Stúdentablaðið - 01.12.1966, Side 22
stud. med. Sumarfagnaður fór að
venju fram á Hótel Borg að kvöldi
síðasta vetrardags. Þar var einnig
haldinn vetrarfagnaður 22. okt. s. 1.
og sá hin nýskipaða stjórn Stúdenta-
félags Háskólans um fagnaðinn, en
formaður hennar er Aðalsteinn Ei-
ríksson stud. theol. Meðal annarra
stúdentafagnaða má nefna árshátíð
garðanna, svo og tvö garðsböll.
Bókmenntakynningar,
mál- og stúdentafundir
I febrúar s. 1. gekkst bókmennta-
kynningarnefnd fyrir kynningu í
kaffistofu Háskólans. Þar ræddi Sig-
urður A. Magnússon um gríska
Nóbelsverðlaunaskáldið Georgis
Seferis og kynnti verk hans. Mál-
fundur var hald’nn í setustofu
Gamla-Garðs og var umræðuefnið
„Kristin trú og kirkja". Framsögu-
menn voru Sig. Orn Steingrímsson
stud. theol. og Sverrir Hólmarsson
stud. mag. I febrúar s. 1. var haldinn
fundur í Sigtúni og var umræðu-
efnið: „A ríkið að styrkja blöðin".
Framsögumenn voru blaðamennirn-
ir Eiður Guðnason og Styrmir Gunn-
arsson.
Skilafundur fráfarandi stúdenta-
ráðs fór fram 3. marz. Fluttu þar
Björn Teitsson, stud. mag. fráfarandi
formaður og Tómas Sveinsson, stud.
theol. fráfarandi gjaldkeri skýrslu
sína. A almennum stúdentafundi í
jan. s. 1. voru samþykktar víðtækar
lagabreytingar á lögum fyrir stúd-
entaráð. Fundurinn var allfjölmenn-
ur og fjörugar umræður spunnust
um málið. Þá var og framboðsfund-
ur 13. okt. s. 1. til kosninga í stjórn
Stúdentafélags Háskólans, en það
félag hefur nú mikilvægu hlutverki
að gegna í félagsmálum stúdenta.
Fundurinn var mjög fjölmennur,
enda var hér um pólitísk framboð
að ræða og því sótt og varizt af
mikilli hörku.
Stúdentakórinn
Starfsemi stúdentakórsins stendur
nú í miklum blóma. A skírdag í vor
hélt kórinn söngskemmtun í Gamla
Bíó, við góðar undirtektir. Ennfrem-
ur söng kórinn í útvarpið síðasta
vetrardag og á háskólahátíðinni.
Kórnum hefur verið boðið á afmæli
stúdentakórsins í Ábo í Finnlandi,
ásamt kórum frá hinum Norðurlönd-
unum. Er nú æft af kappi og hefur
kórinn fullan hug á að þiggja þetta
ágæta boð. Stjórn kórsins annast
sem áður Jón Þórarinsson, tónskáld.
Fyrirlestrar
Stúdentar helguðu 1. des. s. 1. efninu
„Varðveizla þjóðernis". Flutti Sig-
urður Líndal hæstaréttarritari frá-
bæra ræðu um það efni. Kveikti sú
ræða eld í brjóstum stúdenta og
undirrituðu 600 þeirra áskorun til
Alþingis um að loka beri Keflavík-
ursjónvarpinu. S. 1. vetur flutti Sig-
urjón Björnsson, sálfræðingur, fyrir-
lestur um „Sálfræðilegar bók-
menntasýningar". Þá flutti dr. Gísli
Blöndal, hagfræðingur, fyrirlestur
um „Þróun fjármálastjórnar á Is-
landi", sem hann byggði að miklu
leyti á doktorsritgerð sinni. A veg-
um Háskólans flytur nú prófessor
Þórhallur Vilmundarson fyrirlestra-
flokk um íslenzk örnefni og gerir
þar grein fyrir nýrri leiðsögukenn-
ingu um það efni. Fyrsti fyrirlestur-
inn var haldinn í hátíðasalnum 13.
nóv. s. 1. og nefndist „Kennd er við
Hálfdán hurðin rauð". Næsti fyrir-
lestur var svo haldinn 20. nóv. og
nefndist „Er á ferli úlfur og refur".
