. Það var ekki laust við, að hann saknaði hinna stórbrotnu per- sónuleika, sem kenndu við háskólann á fyrsta skeiði hans og gjör- mótazt höfðu við gnægtabrunna hinna mestu menntasetra erlendis. I fátæktinni hér í höfuðborginni á þeim árum hefur háskólann sjálf- sagt borið hærra en nú, hann hefur borið ótvíræðari ægishjálm yfir andlegt umhverfi sitt en nú gerist. Sr. Bjarna bar alltaf hátt í bæjarlífinu. Hann hafði til að bera andlega reisn, sem er ekki öllum gefin. Stafaði þetta af því, að hann unni landi sínu og kirkju sinni. Það brann eldur í hjarta hans. Hann talaði með eldmóði sannfæringarinnar. Hann fór ekki í felur með það, sem var honum hjartans mál. „Trúin er trú á kraftaverk", sagði hann í forspjalli að ræðum Kaj Munks, Við Babýlons fljót. Sr. Bjarni var rödd hrópandans, sem flutti þessa trú; iíf hans bjó yfir þessum krafti, krafti andans. Oft talaði hann til stúdentanna; á stúdentafundum, á trúmála- viku Stúdentafélagsins, í samkvæmum. Hann var alltaf hann sjálf- ur. Það mátti heyra, að þar talaði maður, sem var kunnugur Grundt- vig, Vilh. Beck og Sören Kierkegaard. Og þegar Sören Kierkegaard átti 150 ára afmæli, var sr. Bjarni fenginn til þess að flytja um hann fyrirlestur í hátíðasal. Sr. Bjarni var fyrst og síðast maður hins virka starfs prédikarans og sálusorgarans Meðal þeirra, sem áttu hann að vini, voru bæði ráðherrar og gæzlufangar. Á stúdentsárum sínum kynntist hann hinum stóru nöfnum í guðfræðinni, en hann vanrækti ekki að kynn- ast kirkjulegu starfi. Hann dvaldi hjá prestshjónum á Lálandi. Þar voru „kirkjurnar troðfullar af fólki og í samkomuhúsi safnaðarins stöðugar guðsþjónustur. Þar var margþætt kristilegt starf. Ég hefi aldrei séð eins blómlegt trúarlíf og þar". Þannig farast honum sjálf- um orð. Sr. Bjarni er ógleymanlegur maður. Áhrif hans falla ekki úr gildi. Hann bar reisn heimsborgarans og átti auðmýkt trúarinnar. Rödd hans er ekki þögnuð. Líf hans og starf flytur enn sinn boðskap, flyt- ur stúdentum þá ósk 1. desember, að andans glóð kveiki brennandi ást á fósturjörð okkar og háskóla, að eldmóður sannfæringar og trúar brenni í hjartanu: Sursum corda, lyftum hjörtum vorum. Þ. Kr. Þ. STÚDENTABLAÐ 4

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.