Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Qupperneq 9

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Qupperneq 9
Andlegt Meðal kjörorða vestrænna lýðræðisfrömuða er sú staðhæfing, að hvergi nema í lýðræðislöndum hafi andlegt sjálfstæði einstaklings- ins skilyrði til að blómgast og bera ávöxt, hvað sem líði atvinnuör- yggi, menntunarmöguleikum eða öðrum veraldlegum hlunnindum sem annarskonar þjóðfélagskerfi kunna að bjóða uppá. Þetta er vitaskuld laukrétt. Andlegt sjálfstæði fær einungis þróazt við fullt frelsi til að hugsa, segja og skrifa það sem samvizkan býður hverj- um manni, og slíkt frelsi er aðeins fyrir hendi þar sem lýðræði ríkir. Um svo augljós sannindi er þarflaust að fjölyrða. En málið er illu heilli ekki eins einfalt og virðast má við fyrstu sýn. Valda því margháttuð sálræn og félagsleg lögmál sem ekki skulu rædd hér að ráði, en þó er vert að fara nokkrum orðum um þá almennu tilhneigingu mannkindarinnar (sem raunar nálgast náttúruþörf) að hópa sig saman, mynda stéttir, samtök, trúflokka, hagsmunahópa og stjórnmálaflokka. Þessi tilhneiging er í eðli sínu jákvæð, því maðurinn er félagsvera og verður að haga lífi sínu í samfélagi við aðra menn þannig, að hann finni til öryggis, viti hvar hann er staddur í mannfélaginu, hvaða hlutverki hann gegnir og hvernig hann fær bezt notið hæfileika sinna og lagt fram krafta sína í þágu heildarinnar. Þetta verður ekki gert nema með viðmið- un við aðra þjóðfélagsþegna og í samstarfi við þá. Að þessu leyti eru félagsleg samtök ekki einasta frumlæg nauðsyn, heldur bein- línis þroskandi fyrir einstaklinginn. En hér er komið að kjarna vandans. Hvernig fær einstaklingur- inn samræmt eðlilega þátttöku í félagslífi þeirri grundvallarskyldu að varðveita og rækta andlegt sjálfstæði sitt? Þetta er að sjálfsögðu Sigurður A. Magnússon, rithöfundur: vandalítið í samtökum þar sem menn virða hverir aðra og keppa eft- ir því einu að eiga eðlileg og frjó samskipti sín á milli, en slík sam- tök eru einhverra hluta vegna fágæt, að minnstakosti hér á landi. Hitt er miklu tíðara, að félög og flokkar séu hafðir að skálkaskjóli lítilmótlegra hvata — einstaklingurinn leiti inní hópinn til að finna vanmetakennd sinni, ótta eða öfund vígi, þaðan sem hann geti ó- hultur gert hríð að þeim öflum sem honum stendur mestur stugg- ur af: manndómi, kjarki, hreinskilni og sjálfstæðri hugsun. Þessi tegund af hóphvöt er alkunn sálfræðileg staðreynd, sem slyngir stjórnmálaskúmar færa sér í nyt um gervalla heimsbyggðina. Hún er meinið sem ógnar öllu lýðræði og hefur búið um sig í íslenzku þjóðfélagi einsog illkynjað æxli sem vinna verður á með einhverj- um ráðum. Lýðræði er hættulegt félagslegt fyrirbrigði í tvennum skilningi. Það felur í sér þá hættu að siðlausir stjórnmálamenn æsi upp lægstu hvatir lýðsins í því skyni að komast til valda og halda þeim hvað sem það kostar. Þá getur það orðið afbrigði af rómversku reglunni um brauð og leika handa múgnum, og er sjónvarpsmálið illræmda nærtækt íslenzkt dæmi um slíkan skollaleik. En lýðræðið er líka hættulegt í góðum og jákvæðum skilningi: það krefst þess af hverj- um einstaklingi að hann taki áhættunni af að hafa sjálfstæðar skoð- anir, standa við þær og halda þeim fram, jafnvel þótt efnalegu ör- yggi hans, persónulegum vinsældum eða þjóðfélagsaðstöðu kunni að vera stefnt í tvísýnu. Það er þessi síðarnefnda hætta sem múgmenninu stendur stuggur af, og því leitar hann inní hópinn í þeirri von eða vissu, að þar geti 9 STÚ DENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.