Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 19

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Blaðsíða 19
sem kvartað var yfir því, að ekki væri tekið nægilegt tillit til æski- legs heildarsamræmis við samningu stundatöflu heimspekideildar. Við- brögð deildarinnar voru þau að boða formann félagsins á deildarfund með prófessorum. Samþykkti þar deildin fyrir sitt leyti tillögu félagsins í fyrr- nefndu bréfi um að skipuð yrði sam- starfsnefnd háskólakennara og stúd- enta um málið og tilnefndi dr. Matt- hías Jónasson sem formann nefnd- arinnar og til var dr. Símon Jóh. Agústsson. Stjórn félagsins tilnefndi fyrir sitt leyti í nefndina þrjá stúd- enta og þann fjórða til vara. Nefnd þessi á að starfa að því að koma betra lagi og samræmingu á að því er varðar gerð stundaskrár fyrir deildina. Því miður var nefndin aldrei kölluð saman í sumar, en hef- ur komið saman nú í haust, og verð- ur vonandi einhverra tíðinda að vænta af þeim vettvangi er fram líða stundir. Fráfarandi stjórn félagsins hóf aðgerðir í þá átt að koma á stúd- entaskiptum við samsvarandi félag við Oslóarháskóla, og er nú beðið eftir svari frá stúdentunum þar. Síðasta verk fráfarandi stjórnar var að gefa út lítið Fréttabréf með tíðindum af starfi félagsins, og var það ekki sízt ætlað nýstúdentum. Aðalfundur félagsins var síðan hald- inn 10. nóv. s. 1. Er stjórnin nú þannig skipuð: Björn Þorsteinsson, formaður, Rafn Guðmundsson, Kristín Blöndal, Sigurgeir Stein- grímsson og Nína Þórðardóttir. Að lokum þykir hlýða að árétta það enn frekar, að einna brýnast hagsmunamál stúdenta við deildina virðist vera að námsaðstaða þeirra verði bætt á ýmsan hátt. Þessi deild hefur verið bagalega vanrækt að ýmsu leyti og því orðið hálfgerð ruslakista í sumu tilliti. Þetta bitnar mest á þeim stúdentum, sem vilja í raun og veru taka próf með fullum réttindum út úr deildinni, ekki sízt eftir reglugerðarbreytinguna, sem miðar ótvírætt að þyngingu námsins. En nú þegar er komin nokkur reynd á framkvæmd forprófa og fleiri ný- mæla, og má telja fullvíst, að ýmis atriði á því sviði megi lagfæra að fenginni reynslu til ótvíræðs hag- ræðis fyrir alla aðila. Eigi það að fást fram, þurfa stúdentar við deildina óefað að standa fast saman í þessu tiltölulega lítt reynda félagi sínu. Björn Teitsson. Fréttip af starfi pólitísku Frá Félagi róttækra stúdenta Félag róttækra var stofnað 13. apríl 1934, sem samfylking stúdenta gegn áhrifum auðvaldsins og fasisma inn- an Háskólans. I félaginu voru margir stúdentar, sem nú eru hóskólapró- fessorar og alþingismenn og tilheyra nú ýmsum stjórnmálaflokkum. Fé- lagið klofnaði skömmu fyrir seinni heimstyrjöldina er hinn róttæk- ari armur félagsins lýsti yfir stuðn- ingi við Sósíalismann, en hinir stofn- uðu Félag frjálslyndra stúdenta. Síðan hefur margt á daga félags- ins drifið, en á aðalfundi félagsins í október 1966, voru lög þess loks endurskoðuð. Þar er höfuðmarkmið félagsins svo skilgreint að F. R. S. hyggst glæða skilning stúdenta á þjóðfélagsmálum og berjast fyrir sigri hins lýðræðislega sósíalisma á Islandi. Auk þess eru settar fram kröfurnar um: að nám verði viður- kennt þjóðnytjastarf og launað sam- kvæmt því, um eflingu lifandi ís- lenzkrar menningar og hvatt til sam- stöðu allra stúdenta um hagsmuna- mál sín. Á aðalfundinum rakti