Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Side 32

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Side 32
með utanríkisstarfsemi sína síðustu árin vegna aðgerða stúdenta er nema erlendis. Eg kýs að velja mér aðra heimildarmenn um þetta en F. S. sem ekki virðist vita neitt um stúd- entasamtök Dana og Norðmanna né um alþjóðasamstarf yfirleitt. Lítum á síðari málsgrein F. S. Mér er ekki kunnugt um að íslenzkir stúdentar hafi átt neina „fullkomna fulltrúa” á alþjóðavettvangi fyrr né síðar. Utanríkismálastarfið á ekki að reka á þeim grundvelli að valinn sé einhver maður sem telja megi sæmi- lega „representatívan” fulltrúa ís- lenzkra stúdenta, og hann síðan sendur á eitthvert þing til að flytja einkaskoðanir sínar, eins og F. S. virðist halda. Móta verður ákveðna stefnu af rétt kjörnum aðilum. Það er fyrst og fremst gert í utanríkis- málanefnd, í Stúdentaráði og eftir stofnun SÍH einnig á þingum SISE og á stúdentaþingi. Fulltrúar á ráð- stefnum erlendis þar sem teknar eru ákvarðanir eða gerðar ályktanir verða að hafa í höndum erindisbréf um það hvaða afstöðu þeir eigi að taka til mála. Sannleikurinn er sá, því miður, að það er á hverjum tíma innan við tugur stúdenta við HI sem eitthvað veit um þessi mál og mótar stefnuna í þeim. Astandið getur ekki versnað þó að SÍSE bætist við. Það hefur heldur aldrei verið hugmynd- in, eins og F. S. virðist halda, að SISE-menn einir verði látnir sækja fundi og ráðstefnur á vegum SHI. Til mótvægis orðum Friðriks Sophussonar, sem ekki virðast reist á mikilli þekkingu, langar mig að vitna til orða Halvdans Skard. Hann var eitt ár formaður NSU, en hafði árið á undan verið formaður utan- ríkismálanefndar NSU, og á nú sæti í Stúdentaþinginu í Osló og í stjórn Studentsamskipnaden i Oslo. Hann ritar grein í Studiosi vagantes (tíma- rit ANSA) í ágúst 1966, þar sem hann fjallar um stúdenta heima og erlendis og um samstarf ANSA og annarra norskra stúdentasamtaka í NSU. Skard segir um samstarfið: Vi har innsett at her har vi felles interesser som ingen av oss kan klare pá egen hánd, men der et samspill gjpr oss ulike mye sterkere enn en umiddelbart skulle tro. Samarbeidet har beriket norsk studentpolitikk. ANSA har tilfprt oss may her hjemme. Ikke bare belyser dere utestudenter forholdene fra nye synsvinkler og pá nye máter, men dere har f0rt inn en hel del nye met- oder i arbeidet. Vi hjemme lærer may av utestud- entene og mottar mange impulser, og dere holder oss „pá tá hev" heile tida. Vi háper det er gjensidig. Vi hjemme kommer alltid til á ha utbytte av et samarbeid og en sam- forstáelse med utestudentene, og vi tror det samme gjelder den andre veien ogsá. Allar tilvitnanir af bls. 49. Vandamál í samstarfi NSU og ANSA Vitanlega heldur Skard því ekki fram, að ANSA-menn og önnur samtök norskra stúdenta séu alltaf sammála, enda væri það bæði ótrú- legt og óeðlilegt. Eftir síðasta lands- þing NSU (í sept s. 1.) er t. d. kom- inn upp ágreiningur sem ógnar sam- starfinu. Þar sem hér er einmitt um að ræða ágreining af þeirri tegund sem F. S. virðist hafa óljósar fregir af, skal útskýra nokkuð eðli hans og aðdragandi. í NSU (og áður í NSS) hefur all- lengi verið fylgt fast svo nefndri „student as such" stefnu, en í henni felst, að ekki skuli á alþjóðaþingum og ráðstefnum taka afstöðu til ann- arra mála en þeirra sem aðeins varða stúdenta sem slíka, hags- muni þeirra, námsaðstöðu og réttindi. Fulltrúar NSU á alþjóða- þingum hafa yfirleitt verið bundnir af svo „þröngu" erindisbréfi að þeir hafa ekki getað tekið þátt í atkvæða- greiðslum um nærri öll mál af prinsippástæðum, hafa t. d. átt mun óhægra um vik en fulltrúar hinna Norðurlandaþjóðanna. ANSA hefur jafnan stutt þessa stefnu mjög fast, en hún var ríkjandi í NSS áður en ANSA sameinaðist því. „Student as such" stefnan átti miklu gengi að fagna í alþjóðasam- starfi stúdenta á árunum milli 1950 og ’60 hjá þeim þjóðum sem voru aðilar að Alþjóðaþingi stúdenta — International Student Conference. Síðasta áratug hefur hún hins vegar verið á stöðugu undanhaldi. Eftir því sem fleiri nýfrjálsar þjóðir og svo nefndar „þróunar" þjóðir hafa bætzt í samtökin, hefur ákveðin af- staða til almennra pólitískra vanda- mála orðið nauðsynlegri, og jafn- framt hefur mönnum orðið ljóst að í raun og veru er alls ekki hægt að greina vandamál stúdenta sem slíkra frá almennum stjórnmálalegum