Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Qupperneq 20

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Qupperneq 20
Frá Félagi frjálslyndra stúdenta að stúdenta varðaði stjórnmál engu síður en aðra þegna þjóðfélagsins. Stúdentafélagskosningarnar S. 1. vor samþykkti S. H. I. lög fyrir S. F. H. I., en samkvæmt þeim skal félagið fjalla um almenn félagsmál háskólastúdenta og vera að auki vett- vangur þjóðfélags- og menningar- mála. I beinu framhaldi af framan- sögðu bauð VAKA fram við kosn- ingar til stjórnar Stúdentafélagsins 15. október s. 1. Hlaut VAKA u. þ. b. 49% greiddra atkvæða eins og kunnugt er. Af einhverjum „óskiljanlegum" ástæðum mættu hin stjórnmálafélög- in þrjú ekki til leiks, heldur héldu áfram áður uppteknum „sauðar- gæruskollaleik". Má þó búast við því, að innan skamms komi rétt andlit þeirra í ljós, enda er stúdent- um Ijóst, að ný lög eru í gildi geng- in, og „grímudansleiknum" er lokið. Aðalfundur VÖKU Aðalfundur VÖKU, félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta, var haldinn að Hótel Sögu 15. nóvember s. 1. I skýrslu fráfarandi stjórnar kom m. a. fram, að fjórir fyrirlesarar úr röð- um háskólastúdenta höfðu komið á fundi hjá félaginu: Jón E. Ragnars- son, Jakob R. Möller, Skúli G. John- sen og Vladimir Jakúb, rússneskur háskólamaður, sem hér stundaði nám í fyrravetur. I stjórn félagsins fyrir næsta starfsár voru kjörnir: Friðrik Sophus- son stud. jur. formaður, Páll Bragi Kristjónsson stud. jur. varaformaður, Ármann Sveinsson stud. jur., Bjarni Lúðvígsson, stud. jur., Gylfi Þ. Magnússon, stud. oecon., Ingólfur Hjartarsson stud jur., Jóhannes M. Gunnarsson stud. med., Júlíus S. Ólafsson stud. oecon og Leifur Dungal stud med. I kjördeildarráð voru kjörnir: Brynjólfur Kjartansson stud. jur., Guðjón Magnússon stud. med., Georg Ólafsson stud. oecon., Hjörtur Hannesson stud. polyt. og Sigurður Sigurðarson stud. theol. Eftirfarandi ályktun, vegna fram- komins frumvarps á Alþingi, var samþykkt: Aðalfundur VÖKU, félags lýð- ræðissinnaðra stúdenta, haldinn að Hótel Sögu 15. nóv. fagnar þeirri stefnu, sem fram kemur í frumvarpi ríkisstjórnarinnar á Alþingi um námslán og námsstyrki. Fundurinn telur mikilsvert: 1) Að íslenzkir námsmenn er- lendis og þeir, sem stunda nám við Háskóla Islands njóti sömu aðstöðu með sama hætti til opinberrar að- stoðar. 2) Að tekið verði upp jafn- greiðslukerfi (annvitet) til endur- greiðslu á námslánum. 3) Að veittir skuli kandidata- styrkir til þeirra, sem stunda nám til lokaprófs. Hins vegar bendir fundurinn á brýna nauðsyn þess, að fjárframlög úr ríkissjóði verði aukin að miklum mun til að breytingarnar nái tilætl- uðum árangri. Að lokum VAKA, félag lýðsæðissinnaðra stúd- enta, var stofnað 1935 af nokkrum háskólastúdentum. VAKA er sjálf- stætt stjórnmálafélag, sem grund- vallast á lýðræðishugsjónum og berst gegn hvers konar ofbeldis- og öfgastefnum á sviði félagsmála. All- ir lýðræðissinnaðir stúdentar geta því tekið þátt í störfum félagsins. Eins og að undanförnu mun starf félagsins aðallega