Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Qupperneq 11

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Qupperneq 11
Böðvar Guðmundsson, stud. mag.: Efling Háskólans Eg vil taka fram í upphafi míns máls, að ég hef ekki fundið upp hjá sjálfum mér að úthrópa álit mitt um eflingu Háskóla Islands, en þar sem ég veiti þeirri nefnd S. H. í. forstöðu, sem fjallar um menntamál stúdenta, er mér ekki heldur stætt á því að þegja þunnu hljóði um svo mikil- vægt mál. Því að það er eitt atriði, sem ég veit trúlega betur en þeir for- ráðamenn þjóðar og skóla, sem á- huga hafa á eflingu Háskólans. Það er álit stúdenta sjálfra á núverandi á- standi skólans. Þetta tel ég reyndar svo mikilvægt mál, að það nægir mér til að leggja söðul á ritmerina og halda fram á ritvöllinn. Sá, sem í „einlægni” ræðir við stúdenta í Háskóla Islands, þarf ekki langan tíma til að finna, að stór hóp- ur þeirra er óánægður með afar- margt, sem viðkemur náminu og finna þeir skóla og kennslu flest til foráttu, námsbækur engar eða úrelt- ar, — aðstaða til tilrauna og vísinda- iðkana léleg sem engin, pláss á les- stofum skólans hvergi nærri nóg, kennsluaðferðir löngu úreltar o. s. frv., o. s. frv. Ég segi ekki, að öllum stúdentum finnist það sama, en ein- hvers konar umkvörtun er næsta al- geng, þegar stúdent fer að ræða að- stöðu sína til náms. Annað er það, sem er mjög áberandi hjá stúdentum, en það er, hversu oft þeir bera Há- skóla Islands saman við erlenda há- skóla. Nú hagar því hins vegar svo til, að einungis lítill hópur stúdenta við Háskóla Islands hefur stundað nám og kynnst aðferðum við erlenda háskóla. Það má því fullyrða, að það sé órannsakað mál, hvort óánægja þeirra hefur við rök að styðjast, — og einhver mundi ef til vill spyrja sem svo, hvort hér sé um annað að ræða en eðlislæga minnimáttar- kennd Islendinga. Því held ég nú að megi svara neitandi. Þegar þeir stúd- entar, sem stundað hafa nám um tíma erlendis, koma heim, flytja þeir með sér fréttir af gjörólíkum kennsluaðferðum, gjörólíkri aðstöðu og ótrúlega góðum og gáfulegum bókum, sem hinum erlendu starfs- bræðrum þeirra er bent á að Iesa. Auðvitað verður frásögnin dálítið ýkt, — en hefur þó sannsögulegan kjarna. Nú er það ekki svo, að ég vilji á einn eða annan hátt vefengja sannleiksgildi orða þeirra stúdenta, sem gjarnan tala um hinn mikla mun á Háskóla Islands og öðrum háskólum. Mér vitanlega hefur ekki verið gerð nein rannsókn á því, hvar Háskóli Islands er staddur miðað við aðra skóla. Hins vegar má það vera öllum ljóst, að á sumum sviðum get- ur sá samanburður ekki orðið óhag- stæðari, t. d. hvað varðar námsbóka- leysi. Því ber vitanlega að fagna, því að batnandi manni er bezt að lifa. Jón gamli Steingrímsson, sá sem messaði hvað snöfurlegast í Skaftáreldi, mun hafa orðið að skrifa sínar námsbækur sjálfur. Ojá, þetta voru neyðartímar. En því er ég að segja þetta, að ég hef heyrt, að sú kennsluaðferð, að láta stúdenta gera sjálfa sínar námsbækur, sé enn við lýði í Háskóla Islands. Þessu trúi ég nú reyndar ekki, en mér hefur verið sagt, að ónefndir prófessorar geri ekki annað í kennslustundum, en að láta stúdentana skrifa upp „orðrétt”, það sem þeir hafa sjálfir samið af kostgæfni. Það þarf auðvitað engan meðalspeking til að sjá, að hér er um háskalega, mér liggur við að segja siðlausa, sóun á tíma stúdenta að ræða. Ef það er svona nauðsyn- legt, að stúdentar nái ræðu prófess- ora orðréttri, hvers vegna er hún þá ekki fjölrituð, og kennslustund svo varið til kennslu, — í stað þess að láta stúdenta puða við störf, sem fjölritarar eru venjulega látnir gera? Kennsla við Háskóla Islands fer, guði sé lof, einnig fram með fyrir- lestrum, seminörum og yfirheyrsl- um. Margir stúdentar eru mjög á móti fyrirlestraraðferðinni, og hafa þeir að mínu áliti allmikið til síns máls. Þegar haldinn er fyrirlestur, skiptir ekki máli fyrir þann, sem á hlýðir, hvort hann hefur búið sig undir hann heima. Þ. e. a. s. sá, sem á hlýðir á ekki á hættu að verða tek- inn upp af grályndum kennara og leikinn hart. En aðeins að þessu leyti skiptir undirbúningur ekki máli. Sá, sem ætlar sér að fylgjast með öllu, sem um er að ræða í fyrir- lestri, þarf hins vegar vissan undir- búning. M. ö. o. það er algerlega á valdi og ábyrgð stúdenta sjálfra, hvort þeir hafa gagn af fyrirlestri eða ekki, og flestir held ég, kikna undir þeirri ábyrgð. Þar af leiðandi fer efni fyrirlestrar fyrir ofan garð og neðan hjá öllum þorra stúdenta, sem síðan 11 STÚ DENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.