Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Side 31

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Side 31
legt tækifæri til að vekja athygli al- þjóðar og ráðamanna á kröfum stúdenta. Eg held að enginn geti ef- azt um gildi slíks stúdentaþings, en árangur þess hverju sinni mun vit- anlega fara eftir því hversu vel það er undirbúið, og um þann undirbúning verður að vera samstarf beggja aðila. Undirbúningur álykt- ana hlýtur fyrst og fremst að verða í höndum þeirra nefnda, sem einkum fjalla um hina einstöku málaflokka. Hvernig á þá að koma á virku sam- starfi milli þessara nefnda? Mér skilst að innan SÍSE séu starfandi nefndir á sviði sömu aðalmálaflokka og í SHÍ. Þessar nefndir þurfa að halda sameiginlega fundi, sem nefndir í SÍH svo oft sem þess er kostur. Þá þarf skrifstofa samtak- anna að sjá um að senda nefndar- mönnum jafnóðum allar upplýsing- ar, sem geta komið þeim að gagni. Þá virðist mér að sá eða þeir stjórn- armenn SÍSE sem heima dveljast, verði að hafa umboð til að mæta á nefndarfundum, þegar fjallað er um sameiginleg mál og fara þar með atkvæði SÍSE. í samstarfsgrundvellinum er gert ráð fyrir, að ekki sé sérstaklega kos- in stjórn SÍH, heldur fylgi 'æti í stjórninni sætum í stjórnum SHI og SÍSE. Þetta er vitaskuld haft svo vegna þess að ekki er ráð fyrir bví gerandi að samtökin hafi yfir að ráða allt of miklum mannafla til stjórnarstarfa, en þó miklu fremur til að koma í veg fyrir alla óþarfa árekstra og ágreining um starfsvið. Það er samnings- og framkvæmdar- atriði, hvernig stjórnin skal skipta með sér verkum, og var því ekki kveðið fast á um það í grundvellin- um. Ef SISE getur ekki haft nema einn stjórnarmann hér heima, væri sjálfsagt réttast að hafa þriggja manna stjórn, enda væri það senni- lega af öðrum ástæðum heppilegast. Einnig mætti hugsa sér fimm manna stjórn með tveimur fulltrúum frá SISE. Hvor hátturinn væri á hafður sýnist mér í sjálfu sér ekki skipta máli. Eg mun hér miða við þriggja manna stjórn. Verkaskipting stjórn- arinnar tel ég að ætti að vera for- rnaður, varaformaður og meðstjórn- andi. Eðlilegast tel ég að formaður SHI sé jafnframt formaður SIH eða þá að formenn SHI og SÍSE séu formenn til skiptis eftir samkomu- lagi, en vitanlega mundi SHI hafa það í hendi sér, þar sem það ætti meiri hluta í stjórninni. Starfsvið stjórnarinnar yrði að fylgja eftir samþykktum stúdenta- þings, ræða sameiginlegt starf og fylgjast með því. Ut á við mundi það einfaldlega látið ráðast hvenær á- stæða væri talin til að koma fram fyrir hönd SÍH eða aðildarsamtak- anna. Vitanlega yrði að gera þeim aðilum sem samtökin þurfa fyrst og fremst að leita til, grein fyrir upp- byggingu samtakanna, svo að lilut- verkaskiptin þyrftu ekki að koma þeim á óvart. Það væri fráleit smá- munasemi að setja nákvæmar reglur um þessi atriði. Reynslan hlýtur smám saman að móta hefðir og fel ég það eintóman málamyndafyrir- slátt, ef menn þykjast ekki skilja hvernig þetta verði framkvæman- legt. Það hlýtur að vera áhrifameira fyrir formanninn að geta í viðræðum t. d. við stjórn Lánasjóðsins eða menntamálaráðuneytið komið fram fyrir hönd allra íslenzkra háskóla- stúdenta hvar sem þeir stunda nám. Samstarf á sviði utanríkismóla — AfbragSs órangur til þessa Síðustu árin hefur samstarf á sviði utanríkismála aukizt verulega. Eg hef haft sæmilega aðstöðu til að fylgjast með þessu samstarfi, og er mér ekki kunnugt um annað en það hafi gengið snurðulaust. Það hefur t. d. verið fólgið í því, að félagar úr SÍSE hafa verið fulltrúar SHÍ á árs- þingum eða við hátíðahöld þar sem SHÍ hefur verið boðið að senda full- trúa, en ekki getað komið því við vegna ferðakostnaðar. Þetta sam- starf er mjög mikilvægt og gagnlegt fyrir SHI. I fyrsta lagi er gagnlegt fyrir okkur að fylgjast með því, sem þarna gerist, en sjálfsagt er að gera það að fastri reglu að fulltrúarnir sendi skýrslur heim. Þetta hafa þeir gert flestir undanfarið. Má nefna sem dæmi rækilega og ágæta skýrslu, sem Þorvaldur Olafsson sendi um landsþing NSU í Osló í hausr og dreift var meðal stúdentaráðsmanna. í öðru lagi er auðvitað mikilvægt að geta kornið því við að þiggja slík boð til að minna á tilveru okkar. A slíkum þingum, þar sem boðsgesrir koma frá mörgum þjóðum, gefst oft tækifæri til að ræða alþjóðasamstarf utan dagskrár. Má oft á þann hátt afla upplýsinga sem geta komið að gagni þegar mótuð er afstaða til al- þjóðlegs samstarfs. Ef SHI á að geta mótað sér ákveðna utanríkisstefnu, er