felast í blaðaút- gáfu og fundahöldum um þjóðfé- lags- og menningarmál, enda er vett- vangur félagsins að ræða stjórnmál á „akademiskum" grundvelli. Félag frjálslyndra stúdenta var stofn- að 29. apríl 1939. Stofnendur þess voru 25 að tölu og meðal þeirra getur að líta nöfn margra merkra manna. Geta má þess, að í hópi stofnenda voru tveir núverandi al- þingismenn, einn hæstaréttardómari og þrír prófessorar við H. I. Eitt af stefnuskrármálum félagsins frá upp- hafi hefur verið að vinna að félags- og hagsmunamálum stúdenta svo og að kynna þeim þjóðmál. Samkvæmt þessu hefur félagið starfað í rúman aldarfjórðung. Á þessu tímabili hef- ur á ýmsu oltið, félagsstarfið hefur risið og hnigið líkt og gerist og gengur. Á undanförnum árum hefur verið sérstaklega erfitt um vik fyrir þau pólitísku félög, sem hafa starf- að í háskólanum. Hefur ekkert þeirra farið varhluta af þeim erfið- leikum. Þrátt fyrir þessa erfiðleika hefur F. F. S. alltaf haldið uppi stöð- ugri félagsstarfsemi. Stjórn félagsins síðastliðið starfsár var skipuð eftir- töldum: form. Friðgeir Björnsson stud. jur., varaform. Heimir Pálsson stud mag., ritari Snorri Sveinn Þor- geirsson stud. med., gjaldkeri Val- garður Egilsson stud. med. og spjald- skrárritari Þorsteinn Skúlason stud. jur. Stjórnin hélt auk allmargra stjórnarfunda þrjá almenna félags- fundi þar sem rædd voru ýmis fróð- leg og nytsöm mál. Félagið þáði boð rússneska sendi- ráðsins til kvikmyndasýningar og nutu félagsmenn hinnar alkunnu rússnesku veitingagestrisni að sýn- ingu lokinni. Þá tóku þeir formaður Friðgeir Björnsson stud. jur. og Gunnar Karlsson stud. mag. þátt í störfum samstarfsnefndar F. F. S. og S. U. F. um utanríkismál. Á árinu gerðist F. F. S. aðili að heimssamtökum frjálslyndra og rót- tækrar æsku — The World Federa- tion of Liberal and Radical Youth, WFLRY — og sótti formaður árs- þing þeirra samtaka, sem haldið var í Varese á Italíu 17.—19. sept. s. 1. Þrír félagsmenn höfðu áður farið utan á vegum þessara samtaka til þess að kynna sér störf og stefnu þeirra. F. F. S. væntir sér mikils af þátttökunni í störfum WFLRY. Með tilkomu hins nýendurreista Stúdentafélags hafa ný viðhorf skap- azt á pólitískum vettvangi stúdenta. Félagið hefur lýzt fullum stuðningi við stefnuskrármál B-listans og mun veita atbeina sinn til þess að koma þeim í framkvæmd eftir því, sem tækifæri gefast til. Á aðalfundi félagsins, sem hald- inn var 19. nóv. 1966 var stjórn félagsins kjörin, sem hér segir: Þor- steinn Skúlason stud. jur. formaður, Guðbrandur Steinþórsson stud. polyt., Rúnar Guðjónsson stud. jur., Finnbogi H. Alexandersson stud. jur. og Hjálmar Freysteinsson stud. med. I varastjórn: Gísli Magnússon stud. philol. og Völundur Jónsson stud. philol. Endurskoðendur voru kjörnir Einar Kristinsson stud. philol. og Guðmundur Einarsson stud. oecon. Eg vil að lokum hvetja stúdenta til þess að kynna sér stefnu Félags frjálslyndra stúdenta og taka þátt í starfsemi þess. Friðgeir Björnsson. STÚ DENTABLAÐ 20

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.