Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Side 17

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Side 17
stundum getað styrkt laganema til að sitja árshátíðir annarra norrænna laganemafélaga, og á árshátíð Ora- tors komu að þessu sinni 3 erlendir laganemar. Er af öllu þessu ljóst að stúdentaskiptasjóður svo og hvers konar aðrir ferðastyrkir gegna mjög mikilvægu hlutverki í starfsemi Ora- tors. Það er enn 4. nóv. og aðalfundur Orators í fullum gangi. Fráfarandi formaður er enn í pontu að flytja skýrslu stjórnar. Ofangreindur frétta- þulur hefur hins vegar fegið sig full- saddan af þeirri skýrslu i bili, yfir- Starfsemi Félags viðskiptafræðinema hefur verið fjölbreytt síðastliðið starfsár. Sú hefð hefur komist á að efna til kynningarfundar fyrir nýliða í deildinni á hausti hverju. Hefur þá eihver prófessoranna við deildina skýrt frá náms- og kennslutilhögun og svarað fyrirspurnum þar að lút- andi, og að því loknu hefur félags- líf verið kynnt og menn hvattir til að stunda námið af kappi. A síðastliðnu starfsári var tekin upp sú nýjung að efna til Hádegis- verðarfunda, þar sem ýmsir mætir menn voru fengnir til að ræða ýms- ar hliðar efnahagsmálanna og svara fyrirspurnum deildarnema að því loknu. Voru 3 slíkir fundir haldnir s. 1. ár og meðal ræðumanna var Ingólfur Jónsson landbúnaðarráð- herra. Efnt var til tveggja vísindaleið- angra, sinn á hvoru misseri. Hinn gefur fundinn og gengur niður á aðra hæð í þessu sama húsi. Segir ekki meir af honum, en þess getið hér að lokum að fráfarandi formað- ur lauk við að flytja skýrslu stjórn- ar. Gripu þá félagsmenn óðara tæki- færið og kusu nýja stjórn fyrir skólaárið 1966—67 og skipa hana eftirtaldir menn: Þórður Asgeirsson formaður, Jón Ingvarsson varafor- maður og ritstjóri Ulfljóts, Svanur Þór Vilhjálmsson, Friðgeir Björns- son og Othar Orn Petersen. Fleira var ekki í fréttum. Reykjavík, 17.11. 1966. fyrri var farinn í nóvember og var starfssemi Flugfélags Islands og Norðurstjörnunar rannsökuð. Voru leiðangursmenn leiddir í allan sann- leikann um rekstur þessarra tveggja fyrirtækja. Sneru menn heim fullir vizku um flug og niðursuðu. I vísindaleiðangur hinn síðari var svo farið í febrúar. í þetta skipti var haldið norður til Akureyrar þar sem starfssemi K. E. A. og S. í. S. skyldi grandskoðuð. Hluti hópsins fór norð- ur síðari hluta fimmtudags vegna þess að ekki var hægt að koma öllum f jöldanum, 60 manns með einni ferð norður. Aðalhópurinn kom svo á föstudagsmorgun og var þá strax hafizt handa um að skoða hina um- fangsmiklu starfssemi ofangreindra fyrirtækja. En einn dagur dugði ekki til þessa mikla verks og var rann- sókninni haldið áfram að laugar- dagsmorgni. I millitíðinni notuðu menn tækifærið og kynntu sér skemmtanalíf og vertshúsamenningu þeirra Norðanmanna. Hópurinn hélt svo til Reykjavíkur síðari hluta laug- ardags og lauk einum munni um að gestgjöfum hafi farið móttakan frá- bærlega úr hendi. I ár eru liðin 25 ár frá því að kennsla í viðskiptafræðum hófst við Háskóla Islands. I því tilefni gekst Félag viðskiptafræðinema í samráði við Hagfræðafélag Islands fyrir há- tíðarhöldum hinn 29. okt. s. 1. Hóf- ust þau með hátíðafundi í Hátíðasal Háskóla Islands þar sem meðal ann- ars voru flutt tvö mjög merkileg er- indi um hagfræðileg efni og hyggst Félag