vandamálum með þjóðum sem eiga við svo geysileg stjórnmálaleg og efnahagsleg vandamál að stríða sem flestar Asíu-, Afríku- og Suður- Ameríkuþjóðir. Stúdentar af þessum þjóðum þurfa ýmist að berjast fyrir frumstæðustu mannréttindum eða frumstæðustu lífsnauðsynjum eða hvoru tveggja. Þeir eru hreinlega ekki komnir að því að ræða um námsstyrki eða stúdentagarða, a. m. k. hlýtur það að verða vandamál númer tvö eða þrjú hjá þeim. Stúd- entar í velmegunarþjóðfélögum hafa gert sér ljósa þá skyldu sína að leggja stúdentum þeirra þjóða sem skemmra eru á veg komnar, allt það lið sem þeir mega, fyrst og fremst með raunhæfri aðstoð eins og t. d. námsstyrkjum eða aðgerðum á borð við Austurafríkuseminar Norður- landastúdenta í sumar, sem fyrr var nefnt, en einnig með stjórnmálaleg- um aðgerðum, ályktunum, mótmæl- um o. s. frv. (Mig langar að skjóta því að innan sviga, að ég tel, að ís- lenzkir stúdentar geti verið og eigi að vera virkari á þessu sviði en þeir hafa verið. Það er t. d. til skammar að því skuli enn ekki hafa verið komið í verk að stofna hér deild úr World University Service, en það eru samtök háskólakennara og stúdenta er beita sér fyrir eflingu æðri mennt- unar í vanþróuðum löndum. I utan- ríkism.nefnd SHÍ hefur oftar en einu sinni verið ákveðið að stofna hér WUS deild, þótt ekki hafi því verið hrundið í framkvæmd. Kannski gæti stofnun SÍH orðið til að koma nýju lífi í þá hugmynd). En víkjum aftur til NSU. Á landsþinginu í septem- ber samþykktu fulltrúar norskra stúdenta að taka upp frjálslyndari og virkari utanríkisstefnu en verið hefur. ANSA lagðist gegn þessu og hefur nú til yfirvegunar að segja sig úr NSU af þessum sökum. And- staðan er sterkust innan samtaka stúdenta í Þýzkalandi, Sviss og Aust- urríki. Ástæðan er sú, að þessi sam- tök óttast að NSU kunni að gera á- lyktanir eða öllu heldur gerast aðili að ályktunum þar sem fordæmd væru ýmis atriði vestur-þýzkrar ut- anríkisstefnu, en þetta gæti aftur haft alvarlegar afleiðingar fyrir norska stúdenta í Þýzkalandi. Svipað telja þeir að hugsanlega gæti gerzt annars staðar. Eg ræddi þessi mál talsvert við Sigurd Gulbrandssen, formann NSU, þegar hann var hér á norrænu formannaráðstefnunni um daginn. Hann ætlaði einmitt að fara héðan til Englands á fund ANSA-manna þar til þess að reyna að sýna þeim fram á að þessi ótti væri ástæðulaus og þeir hefðu enga ástæðu til að segja sig úr NSU. Hann lagði áherzlu á að heimastúd- entar vildu hafa ANSA með í sam- tökum sínum áfram og taldi að þessi hætta væri aðeins „teoretísk", en ekki raunveruleg, m. a. vegna þess að NSU mundi ævinlega gæta þess að gerast ekki aðili að ályktunum sem hætta væri á að skaðað gætu norska stúdenta erlendis. (Þeim sem heldur vilja sjá eigin orð Gulbrand- sens, skal bent á grein eftir hann í Norsk Studentforum, oktober 1966). Hvað segja þessi vandamál olckur um samstarf SHÍ og SÍSE? SÍSE hefur aldrei í samningaviðræð- um við SHI eða á öðrum vettvangi látið í ljós áhyggjur af að utanríkis- stefna SHI gæti skaðað íslenzka stúdenta erlendis. SÍSE hefur heldur ekki látið í ljós neinar óskir um að breytt yrði utanríkisstefnu SHÍ eða þátttöku í alþjóðlegu samstarfi, þótt SÍH yrði stofnað. Af viðskiptum ANSA og NSU á þessum vettvangi getum við dregið þessar ályktanir: 1) Heimastúdentarnir eru í meiri hluta og hafa því í hendi sér að ráða stefnunni. Hinir geta ekki annað gert en segja sig úr samtökunum, ef þeir fella sig alls ekki við hana. Þetta á jafnt við hér og í Noregi. Áhættan er því engin fyrir SHÍ. 2) Heimastúdentarnir leggja allt kapp á að halda ANSA inni í sam- tökum sínum þrátt fyrir ágreining- inn. Þetta lýsir ekki slæmri reynslu af samstarfinu, og stangast óneitan- Iega á við ótta þeirra manna sem ekki telja þorandi fyrir SHÍ að ganga til samstarfs við SÍSE af ótta við sams konar ágreining og upp hefur komið milli ANSA og annarra fé- laga NSU. Hver verSur aðili aS alþjóðasamstarfi? Alþjóðasamstarf stúdenta fer fram á mörgum sviðum. Má nefna sem dæmi tvíhliða samskipti milli ein- stakra háskóla eða landa, stúdenta- skipti og því um líkt. Þá er fjörugt alþjóðlegt starf á faglegum grund- velli, eins og læknanemar og við- skiptanemar þekkja vel. Víðtækast og áhrifamest er samt samstarf þjóð- arsambanda („national unions") :údenta. Þar sem ríkir eðlilegt STÚDENTABLAÐ 32

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.