Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Qupperneq 35

Stúdentablaðið - 01.12.1966, Qupperneq 35
Greinargerð fundar um lónamái stúdenta Hinn 27. nóvember árið 1965 var haldin á vegum stúdentaráðs ráðstefna í setustofu Gamla- Garðs, þar sem rædd voru lána- mál stúdenta. Framsögu höfðu Hörður Einarsson stud. jur. og Þórir Bergsson cand. act., en þeir voru í nefnd þeirri, er skipuð var 5. 6. 1964 af menntamálaráðherra til að endurskoða lög um Lána- sjóð íslenzkra námsmanna. Mætt ir voru á fundinum fulltrúar ein- stakra deilda, stúdentaráð og framkvæmdastjóri þess. Fyrri framsögumaður var Hörður Ein- arsson. Ræddi hann um gildi menntunar í nútíma þjóðfélagi. Hann benti á, að þjóðir héldu ekki uppi víðtæku skólakerfi menntunarinnar vegna, heldur e. t. v. fyrst og fremst vegna við- leitni þeirra til að bæta lífskjör sín. Hann sagði, að margt fleira en talizt gæti til menntamála hefði áhrif á menntunina og að- stöðu manna til menntunar, nefndi hann m. a. samgöngumál og þó fyrst og fremst tækifæri til öflunar fjár til að standa straum af námskostnaði. Hann taldi, að bæði frá sjónarmiði þjóðarheild- ar og stúdenta, væri æskilegt, að fjármunum væri varið af al- mannafé til að létta stúdentum fjárhagsbyrgðar námsins, þó væru því sett viss takmörk frá sjónarmiðum beggja aðila. í lok Lnngangs síns kvað hann margt annað en námslán og -styrki hafa áhrif á fjárhagslega aðstöðu stúdenta, t. d. sérstöðu viðvíkj- andi sköttum. Þá gerði Hörður grein fyrir núverandi lánakerfi. Eftir breytinguna 1961 við til- komu laga um Lánasjóð ís- lenzkra námsmanna er öllum stúdentum kleift að fá lán á 4. námsmisseri, að því tilskildu, að þeir hafi sýnt, að þeir séu í virku námi. Lánaupphæðir fara eftir því, hversu langt menn eru komnir í námi og hvaða grein þeir leggja stund á. Lánin skipt- ast í fjóra flokka, lægsti flokkur er 16.900 kr. á ári, en sá hæsti 33.800 kr. Árið 1961 voru ríkis- Lánin 4,6 millj., en árið 1965 um 15 millj. króna (auk styrkja). Þó er vafasamt, að hvert einstakt lán sé hærra nú en 1961, sakir verð- liækkana og mikillar fjölgunar umsækjenda. Hörður gerði þessu næst grein fyrir störfum nefnd- arinnar. — Á vegum hennar fór fram könnun á kostnaði'við nám stúdenta við H. I., og íslenzkra námsmanna erlendis. Var glef- inn út fjölritaður bæklingur um þá könnun (sjá Þórir Bergsson: Könnun á kostnaði, Reykjavík 1965). Aðalniðurstaða þessarar könnunar er um umframfjár- þörf stúdenta, en hún er þannig fundin, að unnið var úr svörum stúdenta um námskostnað og dregin frá honum áætluð tekju- öflun, miðað við 3V2 mánaðar vinnu hjá þeim, sem ekki þurftu að stunda „kúrsusa“. Aðalreglan er sú, að námslán fullnægja ekki umframfjárþörfinni. Henni er þá fullnægt á ýmsan hátt, og má þar nefna: 1) Hærri tekjur en ráð er fyrir gert. 2) Aðstoð foreldra eða að- standenda. 3) Vinna með námi. 4) Lán utan lánasjóðsins. 5) Styrkir (óverulegir). 6) Tekjur maka. „Hringborðsráðstefna stúd. um lánamál stúd. samþykkir að vísa því til deildarfélaga og stúdentaráðs að gera nákvæm- ar skriflegar athugasemdir við Hagkönnunina og koma þeim á framfæri við nefnd þá, er starfar að undirbúningi nýrra tillagna um skipan lánamála." 35 STÚDENTABLAÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.