Báðir þessir fyrirlestrar voru frá-
bærlega vel sóttir og vöktu verð-
skuldaða athygli.
Erlent stúdentastarf
Starf utanríkisnefndar hefur verið
all mikið á síðasta ári, þar sem svo
hefur borið við, að á þessum tíma
hefur bæði verið haldið alþjóðlegt
þing stúdenta og haldin norræn for-
mannaráðstefna hér á landi, en þessir
tveir þættir hafa löngum verið ein
helztu verkefni nefndarinnar.
Síðast í marz sótti Björn Bjarna-
son stud. jur., form. utanríkisnefnd-
ar stúdentaráðs seminar sem Norsk
Student Union gekkst fyrir og rædd
voru utanríkismál stúdenta.
í maí sóttu þeir Skúli G. Johnsen,
stud. med., formaður stúdentaráðs,
Gunnar Benediktsson, er nemur í
Stokkhólmi og Björn Bjarnason nor-
ræna formannaráðstefnu, sem hald-
in var í Stokkhólmi.
Um 17. maí fór Björn Teitsson,
stud. mag., fyrrv. form. stúdentaráðs
á vegum stúdentaráðs í boði norskra
stúdenta til Oslo á alþjóðlega stúd-
entaviku, sem haldin er í kringum
þjóðhátíðardag Norðmanna.
Um miðjan júní fór Andri Isaks-
son á vegum stúdentaráðs til Nairobi
og tók þar þátt í Austur-afríkönsku
seminari, sem haldið var þar af stúd-
entasamtökunum á Norðurlöndum.
í síðasta stúdentablaði skýrði Andri
frá þessari ferð sinni.
Um Ólafsvöku hátíð Færeyinga
sóttu tólf íslenzkir stúdentar Fær-
eyjar heim í boði færeyskra stúdenta.
Bjuggu þeir á heimilum í Færeyjum
og dvöldust þar í viku tíma í góðu
yfirlæti. Ferð þessi var skipulögð af
Ferðaþjónustu stúdenta. Þá ber að
geta þess, að á næsta sumri mun
Stúdentaráð bjóða hingað til lands
12 færeyskum stúdentum. Þá dvald-
ist Svavar Sigmundsson í Færeyjum
um mánaðartíma á styrk frá MFS,
Meginfélagi Færeyskra Stúdenta.
Stúdentaráð undirbýr nú komu fær-
eysks námsmanns til líkrar dvalar
hér.
I ágúst var haldið í Nairobi,
Kenya, 12. alþjóðaþing Interna-
tional Student Conference. Þing
þetta sóttu fyrir Stúdentaráð þeir
Björn Bjarnason og Ástráður Hreið-
arsson, stud. med., varaform. utan-
ríkisnefndar, skýrsla um þingið hef-
ur þegar birzt í Stúdentablaði.
Hinn 9—11 nóv. s. 1. var haldin
hér á landi formannaráðstefna nor-
rænu stúdentasamtakanna, sú fjórða,
sem haldin er hérlendis. Ráðstefnu
þessa sátu 10 erlendir gestir og var
hún haldin á Hótel Loftleiðum, þar
sem gestirnir bjuggu. Frekari grein-
argerð um ráðstefnuna hefur ekki
verið gerð enn og mun hún birtast
síðar.
Skipnlagsbreytingar
Samþykktar voru víðtækar laga-
breytingar á lögum S. H. í. 26. jan.
1966. Má í raun réttri segja, að lög-
unum hafi ekki verið breytt, heldur
hreinlega búin til ný, enda er þetta
langróttækasta breytingin, sem gerð
hefur verið á lögum Stúdentaráðs
allt frá stofnun þess árið 1920.
Heildarstefna nýju laganna felst m.
a. í enn aukinni verkaskiptingu,
meira samhengi í störfum (allir sitja
tvö ár) svo og auknu starfi nefnda
innan ráðsins. Stúdentafélag Háskól-
ans hefur verið falið að sjá um allar
skemmtanir og almennt félagslíf
stúdenta. Stúdentaráð hefur tekið
upp náið samstarf við Samband ísl.
stúdenta erlendis (SISE). Má t. d.
nefna námskynningar á vegum þess-
ara tveggja stúdentasamtaka, er tók-
ust allar einkar vel.
STU DENTABLAÐ
22