Jón Böðv- arsson cand. mag. sögu félagsins og Júníus Kristinsson ræddi um hin nýju viðhorf eftir sigur B-listans. Drög að starfsáætlun var samþykkt og hefur áætlunin nú verið gefin út og dreift í Háskólanum. í stjórn voru kjörnir: Magnús Jónsson stud. philol. formaður, Rafn Guðmunds- son stud. philol ritari og jafnframt ritstjóri Nýja Stúdentablaðsins, Olaf- ur Einarsson stud. mag. gjaldkeri. Meðstjórnendur: Jón Sigurðsson stud. philol og Jóhann Bergmann stud. polyt. Starf pólitísku stúdentafélaganna hefur á undanförnum árum verið heldur lítið, síðan pólitískar lista- kosningar til stúdentaráðs voru af- numdar. Eftir þá breytingu, sem nú hefur verið gerð á félagsstarfsemi innan Háskólans hefur starfsaðstaða félaganna batnað á ný. I fyrravetur myndaðist sterk sam- staða háskólastúdenta um undir- skriftasöfnun um að krefjast lokun Keflavíkursjónvarpsins. Félag rót- tækra var umhugað um að sú sam- staða héldist og tók því þátt í fram- boði B-listans til kjörs til Stúdentafé- lags Háskóla íslands. Sigur B-listans sannaði nauðsyn samstöðu allra þjóðhollra stúdenta og stefnuskrá B-listans var málefnagrundvöllur, sem Félag róttækra var fúst til að berjast á. En jafnframt samstöðunni um hin nýju viðhorf, vill Félag róttækra glæða skilning stúdenta á þjóðfé- lagsmálum og þá sérstaklega hug- sjónum sósíalismans. Því hefur fé- lagið gefið út starfsáætlun, sem ber vott um fjölþætt vetrarstarf. F. R. S., var fyrsta pólitíska stúdentafélagið til að hefja starf á þessu hausti og ber það vott um bætta aðstöðu fé- lagsins eftir breytingarnar á félags- lífi háskólastúdenta. Höfuðatriðin í starfi félagsins í vetur verða þrír umræðuhópar, sem eiga að koma saman aðra hvora viku. Fyrsti hópurinn fjallar um leiklist, annar um ný viðhorf til sósíalisma, þriðji um samtímabókmenntir. Hóp- arnir eru þegar teknir til starfa. Auk þessara umræðuhópa, mun málgagn félagsins, Nýja Stúdenta- blaðið koma út og kemur fyrsta blaðið í byrjun desember. Einnig er ætlunin að halda nokkra almenna fundi um ýmis málefni og hefur m. a. C. H. Hermannson, formanni sænska kommúnistaflokksins verið boðið að halda fyrirlestur á vegum félagsins. Félag róttækra stúdenta skorar á alla stúdenta að kynna sér stefnu og starf Félags róttækra og afstöðu fé- lagsmanna í hagsmunamálum stúd- enta. Tími fordóma og áróðurskýja kalda stríðsins er að linna. Við hvetj- um stúdenta til að hugleiða hlutlægt stefnu félagsins og skipa sér í raðir róttækra stúdenta. F. R. S. Frá Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta Breytingar á stjórnunarmálum stúdenta Að vonum markaðist starf VÖKU s. I. starfsár fyrst og fremst af þeim breytingum, sem áttu sér stað á stjórnunarmálum háskólastúdenta, enda hafði stefna félagsins um all- langt skeið verið að ráða bót á þeim óviðunandi lögum um S. H. I., er gengu í gildi 1960. Með þeim lögum var grundvellinum að mestu kippt undan starfsemi pólitísku félaganna, og stúdentaráðskosningarnar urðu eins konar skollaleikur, kryddaður lýsingarorðum eins og „ópólitískur" og „hlutlaus". Nefnd sú, er starfaði sumarið 1965 og undirbjó breytingarnar á skipulagi félagsmála háskólastúd- enta, lagði til, að haslaður yrði völlur fyrir „pólitískar" umræður innan há- skólans, jafnframt með það í huga, 19 STÚDENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.