Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Síða 28

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Síða 28
Um stofnun Sambands íslenzkra háskólastúdenta Vésteinn Ólason, stud. mag.: Forsaga Islenzkir háskólastúdentar skiptast í tvo meginflokka. Annars vegar eru þeir sem stunda nám við Háskóla Islands, en hins vegar eru þeir sem námið stunda við erlendar mennta- stofnanir. Hvor hópurinn um sig hefur sérhagsmuni og séráhuga- mál, svo að eðlilegt er að hvor um sig hafi sérsamtök, enda hefur svo verið nú um nokkurra ára skeið. Eins og lesendum er kunnugt, nefn- ast þessi samtök Stúdentaráð Há- skóla Islands, SHI, og Samband ís- lenzkra stúdenta erlendis, SISE. Eigi að síður má telja að háskólastúdent- ar, hvar sem þeir stunda nám, séu sérstakur hópur innan þjóðfélagsins sem eigi þar sameiginlegra hags- mnna að gæta og hafi hliðstæðum skyldum að gegna gagnvart því. Það er því ekki nema eðlilegt að fram hafi komið hugmynd um samstarf þessara samtaka að sameiginlegum áhugamálum. Eg hef ekki gert neina leit að því, hvar þessi hugmynd hafi fyrst komið fram ,en mér er ekki kunnugt um að hún hafi verið sett fram opinberlega fyrr en hún birtist í tveimur stúdentablöðum, Vöku og Sic, sem út komu sama dag- inn, 12. febr. 1965. Þeir sem hreyfðu málinu þá, áttu báðir sæti í þáver- andi Stúdentaráði. I beinu fram- haldi af þessu fól Stúdentaráð það sem Björn Teitsson stýrði, nefnd er taka átti skipulagsmál Stúdentaráðs til endurskoðunar, einnig að kanna möguleika á stofnun sambands há- skólastúdenta. Nefndin leitaði snemma á starfsferli sínum eftir samstarfi við SISE um undirbúning þess máls, og sýndi SISE þegar mik- inn áhuga á því og skipaði menn til viðræðna við nefnd SHI. Þessar nefndir störfuðu síðan sumarið 1965, og þá um haustið lagði nefnd SHI fram allrækilegar tillögur um framtíðarskipulag ráðsins, en jafn- framt lögðu nefndirnar fram grund- völl að samkomulagi um stofnun Sambands íslenzkra háskólastúd- enta, SÍH, sem SHÍ og SÍSE yrðu að- ilar að. Þess var vandlega gætt að hafa sem fyllst samræmi milli til- lagnanna, svo að ekki þyrfti að gera neinar breytingar á hinu fyrirhugaða skipulagi Stúdentaráðs, þótt SIH yrði stofnað fljótlega eftir breytingarnar. Haustið 1965 gekkst Stúdentaráð fyrir fjölmennri hringborðsráð- stefnu, þar sem báðar þessar tillögur voru lagðar fram. A þessa ráðstefnu voru boðaðir fulltrúar frá öllum deildarfélögum og stjórnmálafélög- um, ennfremur allir stúdentaráðs- menn og fyrrverandi formenn stúd- entaráðs, sem enn voru við nám, skipulagsnefndin og formaður SISE. I upphafi ráðstefnunnar var þess óskað að menn létu í ljós afstöðu til nokkurra grundvallaratriða, þ. á m. hvort þeir teldu ástæðu til að stofna SIH eða hvort Stúdentaráð væri e. t. v. með stofnun slíkra samtaka að afsala sér stöðu sem æskilegt væri að halda í. Þessa var auðvitað óskað til að fá fram á yfirborðið tortryggni eða óánægju yfir samkomulaginu, svo að hægt væri að ræða málið og meta þá þegar áður en lengra væri komið undirbúningi. Engin gagn- rýni kom þó fram á tillögur nefnd- arinnar um þetta atriði, og einn fundarmanna, Jón E. Ragnarsson fyrrv. form. SHI, óskaði m. a. s. eftir að það mál yrði afgreitt fyrst, þar sem hann gerði ekki ráð fyrir að um það yrði neinn ágreiningur. Að ráðstefnunni lokinni hóf stúd- entaráð að undirbúa skipulagsbreyt- ingar sínar. Undirbúningur og sam- þykkt nýrra laga tók svo langan tíma að ekki gat þáverandi stúdenta- ráð, sem starfaði þangað til í febrúar 1966 sinnt í neinu undirbúningi að stofnun Sambands íslenzkra háskóla- stúdenta. Þegar nýtt ráð tók við, skipti algerlega um menn í stúd- entaráði (álít ég það hafa verið helzta gallann á framkvæmd skipu- lagsbreytinganna). Eðlilegt var að þetta nýja ráð ætti nóg með að koma fastri skipan á starfsemi sína það sem eftir var vormisseris 1966, en með vorinu var þó skipuð nefnd til framhaldsviðræðna við SÍSE um samstarf. Sú nefnd hefur enn ekki skilað neinu áliti, og hefur málið lítið verið rætt utan hennar. Síðan samkomulagsgrundvöllurinn var lagður fram, hefur þó tekizt allmikið raunhæft samstarf með SHI og SISE. Ráðinn hefur verið sameiginlegur framkvæmdastjóri og tekið upp sam- eiginlegt skrifstofuhald auk sam- starfs á sviði utanríkismála sem síð- ar verður að vikið. Þeirrar skoðunar hefur mjög gætt meðal stúdentaráðsmanna nú að þessi sameiningarmál væru þeim svo ókunn að þeir ættu erfitt með að mynda sér rökstudda skoðun um þau. Þá hefur orðið vart gagnrýni á samkomulagsgrundvellinum frá 1965, og telja menn, að í honum komi ekki nægilega skýrt í Ijós, hvernig fyrirhuguð samtök eigi að STÚDENTABLAÐ 28

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.