Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Page 25

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Page 25
Stúdentar fagna handritadómi Hinn 17. nóvember 1966 var gamalt baráttumál stúdenta til lykta leitt, er Hœstiréttur Danaveldis kvað upp úrskurð sinn um lögmœti afhendingar handritanna. Allir íslenzkir stúdentar fagna farsœlli lausn þessa viðkvœma máls. Þeir senda hinni dönsku þjóð hugheilar þakkir fyrir auðsýndan dreng- skap hennar og stórhug, það er von þeirra og vissa, að þessi ákvörð- un megi enn auka tengsl hinna norrœnu brœðraþjóða. VALHÖLL OG MIÐGARÐSORMUR í Edduhandritum AM 738 4to, sem skrifað er árið 1680, eru myndir úr norrœnni goðafrœði. Þar má m. a. sjá Ása-Þór með hamar í hendi, Heimdall með horn, Freyju grátandi gulltárum og Braga yrkjandi á bók; þar má og líta askinn yggdrasil og Ferrisúlf bundinn. Hér að ofan eru tvœr myndir úr þessari bók. Önnnur sýnir Valhöll með mörg- um turnum og Heimdall, vörð goða í dyrum, yfir hœsta turninn ber tré og eru hjörturinn Eikþyrnir og geitin Heiðrún þar á beit. Höllin er á frummyndinni með ýmsum litum, grœn, gul og dumbrauð. Ekki ber myndin með sér, að höfundur hennar hafi átt þess kost í veruleikan- um að sjá hjört né tré né hallir. Á hinni myndinni gín Miðgarðsormur við uxahöfðimJ, sem Þór egnir fyrir hann; ormurinn er mestallur gul- ur en sums staðar rauðleitu, ogá honum grœnar þverrendur, tungan er grœn. 25 STÚDENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.