Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Side 10

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Side 10
hann óáreittur afsalað sér skyldum einstaklingsins, dekrað við kjark- leysi sitt, og samt talað digurbarkalega og látið stórmannlega í krafti samtakanna, sem um hann lykjast, og flokksforingjans, sem hann lýtur í blindu metnaðarleysi. Þetta fyrirbæri blasir við hvar- vetna í íslenzku þjóðlífi, ekki einungis meðal óbreyttra pólitískra flokksmanna, heldur einnig í stéttarfélögum þar sem nokkrir há- værir orðhákar ráða einatt lögum og lofum, í sölum Alþingis þar sem það þykir tíðindum sæta ef hjáróma rödd heyrist í þingflokki, og þannig mætti lengi telja. Dýrkun flokksforingjanna, einkan- lega í tveimur stærstu stjórnmálaflokkunum, er í rauninni grát- brosleg, en hún felur líka í sér hættur sem snúast verður gegn hið bráðasta, ef ekki á að stefna lýðræði hér í óefni. Ein meginforsenda heilbrigðs lýðræðis er í því fólgin, að minni- hlutinn hafi að minnstakosti jafnrétt fyrir sér og meirihlutinn. (I reyndinni er það vitanlega svo, að minnihlutinn hefur yfirleitt meira til síns máls). Þessari frumforsendu alls lýðræðis og lýðfrelsis er harla lítill gaumur gefinn á íslandi, með þeim afleiðingum að heil- brigðustu öfl þjóðfélagsins, sem ævinlega hljóta að vera í minni- hluta, fá ekki no:ið sín, hvorki í þjóðmálum yfirleitt né í sjálfri menningarviðleitninni. Menn með sjálfstæð viðhorf verða horn- rekur í þjóðfélaginu afþví þeir eru utanvið það flókna og pott- þétta kerfi sem svokallaðir leiðtogar þjóðarinnar hafa komið sér upp af miklu hugviti og fyrirhyggju. Þeir sem því nenna geta auðvitað veitt sér þann munað að rækta sitt andlega sjálfstæði og ganga sín- ar eigin götur, en þeir hafa litla sem enga von um að fá rofið þá voldugu múra forheimskunar og steinrunninna kennisetninga sem ráðamennirnir hafa hlaðið utanum forréttindi sín og aðstöðu í þjóðfélaginu. Hér eiga allir íslenzkir stjórnmálaflokkar óskiptan hlut að máli. Foringjar þeirra hafa svarizt í einhverskonar fóst- bræðralag um ósómann og myndað „nýja stétt'' í skjóli þeirrar vissu, að hinn almenni kjósandi láti teyma sig á asnaeyrunum til eilífðarnóns, því hann sjái engra annarra kosta völ. Þessi „nýja stétt'' ræður yfir blaðakosti landsins einsog hann leggur sig, og þannig er henni í lófa lagið að móta viðhorf þeirra kjósenda sem nauðsyn ber til að hafa þæga til að varðveita status quo. Má vera að einhverjum þyki þessi mynd dregin of dökkum drátt- um, en ég held hún sé mjög nærri lagi þegar reynt er að horfa gegn- um blekkingamoldviðri og sjónhverfingar hinna pólitísku ævintýra- manna. Islenzk blöð eru að dómi kunnugustu manna mörgum ára- tugum á eftir tímanum um skynsamlegan og heiðarlegan málflutn- ing, og bendir fátt til að vænta megi breytingar til batnaðar um fyrirsjáanlega framtíð. Hér tala ég af nokkurri persónulegri reynslu. Um alræði stjórnmálaflokkanna á öllum sviðum þjóðlífsins er ástæðulaust að fara mörgum orðum. Það liggur öllum sjáandi mönn- um í augum uppi. Opinberar embættisveitingar eru undantekning- arlítið pólitískar, og er loksins þar komið að gerræðið er farið að ganga fram af óbreyttum borgurum, einsog fram kom tvisvar á liðnu ári með eftirminnilegum hætti. Allar helztu menningarstofn- anir þjóðarinnar, að Háskóla íslands undanteknum, lúta forustu pólitískra bitlingamanna, allt frá menntamálaráði, þjóðleikhúsráði og útvarpsráði niður í úthlutunarnefnd listamannafjár. Háskól- inn hefur þó ekki með öllu farið varhluta af hinum pólitíska sýkli, einsog skýrast kom fram með gerræði vararektors í sambandi við heimsókn sænsku skáldkonunnar Söru Lidman, og er það smánar- blettur á svo virðulegri stofnun. Er þá nokkur von til þess að fá eflt andlegt sjálfstæði með þjóð sem er orðin svo samdauna pólitískri múgmennsku, svo vön forsjá siðspilltra stjórnmálamanna, að hún er löngu hætt að finna til múl- bandsins? Eg hef þá von og bind hana við uppvaxandi kynslóð, sem mér virðist í flestu tilliti heilbrigðari, metnaðarfyllri og sjálfstæðari en þær kynslóðir sem lifðu kreppuna og eftirköst hennar, stríðsgróð- ann og þá allsherjarsiðgæðisupplausn sem af honum leiddi. And- legt sjálfstæði verður bezt tryggt með markvissri og alhliða mennt- un, ströngum sjálfsaga og þeim siðgæðisþroska sem gerir sömu kröfur til sjálfs sín og annarra. Engir eru betur til þess búnir en stúd- entar að hefja sjálfstæðismerkið á Ioft og verja þau verðmæti sem eru undirstöður heilbrigðrar þjóðmenningar. Til þess þarf djörf- ung, staðfestu, framtak og þann ákaflega dýrmæta eiginleika að halda anda sínum ungum og vakandi. Það hefur einatt viljað brenna við, að um þrítugsaldurinn taki hugsjónaglóð æskuáranna að kulna; þá fara menn gjarna að hugsa fyrir hægum og vel launuðum em- bættum og sjá sig knúða til að taka þátt í mannskemmandi refskák íslenzkra stjórnmála til að koma ár sinni fyrir borð. Þetta má ekki henda uppvaxandi kynslóð. Þjóðin hefur ekki ráð á að stúdentar hennar, blómi ungu kynslóðarinnar, eldist fyrir aldur fram og van- ræki það brýna hlutverk að hreinsa til í íslenzku þjóðfélagi og reisa það úr niðurlægingunni, sem hin pólitíska spilling og skefjalausa sérhagsmunastreita hafa leitt yfir það. Háskóli fslands hefur um langt árabil verið steinsofandi stofn- un, fullkomlega óvirkt afl í þjóðlífinu. Á þessu verður að gera rót- tæka breytingu, og til þess eru stúdentar kjörnir. Það verður að fá æðstu menntastofnun þjóðarinnar það hlutverk sem henni ber eðli sínu samkvæmt að gegna, gera hana að leiðandi og mótandi aðilja í lífi fálmandi, nýfrjálsrar þjóðar. Þá og því aðeins er von til þess að andlegt sjálfstæði fái notið sín á íslandi. STÚ DENTABLAÐ 10

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.