nauðsynlegt að hagnýta öll tæki- færi til upplýsingaöflunar og per- sónulegra sambanda við stúdenta- leiðtoga annarra landa. Annað dæmi um samstarf á sviði utanríkismála er að Gunnar Bene- diktsson, stjórnarmaður í SISE, hefur ásamt fulltrúum héðan að heiman tekið þátt í tveimur for- mannaráðstefnum á Norðurlöndum. Ekki hittist alltaf svo á að forystu- menn okkar hér heima hafi fullt vald á Norðurlandamálum svo að þeir geti algerlega óhindrað tekið þátt í umræðum. Þá kemur sér mjög vel að hafa einn fulltrúa með sem hefur fullkomið vald á einhverju Norðurlandamála, en þurfa þó ekki að greiða stórfé í ferðakostnað hans vegna. Eg veit ekki annað en þeir sem störfuðu með Gunnari Bene- diktssyni á umræddum ráðstefnum, hafi verið mjög ánægðir með það samstarf og telji að það hafi bætt að- stöðu okkar fulltrúa að mun. Þriðja dæmið er svo að s. 1. sumar tók Andri Isaksson, formaður SÍSE, þátt í Austurafríkuseminari Norður- landaþjóða, sem kunnugt er. Var hann valinn til þess vegna reynslu sinnar á sviði félagsmála, tungu- málakunnáttu og menntunar sem mundi koma honum að góðu haldi á seminarinu. A formannaráðstef.n- unni sem haldin var hér í nóv., voru nokkrir menn sem höfðu starfað með Andra á seminarinu, og létu þeir í ljós í samtölum við mig sér- staka ánægju yfir framlagi hans þar. Þeir töldu að SHÍ hefði lagt þar fram sinn skerf með mestu prýði. NorSmenn hafa jákvœSa reynslu af sams konar samstarfi I Noregi er að ýmsu leyti við hlið- stæð vandamál að etja og hér. All- verulegur hluti norskra stúdenta neyðist til að stunda nám erlendis, vegna þess að heima eru ekki skil- yrði til þess. Ekki fer fram kennsla í öllum akademískum greinum, og aðgangur er mjög takmarkaður að öðrum greinum, t. d. læknisfræði og flestum greinum raunvísinda. Nú mun vera ca. 1/5 hluti norskra stúd- enta við nám erlendis, og er það að vísu lægri hundraðshluti en hér, en hins vegar miklu fleiri stúdentar en allir íslenzkir háskólastúdentar (nál. 4000). Norskir stúdentar erlendis hafa með sér samband, ANSA — As- sociation of Norwegian Students Abroad. Það var stofnað árið 1956. I upphafi starfsferils síns var ANSA algerlega sjálfstætt, ekki í neinum skipulagslegum tengslum við lands- samtök norskra stúdenta, sem þá hétu NSS —- Norsk Studentsam- band. Samt sem áður var náin sam- vinna milli sambandanna og NSS veitti ANSA mikilvægan praktísk- an stuðning, þ. á m. aðstöðu í hús- næði sínu. Árið 1963 gekk svo ANSA til skipulegs samstarfs við önnur norsk stúdentasamtök, og þá var stofnað NSU — Norsk Studentunion. Nú er því fegin um það bil þriggja ára reynsla í þessu samstarfi. í Vöku 1. tbl. 1965—66 fjallar Friðrik Sophusson um stofnun SIH. Eftir að hafa drepið á ýmislegt sem hann telur ástæðu til að vinna sam- an að, t. d. lánamál og rekstur skrif- stofu, segir hann (bls. 7): Hins vegar er mjög vafasamt, að sum þeirra mála, sem nefnd eru í samkomulagsgrundvellinum geti nokkru sinni heyrt undir þessi nýju samtök. Má þar t. d. nefna utanríkis- málin. Reynsla Dana og Norðmanna i þeim efnum hefur sannað, að það er fráleitt, að slík samtök fái utanríkis- málin í sínar hendur. Vandamálið, sem skapast þegar stór hluti stúdenta er við nám erlendis að vetrum, og hefur þess vegna engin tök á að kynna sér skoðanir og sjónarmið þeirra, sem stunda nám heima fyrir, gerir það að verkum, að þeir geta aldrei orðið fullkomnir fulltrúar ís- lenzku stúdentaheildarinnar á al- þjóðavettvangi. Þegar þessi samtök verða stofnuð, þarf margs að gæta, enda hlýtur til- gangurinn að vera að berjast fyrir þeim hagsmunum, sem eru sameigin- legir án þess að veikja aðstöðu ís- lenzkra stúdenta á nokkurn hátt gagnvart alþjóðasamtökum. Skoðun F. S. er sem sagt, að utan- ríkismálin eigi að vera utan SÍH. Röksemdafærsla hans fyrir þessu er fáránleg. Fyrri röksemdin er reynsla Dana og Norðmanna. Síðast þegar ég vissi, var reynsla Dana ósambæri- leg. Fjöldi þeirra stúdenta sem verða að stunda nám erlendis, er hverfandi hlutfallslega miðað við það sem gerist hér og í Noregi. Samtök hlið- stæð SISE eru þar ekki til, eftir því sem ég bezt veit, og eru þar af leið- andi ekki aðilar að DSF. Norðmenn hafa hins vegar í nokkur ár búið við hliðstætt skipulag og SIH er ætlað að verða. Af orðum F. S. mætti ráða að alþjóðastarfsemi NSU hafi beðið mikinn hnekki við það að tekið var upp samstarf við ANSA. Samkvæmt orðum hans ættu NSU og DSF að hafa lent í einhvcrjum ógöngum 31 STÚ DENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.