Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Síða 14

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Síða 14
Hvað réði vali þínu Jóhann J. Bergman i, sfud. polyh Hjálmar Freysteinsson, stud. med. Björn Ástmundsson, stud. jur. Höskuldur Þráinsson, stud. philol. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að þörfin fyrir tæknimenntaða menn fer sívaxandi. Hér á landi, sem ann- ars staðar, er enn langt í land að þessari þörf sé fullnægt. Þar af leiðir eðlilega, að maður með slíka menntun á örugga góða framtíðar- atvinnu að loknu námi. Það er eink- um vegna þessa framtíðaröryggis, sem ég hef kosið að leggja stund á verkfræðinám. Og ekki spillir það, að ég hef löngum haft gaman af að fitla við reiknistokk og reglustiku. Það mun hverjum manni eðlilegt, að hafa meiri löngun til að takast á hendur eitt starf en annað, jafnvel þótt hann geti eigi gefið fulla skýr- ingu á, hvað ráði vali hans. Eg hef grun um, að er námssvið er valið að loknu stúdentsprófi, sé það eins oft einhver óskýranleg löngun eða gam- all draumur, sem úrslitaþýðingu hef- ur, eins og niðurstaða skynsamlegrar röksemdafærslu. Þetta mun hafa átt við um val mitt að allverulegu leyti, þótt vissulega kæmi fleira til greina. Það sem mér virðist einkum muni verða stúdentum nú hvatning til að hefja nám í læknisfræði, er sá mikli læknaskortur, sem er ríkjandi á Islandi, einkum utan Reykjavíkur. Ur þessum læknaskorti verður að bæta og með hlutdeild í því ætti okk- ur að takast að vinna þjóð okkar gagn, en það hlýtur að vera hverjum námsmanni kappsmál að endur- gjalda þannig að einhverju leyti þann fjárstyrk, er hann nýtur á námstímanum. Læknaskorturinn verður einnig að teljast trygging fyrir nægri at- vinnu og sæmilegri fjárhagsafkomu að námi loknu, og vonandi verður engum álasað fyrir Mammonsdýrk- un, þótt nokkurt tillit sé tekið til slíks, er ákvörðun er tekin. Þótt vegurinn að lokatakmarkinu sé brattur og erfiður yfirferðar, ber líka að hafa það í huga, að erfið- leikarnir eru þroskandi, og að sig- ur án baráttu er lítill sigur. Ég valdi lögfræði vegna þess að ég tel að áhugamál mín blandist þar hagnaðarvoninni í réttum hlutföll- um. Alls kyns gróusögur um vafa- samt ágæti þessarar fræðigreinar á- samt tilheyrandi fussi og sveii, lét ég sem vind um eyru þjóta, enda ekki ætlun mín að þóknast öðrum en mér og mínum í vali framtíðar- starfs. Vafalaust má deila um það hve þörfin fyrir lögfræðinga er miki- ,1, en heldur vildi ég sitja aðgerðar- laus en sinna starfi sem ég hef ekki áhuga á. Er ég var beðinn að svara þessari spurningu skriflega og helzt með rökstuddri greinargerð, hafði ég alls ekki á takteinum neina fullkomna rökleiðslu til að demba á pappírinn og henda svo í ritnefnd blaðsins. Ég hef nefnilega svo lengi verið ákveð- inn í að fara í íslenzkunám, að ég hef ekki nýlega brotið heilann um það, bvers vegna mig langaði til þess. Ég hef miklu fremur velt vöngum yfir því, hvers vegna ekki langaði alla aðra til þess. Islenzka hefur ætíð verið meðal minna eftirlætisnáms- greina, og ég hef fengið meiri áhuga og ást á henni með hverju ári um langa hríð, enda alltaf haft mjög skemmtilega kennara í þeirri grein. Ég get því ekki útskýrt þessa ákvörð- un mína öðru vísi en á þessa leið: Mig langar til að lcera íslenzku, grúska í íslenzku, kenna íslenzku og að allir tali íslenzku á Islandi. Og spyrji einhver enn hvers vegna, verður svarið aðeins þetta: Það er bara svona og hefur lengi verið svona. STÚDENTABLAÐ 14

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.