viðskiptafræðinema birta þau í Hagmálum, tímariti deildarinnar fljótlega. Um kvöldið var afmælis- fagnaður, hvar menn ræddu saman og skemmtu sér fram eftir nóttu. Fóru hátíðarhöld þessi í alla staði hið bezta fram og gafst kandidötum ágætt tækifæri til að kynnast þeim, er stunda nám við deildina. I byrjun okt. s. I. héldu fimm viðskiptafræðinemar utan til þess að sitja Norræna viðskiptafræðinema- mótið, sem haldið er árlega og í þetta sinn sá Verzlunarháskólinn í Kaupmannahöfn um mótið. Sam- skipti félagsins við viðskiptafræði- nema á hinum Norðurlöndunum hafa aukist mikið á undanförnum ár- um. Höfum við haft mikinn hag af því, getað kynnt okkur námstilhög- un þeirra og séð á hvaða braut kennsla við Viðskiptadeildina er, og hefur komið í ljós að um mjög svip- að námsefni er að ræða, en þó er erlendis ekki við þann húsnæðisskort að glíma sem er við Háskóla Islands. Er þar yfirleitt um mjög góða að- Frá Mími Síðasta starfsár Mímis var hið við- burðaríkasta að venju. Menn höfðu óttazt, að hin nýja námsskipan í deildinni kynni að hafa lamandi á- hrif á starfsemi félagsins, því að minna samband yrði með nýliðum og hinum eldri. Þessi ótti reyndist þó að mestu ástæðulaus, því að ýms- ir nýstúdentar reyndust hinir ötul- ustu starfskraftar á sviði félagslífsins. Ymsir hugðu og, að tilkoma hins stöðu til þess að vinna að alls kon- ar verkefnum og æfingum. I ár eru fimm ár liðin frá því að Félag viðskiptafræðinema gekk í AIESEC, alþjóðasamtök viðskipta- og hagfræðinema. Á vegum þess- ara samtaka hafa stúdentaskipti og vinnumiðlun átt sér stað. Er stúd- entum útveguð launuð störf hjá er- lendum fyrirtækjum, hvar þeir geta beitt þeirri þekkingu, sem þeir hafa aflað sér í Háskólanum. A þessum árum hafa 25 íslenzkir viðskipta- fræðinemar haldið utan og starfað í 10 löndum. Hingað hafa komið 20 erlendir stúdentar frá 8 löndum og hafa þeir starfað hjá ýmsum fyrir- tækjum bæði opinberum og einka- fyrirtækjum. Starfsemi þessi hefur með hverju ári orðið æ stærri þáttur í starfi deildarinnar. Hafa menn talið sig hafa mikið gagn af störfum þessum og með því að starfa erlendis hafa þeir kynnzt þeim þjóðum er löndin búa. Undirritaður átti þess kost að starfa í tvo mánuði í Þýzkalandi s. 1. sumar hjá stóru fyrirtæki, er hafði tæplega 20 þúsund manns í þjónustu sinni. Tel ég að það sé nauðsynlegt hverjum viðskiptafræðinema að stefna að því að komast í vinnuskipti þessi og kynnast á þann hátt störfum við erlend fyrirtæki og víkka um leið sjóndeildarhring sinn. Af því sem hér hefur verið rakið má sjá að verkefni fyrir viðskipta- fræðinema eru óþrjótandi. Enda er álit allra er stunda nám við deild- ina að við verðum að kynnast ýms- um sjónarmiðum og auka samskipti okkar við viðskipta -og hagfræði- menntaða menn heima og erlendis svo við stöðnum ekki í grein okkar. Ragnar Einarsson. nýja félags stúdenta í Heimspeki- deild kynni að leiða til árekstra, en samkomulag þessara aðila reyndist þó yfirleitt með ágætum. Það varð mjög til stuðnings starf- semi félagsins, að í fyrravetur höfðu orðið nokkur umskipti í húsnæðis- málurn þess, er Mirnir flutti úr vegg- skáp í kjallara Háskólans í herbergi nokkurt í kjallara íþróttahúss Há- skólans. Þótt veruleg bót fengist með Frá Félagi viðskiptafræðinema 17 STU DENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.